Þróunarsamvinnuskýrsla OECD: Samhent átak svo enginn sitji eftir Heimsljós kynnir 11. desember 2018 11:30 Frá Úganda Gunnisal Enginn undanskilinn er eitt af leiðarljósum Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og meginviðfangsefni þróunarsamvinnuskýrslu OECD fyrir árið 2018 sem kom út í morgun. „Samhent átak svo enginn sitji eftir,“ er yfirheiti skýrslunnar en í henni segir að mikilvægur þáttur Heimsmarkmiðanna sé skuldbindingin um að ná þeim fyrir alla, skilja engan eftir og leitast við að ná fyrst til þeirra sem verst standa. Niðurstaða skýrsluhöfunda er sú að til að efna loforðið um að ná markmiðunum um sjálfbæra þróun fyrir alla, þar sem enginn er skilinn eftir, og ná fyrst til þeirra sem verst standa, dugi ekki að halda áfram óbreyttri þróunarsamvinnu. „Þeir sem veita aðstoð þurfa að ráðast í nýtt, skipulegt, kerfisbundið og samræmt átak til þess að aðlaga orðræðu sína, stjórnarhætti og fjármögnun í því skyni að hámarka bæði eigin árangur og sameiginlegan árangur allra,“ segir í skýrslunni.Í myndbandinu fjallar Ángel Gurría framkvæmdastjóri OECD um skýrsluna.Bent er á að í alþjóðlegu samhengi sé þeim árangi sem náðst hefur í þróunarmálum stefnt í voða, meðal annars vegna vaxandi ójöfnuðar og tíðari veðurfarstengdra áfalla. „Sýnilegri og brýnni áhersluþættir, sem ógna árangrinum af þróunarstarfi og umhverfinu, hafa sett aukinn þrýsting á stjórnvöld, alþjóðasamfélagið og samstarfsaðila í þróunarstarfi að bregðast við og laga sig að breytingum. Þessir aðilar standa nýju frammi fyrir skýrari þörf á því að endurskoða áætlanir sínar og fjárfestingar í viðleitninni til þess að uppræta fátækt, draga úr ójöfnuði og takast á við þá þætti sem valda þessari ógn við sjálfbæra þróun, sem mun hafa afleiðingar fyrir heimsbyggðina alla.“ Spurningunni um það hvað skuldbindingin um að skiljan engan eftir snúist um í raun er svarað á þennan hátt: „Í skýrslunni er viðurkennt að ekkert einhlítt svar sé til við þeirri spurningu en veitt alhliða yfirsýn yfir málið og vísað til þess að sérhvert aðildarríki Sameinuðu þjóðanna beri ábyrgð á framkvæmd aðgerðaráætlunarinnar til 2030 og viðleitninni til þess að ná markmiðunum um sjálfbæra þróun.“ Þá er staðhæft að skuldbindingin um að skilja engan eftir feli í sér grundvallarbreytingu á allri umfjöllun um sjálfbæra þróun í öllum löndum, líta beri til þess fólks sem ekki nær að njóta góðs af framförum af ýmsum ástæðum, og ná til þess fólks með sanngjarnri og sjálfbærri þróun sem taki til allra í þróunarríkjunum. Úrdráttur skýrslunnar er birtur á íslensku á vef OECD.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent
Enginn undanskilinn er eitt af leiðarljósum Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og meginviðfangsefni þróunarsamvinnuskýrslu OECD fyrir árið 2018 sem kom út í morgun. „Samhent átak svo enginn sitji eftir,“ er yfirheiti skýrslunnar en í henni segir að mikilvægur þáttur Heimsmarkmiðanna sé skuldbindingin um að ná þeim fyrir alla, skilja engan eftir og leitast við að ná fyrst til þeirra sem verst standa. Niðurstaða skýrsluhöfunda er sú að til að efna loforðið um að ná markmiðunum um sjálfbæra þróun fyrir alla, þar sem enginn er skilinn eftir, og ná fyrst til þeirra sem verst standa, dugi ekki að halda áfram óbreyttri þróunarsamvinnu. „Þeir sem veita aðstoð þurfa að ráðast í nýtt, skipulegt, kerfisbundið og samræmt átak til þess að aðlaga orðræðu sína, stjórnarhætti og fjármögnun í því skyni að hámarka bæði eigin árangur og sameiginlegan árangur allra,“ segir í skýrslunni.Í myndbandinu fjallar Ángel Gurría framkvæmdastjóri OECD um skýrsluna.Bent er á að í alþjóðlegu samhengi sé þeim árangi sem náðst hefur í þróunarmálum stefnt í voða, meðal annars vegna vaxandi ójöfnuðar og tíðari veðurfarstengdra áfalla. „Sýnilegri og brýnni áhersluþættir, sem ógna árangrinum af þróunarstarfi og umhverfinu, hafa sett aukinn þrýsting á stjórnvöld, alþjóðasamfélagið og samstarfsaðila í þróunarstarfi að bregðast við og laga sig að breytingum. Þessir aðilar standa nýju frammi fyrir skýrari þörf á því að endurskoða áætlanir sínar og fjárfestingar í viðleitninni til þess að uppræta fátækt, draga úr ójöfnuði og takast á við þá þætti sem valda þessari ógn við sjálfbæra þróun, sem mun hafa afleiðingar fyrir heimsbyggðina alla.“ Spurningunni um það hvað skuldbindingin um að skiljan engan eftir snúist um í raun er svarað á þennan hátt: „Í skýrslunni er viðurkennt að ekkert einhlítt svar sé til við þeirri spurningu en veitt alhliða yfirsýn yfir málið og vísað til þess að sérhvert aðildarríki Sameinuðu þjóðanna beri ábyrgð á framkvæmd aðgerðaráætlunarinnar til 2030 og viðleitninni til þess að ná markmiðunum um sjálfbæra þróun.“ Þá er staðhæft að skuldbindingin um að skilja engan eftir feli í sér grundvallarbreytingu á allri umfjöllun um sjálfbæra þróun í öllum löndum, líta beri til þess fólks sem ekki nær að njóta góðs af framförum af ýmsum ástæðum, og ná til þess fólks með sanngjarnri og sjálfbærri þróun sem taki til allra í þróunarríkjunum. Úrdráttur skýrslunnar er birtur á íslensku á vef OECD.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent