Áttunda barn Clint Eastwood mætti á frumsýningu sem staðfesti þrálátan orðróm Atli Ísleifsson og Birgir Olgeirsson skrifa 13. desember 2018 00:04 Clint Eastwood á frumsýningu The Mule. Vísir/Getty Nýjasta kvikmynd bandaríska Óskarsverðlaunahafans Clint Eastwood var frumsýnd vestanhafs í vikunni. Myndin ber heitið The Mule en öll börn Eastwoods voru samankomin á frumsýningunni, átta talsins. Orðrómur hafði gengið lengi vel um Hollywood að Eastwood hefði eignast barn áður en hann sló í gegn fyrir mörgum áratugum og það barn hafi verið gefið til ættleiðingar. Eastwood gekkst þó ekki við því opinberlega að þetta hefði átt sér stað. Það vakti því mikla athygli á frumsýningunni á mánudag þegar áttunda afkvæmið bættist í hóp barna hans sem var á frumsýningunni. Um er að ræða Laurie Eastwood sem Clint Eastwood er sagður hafa eignast með konu sem hann átti í launsambandi við þegar hann var trúlofaður Maggie Johnson árið 1953. Yngsta dóttir Eastwood, hin 22 ára gamla Morgan, staðfesti við viðstadda á frumsýningunni að Laurie væri systir hennar. Hún birti mynd á Instagram þar sem hún sagði það afar sjaldgæft að öll átta afkvæmi Clints Eastwood væru saman á mynd. Það gerði einnig Alison Eastwood sem Clint eignaðist með Maggie Johnson. Laurie er fyrir miðju á myndinni. View this post on InstagramI'm not sure there has ever been a picture of all 8 kids together but here it is... #eastwoods A post shared by Alison Eastwood (@alison.e.wood) on Dec 10, 2018 at 11:59pm PSTÆvisagnaritarinn Patrick McGilligan sagði fyrst frá tilvist Laurie en McGilligan sagði Eastwood hafa átt í nánu sambandi við móður Laurie. Börn Clint Eastwood eru: Laurie Eastwood sem er sögð hafa fæðst um 1953. Kimber Lynn Eastwood sem hann eignaðist með Roxanne Tunis árið 1964. Kyle Eastwood sem hann eignaðist með Maggie Johnson árið 1968. Allison Eastwood sem hann eignaðist með Maggie Johnson árið 1972. Scott Eastwood sem hann eignaðist með Jacelyn Reeves árið 1986. Kathryn Eastwood sem hann eignaðist með Jacelyn Reeves árið 1988. Francesca Eastwood sem hann eignaðist með Frances Fisher árið 1993. Morgan Eastwood sem hann eignaðist með Dina Ruiz árið 1996. Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira
Nýjasta kvikmynd bandaríska Óskarsverðlaunahafans Clint Eastwood var frumsýnd vestanhafs í vikunni. Myndin ber heitið The Mule en öll börn Eastwoods voru samankomin á frumsýningunni, átta talsins. Orðrómur hafði gengið lengi vel um Hollywood að Eastwood hefði eignast barn áður en hann sló í gegn fyrir mörgum áratugum og það barn hafi verið gefið til ættleiðingar. Eastwood gekkst þó ekki við því opinberlega að þetta hefði átt sér stað. Það vakti því mikla athygli á frumsýningunni á mánudag þegar áttunda afkvæmið bættist í hóp barna hans sem var á frumsýningunni. Um er að ræða Laurie Eastwood sem Clint Eastwood er sagður hafa eignast með konu sem hann átti í launsambandi við þegar hann var trúlofaður Maggie Johnson árið 1953. Yngsta dóttir Eastwood, hin 22 ára gamla Morgan, staðfesti við viðstadda á frumsýningunni að Laurie væri systir hennar. Hún birti mynd á Instagram þar sem hún sagði það afar sjaldgæft að öll átta afkvæmi Clints Eastwood væru saman á mynd. Það gerði einnig Alison Eastwood sem Clint eignaðist með Maggie Johnson. Laurie er fyrir miðju á myndinni. View this post on InstagramI'm not sure there has ever been a picture of all 8 kids together but here it is... #eastwoods A post shared by Alison Eastwood (@alison.e.wood) on Dec 10, 2018 at 11:59pm PSTÆvisagnaritarinn Patrick McGilligan sagði fyrst frá tilvist Laurie en McGilligan sagði Eastwood hafa átt í nánu sambandi við móður Laurie. Börn Clint Eastwood eru: Laurie Eastwood sem er sögð hafa fæðst um 1953. Kimber Lynn Eastwood sem hann eignaðist með Roxanne Tunis árið 1964. Kyle Eastwood sem hann eignaðist með Maggie Johnson árið 1968. Allison Eastwood sem hann eignaðist með Maggie Johnson árið 1972. Scott Eastwood sem hann eignaðist með Jacelyn Reeves árið 1986. Kathryn Eastwood sem hann eignaðist með Jacelyn Reeves árið 1988. Francesca Eastwood sem hann eignaðist með Frances Fisher árið 1993. Morgan Eastwood sem hann eignaðist með Dina Ruiz árið 1996.
Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira