Samstarfssjóður við atvinnulífið: Umsóknarfrestur framlengdur fram yfir áramót Heimsljós kynnir 12. desember 2018 14:30 „Við merkjum greinilegan áhuga í íslensku atvinnulífi á samstarfi um verkefni í þróunarríkjunum en til þess að gefa fyrirtækjum aukið svigrúm til að ganga frá umsóknum ákvað ráðuneytið að framlengja umsóknarfrestinn þangað til fram yfir hátíðarnar, eða fram til 4. janúar á nýju ári,“ segir Davíð Bjarnason deildarstjóri á þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Samstarfssjóður við atvinnulífið um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna var settur á laggirnar í ráðuneytinu fyrr á árinu og auglýst var í fyrsta sinn eftir umsóknum í síðasta mánuði um styrki með umsóknarfresti til 21. desember. Sá umsóknarfrestur hefur nú verið framlengdur til 4. janúar 2019. Samstarfssjóðurinn hefur til ráðstöfunar allt að eitt hundrað milljónir króna. Samstarfssjóðurinn er að sögn Davíðs ætlaður samstarfsverkefnum fyrirtækja í þróunarlöndum með sérstakri áherslu á að verkefni styðji við áttunda Heimsmarkmiðið um mannsæmandi atvinnu og sjálfbæran hagvöxt. „Þjóðir heims hafa lagt kapp á aukið samstarf við atvinnulífið í tengslum við starf í þróunarríkjunum á síðustu árum, enda öllum ljóst að án þátttöku atvinnulífsins náum við ekki Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun. Norðurlandaþjóðirnar hafa um langt árabil átt mikið samstarf við atvinnulífið í þróunarsamvinnu með áherslu á ný atvinnutækifæri og sjálfbæran hagvöxt. Við erum að stíga að sumu leyti fyrstu skrefin í þessu samstarfi en sækjum reynslu og þekkingu til nágrannaþjóða og trúum því að með Samstarfssjóðnum opnist ný tækifæri fyrir íslenska þekkingu og reynslu í þágu fátækra þjóða,“ segir hann. Þróunarsamvinnunefnd Efnahags- og framfarastofnunarinnar benti á það í svokallaðri jafningjarýni um þróunarsamvinnu Íslands á síðasta ári að utanríkisráðuneyti gæti aukið samstarf við atvinnulífið á þeim sviðum sem Ísland hefur sérþekkingu. Þar var bæði talað um jarðhita og sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda. „Við höfum margt fram að færa á öðrum sviðum en þessum tveimur, en vissulega blasir við að Íslendingar hafa verið leiðandi í jarðhitamálum og eftirspurn er eftir sérþekkingu okkar í sjávarútvegsmálum,“ segir Davíð. Veitt verða framlög til samstarfsverkefna sem koma til framkvæmdar í lágtekju- og lágmillitekjurríkjum en lista yfir gjaldgeng lönd er að finna á vef utanríkisráðuneytisins. Samkvæmt reglum um sjóðinn eiga styrkt verkefni að vera til hagsbóta í viðkomandi landi og stuðla að atvinnusköpun og sjálfbærum vexti. Umsóknir þurfa að berast fyrir miðnætti 4. janúar 2019 í netfangið atvinnulif.styrkir@utn.stjr.is. Fyrirspurnir á sama netfang þurfa að berast viku fyrr, eða fyrir 28. desember.Vefur SamstarfssjóðsinsÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent
„Við merkjum greinilegan áhuga í íslensku atvinnulífi á samstarfi um verkefni í þróunarríkjunum en til þess að gefa fyrirtækjum aukið svigrúm til að ganga frá umsóknum ákvað ráðuneytið að framlengja umsóknarfrestinn þangað til fram yfir hátíðarnar, eða fram til 4. janúar á nýju ári,“ segir Davíð Bjarnason deildarstjóri á þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Samstarfssjóður við atvinnulífið um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna var settur á laggirnar í ráðuneytinu fyrr á árinu og auglýst var í fyrsta sinn eftir umsóknum í síðasta mánuði um styrki með umsóknarfresti til 21. desember. Sá umsóknarfrestur hefur nú verið framlengdur til 4. janúar 2019. Samstarfssjóðurinn hefur til ráðstöfunar allt að eitt hundrað milljónir króna. Samstarfssjóðurinn er að sögn Davíðs ætlaður samstarfsverkefnum fyrirtækja í þróunarlöndum með sérstakri áherslu á að verkefni styðji við áttunda Heimsmarkmiðið um mannsæmandi atvinnu og sjálfbæran hagvöxt. „Þjóðir heims hafa lagt kapp á aukið samstarf við atvinnulífið í tengslum við starf í þróunarríkjunum á síðustu árum, enda öllum ljóst að án þátttöku atvinnulífsins náum við ekki Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun. Norðurlandaþjóðirnar hafa um langt árabil átt mikið samstarf við atvinnulífið í þróunarsamvinnu með áherslu á ný atvinnutækifæri og sjálfbæran hagvöxt. Við erum að stíga að sumu leyti fyrstu skrefin í þessu samstarfi en sækjum reynslu og þekkingu til nágrannaþjóða og trúum því að með Samstarfssjóðnum opnist ný tækifæri fyrir íslenska þekkingu og reynslu í þágu fátækra þjóða,“ segir hann. Þróunarsamvinnunefnd Efnahags- og framfarastofnunarinnar benti á það í svokallaðri jafningjarýni um þróunarsamvinnu Íslands á síðasta ári að utanríkisráðuneyti gæti aukið samstarf við atvinnulífið á þeim sviðum sem Ísland hefur sérþekkingu. Þar var bæði talað um jarðhita og sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda. „Við höfum margt fram að færa á öðrum sviðum en þessum tveimur, en vissulega blasir við að Íslendingar hafa verið leiðandi í jarðhitamálum og eftirspurn er eftir sérþekkingu okkar í sjávarútvegsmálum,“ segir Davíð. Veitt verða framlög til samstarfsverkefna sem koma til framkvæmdar í lágtekju- og lágmillitekjurríkjum en lista yfir gjaldgeng lönd er að finna á vef utanríkisráðuneytisins. Samkvæmt reglum um sjóðinn eiga styrkt verkefni að vera til hagsbóta í viðkomandi landi og stuðla að atvinnusköpun og sjálfbærum vexti. Umsóknir þurfa að berast fyrir miðnætti 4. janúar 2019 í netfangið atvinnulif.styrkir@utn.stjr.is. Fyrirspurnir á sama netfang þurfa að berast viku fyrr, eða fyrir 28. desember.Vefur SamstarfssjóðsinsÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent