Just Cause 4: Þrusu skemmtilegur en gallaður leikur Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2018 08:30 Stuð hjá Rico. Avalanche Studios Það má segja þó nokkra slæma hluti um Just Cause 4. Hann virkar ókláraður og er stútfullur af göllum, bæði göllum varðandi útlit og spilun. Leiknum til happs, þá er hann þó mjög skemmtilegur. Enda væri annað fáránlegt. Þetta er Just Cause leikur og þeir eiga að vera asnalegir og skemmtilegir. Rico Rodriguez, helsti andstæðingur einræðisherra, þyngdarlögmálsins og vindkælingar, er nú kominn til heimalands síns, Solíz. Þar etur hann kappi gegn generískum einræðisherra og fautum hans, sem heita Black Hand og hafa komið áður við sögu, og reynir að komast að sannleikanum um dauða föður síns. Til þess þarf Rico, eins og áður, að sprengja allt mögulegt í loft upp og byggja upp her táninga til að berjast gegn þrautþjálfuðum málaliðum. Einræðisherrann vondi og Black Hand búa þó yfir vopnum sem þeir nota til að breyta veðrinu og spilar það stóra rullu í JC4. Það sem Avalanche Studios hafa gert varðandi veðurvopn JC4 er hrein og tær snilld, þó það sé oft aulalegt. Það er mjög gaman að þjóta um himna Solís með fallhlíf og svifbúningi Rico en það er sérstaklega skemmtilegt þegar það er hvirfilbylur á eftir þér. Það mætti vera meira af þessu veðri í leiknum, því að langmestu leyti er ekkert veður á Solís. Maður þýtur bara um háloftin án nokkra vandræða. Leikurinn er skemmtilegur. Just Cause eru skemmtilegir leikir og þeir snúast um það að svífa um, sprengja drasl, skjóta drullusokka og hafa gaman af því. Rico á tæki (grappling hook) sem gerir honum kleift að þjóta á milli staða og jafnvel fljúga. Nú getur maður leikið sér enn frekar með þetta tæki og notað það til að sprengja upp drasl og drepa karla. Ég hef haft gaman af því að hengja vonda karla við ýmsa staði og blöðrur eða jafnvel setja þotuhreyfil á þá. Það er ansi margt í boði og endalaust af leiðum til að hrella útsendara Black Hand og íbúa Solís. Það er mjög gaman að hrella þá. Söguþráður JC4 er eins klisjukenndur og hann getur verið. Það skiptir í rauninni ekki máli heldur því leikurinn tekur sig alls ekki alvarlega og spilarar eiga svo sem ekki að gera það heldur. Það er þó verra að stór hluti verkefna leiksins eru nánast eins. Mér finnst eins og ég sé alltaf að gera sama hlutinn. Bjarga einhverju pakki úr fangelsi og keyra öðru pakki á milli staða til þess að horfa á þá skjóta út í loftið á meðan ég skýt vondu karlana. Ætli JC4 njóti sín ekki best þegar maður er að leika sér, einn. Ekkert að spá í verkefnum og öðru. Það eru þó gimsteinar sem eru þarna inn á milli og langflestir þeirra eru í aðal-sögunni. Nánast öll önnur verkefni eru...Hvað? Þau bara eru. Þau eru ekkert merkileg og eins og ég sagði áðan snúast yfirleitt um það sama. Sprengja þetta, kveikja á hinu og verja tölvu sem þú ert að stela gögnum úr, eða, bjarga þremur föngum, fylgja þeim í skjól og endurtaka tvisvar. Hvert svæði kortsins er eins. Rico þarf að ráðast á eina herstöð og takast á við hefðbundin, og oftar en ekki leiðinleg, verkefni. Svo þarf hann að sprengja fullt af drasli í loft upp, því þannig stækkar hann her sinn. Fyrir hverja bensíndælu sem Rico sprengir í loft upp er bóndi sem ákveður að verða uppreisnarseggur. Þennan her þarf svo að nota til að opna hvert svæði fyrir sig og eftir hvert svæði þarf að stækka herinn á ný. Þetta felur í sér ákveðið grind en það að sprengja drasl í loft upp í JC4 er eitthvað það skemmtilegasta við leikinn. Rico á mörg tól sem gera manni kleift að notast við ímyndunaraflið við að sprengja drasl en mikið rosalega sakna ég C4 sprengjanna sem Rico var með í JC3. Þá var einstaklega gaman að koma haug af þeim fyrir í einni stöð, taka á loft, svífa yfir stöðinni í fallhlíf og sprengja allt í loft upp. Nú er best að koma bara höndum yfir þyrlu og sprengja allt í drasl með henni. Rico á ferð og flugi.Avalanche Studios Snúum okkur þá að göllunum. Í fyrsta lagi, þá er ég búinn að vera að spila á PC og það hefur gengið hræðilega. Leikurinn Krassaði ítrekað og mér gekk mjög illa að spila hann. Við smá gúggl komst ég að því að fjölmargir aðrir voru í svipuðum vandræðum og ég. Ég fylgdi fjölmörgum leiðbeiningum og ekkert gekk, þar til ég rakst á oggulitla Redditfærslu sem bjargaði geðheilsu minni. Solís virkar sem mjög falleg eyja. Hún lítur þó á köflum ekki vel út og það er ekki nægilega mikið að gera á henni. Hún er gríðarlega stór og full af fólki. Það er þó engin sál þarna, ef svo má að orði komast. Heimurinn er tómlegur þó Rico sé umkringdur af fólki og persónur leiksins eru heilt yfir grunnar og lélegar. Enn sem komið er hef ég gaman af því að notast við svifbúning Rico en það á eftir að breytast. Hvað geri ég þá? JC4 býr yfir fullt af allskonar farartækjum eins og bílum, þyrlum, skriðdrekum og flugvélum. Sum eru flott og önnur eru ljót en öll eiga það sameiginlegt að það er nánast ómögulegt að stýra þeim almennilega með lyklaborði og þá sérstaklega flugvélum. Viðmót leiksins, User Interface, er sömuleiðis hræðilegt og alfarið hannað með leikjatölvur í huga. Það er svo sem ekkert slæmt en það var engin metnaður settur í að aðlaga það að lyklaborði og mús. Þar að auki virkar það óþarflega flókið. Auk útlitsgalla og krassa, þar sem leikurinn slekkur án sér án viðvörunar, hef ég einnig rekist á galla sem koma að spilun. Ég hef þurft að slökkva á leiknum og byrja upp á nýtt á verkefnum þar sem Rico festist. Í eitt skiptið festist ég utan á þyrlu sem ég ætlaði að ræna. Rico hætti við að ræna henn og ákvað þess að hanga bara utan á henni og án þess að ég gæti gert eitthvað í því. Ég veit ekki hvað ég beið lengi eftir því að meðlimir Black Hand skutu mig eða þyrluna en þrátt fyrir öll þeirra skot hitti enginn af viti. Þá hef ég einnig flogið á ósýnilegan vegg. Það var pirrandi. Samantekt-ish Sko. Hér veit ég ekki alveg hvað ég á að segja. Ég er mikill aðdáandi Just Cause 3, þó ég hafi aldrei spilað JC2, en því miður finnst mér ekki nægilega vell byggt á þeim góða grunni sem JC3 er. Þegar Just Cause 4 er góður, þá er hann þrususkemmtilegur. Það fer þó mikið í taugarnar á mér hve ókláraður leikurinn virkar og hve illa hann lítur út á köflum. Sum svæði virðast verri en önnur og það er ekkert í leiknum sem lítur jafn illa út og vatnið. Framleiðendur Avalanche þó haft tíma til að gera geggjað páskaegg og setja í leikinn. Svo lengi sem þú tekur leikinn ekki alvarlega, hefur gaman af því að sprengja drasl í loft upp og getur litið hjá ömurlegri stýringu, þá ættir þú ekki að verða fyrir vonbrigðum. Ég spilaði Just Cause 4 á PC með eintaki sem ég fékk frá innflytjendum leiksins. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Það má segja þó nokkra slæma hluti um Just Cause 4. Hann virkar ókláraður og er stútfullur af göllum, bæði göllum varðandi útlit og spilun. Leiknum til happs, þá er hann þó mjög skemmtilegur. Enda væri annað fáránlegt. Þetta er Just Cause leikur og þeir eiga að vera asnalegir og skemmtilegir. Rico Rodriguez, helsti andstæðingur einræðisherra, þyngdarlögmálsins og vindkælingar, er nú kominn til heimalands síns, Solíz. Þar etur hann kappi gegn generískum einræðisherra og fautum hans, sem heita Black Hand og hafa komið áður við sögu, og reynir að komast að sannleikanum um dauða föður síns. Til þess þarf Rico, eins og áður, að sprengja allt mögulegt í loft upp og byggja upp her táninga til að berjast gegn þrautþjálfuðum málaliðum. Einræðisherrann vondi og Black Hand búa þó yfir vopnum sem þeir nota til að breyta veðrinu og spilar það stóra rullu í JC4. Það sem Avalanche Studios hafa gert varðandi veðurvopn JC4 er hrein og tær snilld, þó það sé oft aulalegt. Það er mjög gaman að þjóta um himna Solís með fallhlíf og svifbúningi Rico en það er sérstaklega skemmtilegt þegar það er hvirfilbylur á eftir þér. Það mætti vera meira af þessu veðri í leiknum, því að langmestu leyti er ekkert veður á Solís. Maður þýtur bara um háloftin án nokkra vandræða. Leikurinn er skemmtilegur. Just Cause eru skemmtilegir leikir og þeir snúast um það að svífa um, sprengja drasl, skjóta drullusokka og hafa gaman af því. Rico á tæki (grappling hook) sem gerir honum kleift að þjóta á milli staða og jafnvel fljúga. Nú getur maður leikið sér enn frekar með þetta tæki og notað það til að sprengja upp drasl og drepa karla. Ég hef haft gaman af því að hengja vonda karla við ýmsa staði og blöðrur eða jafnvel setja þotuhreyfil á þá. Það er ansi margt í boði og endalaust af leiðum til að hrella útsendara Black Hand og íbúa Solís. Það er mjög gaman að hrella þá. Söguþráður JC4 er eins klisjukenndur og hann getur verið. Það skiptir í rauninni ekki máli heldur því leikurinn tekur sig alls ekki alvarlega og spilarar eiga svo sem ekki að gera það heldur. Það er þó verra að stór hluti verkefna leiksins eru nánast eins. Mér finnst eins og ég sé alltaf að gera sama hlutinn. Bjarga einhverju pakki úr fangelsi og keyra öðru pakki á milli staða til þess að horfa á þá skjóta út í loftið á meðan ég skýt vondu karlana. Ætli JC4 njóti sín ekki best þegar maður er að leika sér, einn. Ekkert að spá í verkefnum og öðru. Það eru þó gimsteinar sem eru þarna inn á milli og langflestir þeirra eru í aðal-sögunni. Nánast öll önnur verkefni eru...Hvað? Þau bara eru. Þau eru ekkert merkileg og eins og ég sagði áðan snúast yfirleitt um það sama. Sprengja þetta, kveikja á hinu og verja tölvu sem þú ert að stela gögnum úr, eða, bjarga þremur föngum, fylgja þeim í skjól og endurtaka tvisvar. Hvert svæði kortsins er eins. Rico þarf að ráðast á eina herstöð og takast á við hefðbundin, og oftar en ekki leiðinleg, verkefni. Svo þarf hann að sprengja fullt af drasli í loft upp, því þannig stækkar hann her sinn. Fyrir hverja bensíndælu sem Rico sprengir í loft upp er bóndi sem ákveður að verða uppreisnarseggur. Þennan her þarf svo að nota til að opna hvert svæði fyrir sig og eftir hvert svæði þarf að stækka herinn á ný. Þetta felur í sér ákveðið grind en það að sprengja drasl í loft upp í JC4 er eitthvað það skemmtilegasta við leikinn. Rico á mörg tól sem gera manni kleift að notast við ímyndunaraflið við að sprengja drasl en mikið rosalega sakna ég C4 sprengjanna sem Rico var með í JC3. Þá var einstaklega gaman að koma haug af þeim fyrir í einni stöð, taka á loft, svífa yfir stöðinni í fallhlíf og sprengja allt í loft upp. Nú er best að koma bara höndum yfir þyrlu og sprengja allt í drasl með henni. Rico á ferð og flugi.Avalanche Studios Snúum okkur þá að göllunum. Í fyrsta lagi, þá er ég búinn að vera að spila á PC og það hefur gengið hræðilega. Leikurinn Krassaði ítrekað og mér gekk mjög illa að spila hann. Við smá gúggl komst ég að því að fjölmargir aðrir voru í svipuðum vandræðum og ég. Ég fylgdi fjölmörgum leiðbeiningum og ekkert gekk, þar til ég rakst á oggulitla Redditfærslu sem bjargaði geðheilsu minni. Solís virkar sem mjög falleg eyja. Hún lítur þó á köflum ekki vel út og það er ekki nægilega mikið að gera á henni. Hún er gríðarlega stór og full af fólki. Það er þó engin sál þarna, ef svo má að orði komast. Heimurinn er tómlegur þó Rico sé umkringdur af fólki og persónur leiksins eru heilt yfir grunnar og lélegar. Enn sem komið er hef ég gaman af því að notast við svifbúning Rico en það á eftir að breytast. Hvað geri ég þá? JC4 býr yfir fullt af allskonar farartækjum eins og bílum, þyrlum, skriðdrekum og flugvélum. Sum eru flott og önnur eru ljót en öll eiga það sameiginlegt að það er nánast ómögulegt að stýra þeim almennilega með lyklaborði og þá sérstaklega flugvélum. Viðmót leiksins, User Interface, er sömuleiðis hræðilegt og alfarið hannað með leikjatölvur í huga. Það er svo sem ekkert slæmt en það var engin metnaður settur í að aðlaga það að lyklaborði og mús. Þar að auki virkar það óþarflega flókið. Auk útlitsgalla og krassa, þar sem leikurinn slekkur án sér án viðvörunar, hef ég einnig rekist á galla sem koma að spilun. Ég hef þurft að slökkva á leiknum og byrja upp á nýtt á verkefnum þar sem Rico festist. Í eitt skiptið festist ég utan á þyrlu sem ég ætlaði að ræna. Rico hætti við að ræna henn og ákvað þess að hanga bara utan á henni og án þess að ég gæti gert eitthvað í því. Ég veit ekki hvað ég beið lengi eftir því að meðlimir Black Hand skutu mig eða þyrluna en þrátt fyrir öll þeirra skot hitti enginn af viti. Þá hef ég einnig flogið á ósýnilegan vegg. Það var pirrandi. Samantekt-ish Sko. Hér veit ég ekki alveg hvað ég á að segja. Ég er mikill aðdáandi Just Cause 3, þó ég hafi aldrei spilað JC2, en því miður finnst mér ekki nægilega vell byggt á þeim góða grunni sem JC3 er. Þegar Just Cause 4 er góður, þá er hann þrususkemmtilegur. Það fer þó mikið í taugarnar á mér hve ókláraður leikurinn virkar og hve illa hann lítur út á köflum. Sum svæði virðast verri en önnur og það er ekkert í leiknum sem lítur jafn illa út og vatnið. Framleiðendur Avalanche þó haft tíma til að gera geggjað páskaegg og setja í leikinn. Svo lengi sem þú tekur leikinn ekki alvarlega, hefur gaman af því að sprengja drasl í loft upp og getur litið hjá ömurlegri stýringu, þá ættir þú ekki að verða fyrir vonbrigðum. Ég spilaði Just Cause 4 á PC með eintaki sem ég fékk frá innflytjendum leiksins.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira