Alþjóðlegt fitness og vaxtarræktarmót í Höllinni: „Samkeppnin verður mjög hörð“ Stefán Árni Pálsson skrifar 11. desember 2018 14:30 Konráð þekki þennan bransa mjög vel. mynd/mummi lú „Þetta eru í raun fjögur alþjóðleg mót undir sama þaki ásamt vörusýningu,“ segir einkaþjálfarinn vinsæli Konráð Valur Gíslason sem stendur fyrir Iceland Open í fitness og vaxtarrækt í Laugardalshöllinni 15. desember. „Í fyrsta lagi erum við með Iceland Open IFBB pro qualifier mót. Þetta er alþjóðlegt fitness og vaxtarræktarmót þar sem heildarsigurvegurum úr hverjum flokki, sex samtals, býðst svo kallað pro-card. Pro-card þetta gefur keppenda kost á að keppa á stórum atvinnumannamótum eins og Olympia sem er stærsta fitness og vaxtarræktarmót heimsins. Á þessum stóru mótum eru peningaverðlaun og alvöru auglýsingasamningar í boði.“ Konráð segir að þú þegar séu fjöldi útlendinga skráðir til leiks frá hinum ýmsu löndum eins og Brasilíu, Mexíkó, Bandaríkjunum, Frakklandi, Írak og fleiri en þeir munu etja kappi við marga af okkar bestu keppendum. „Þarna verða ansi margir núverandi og fyrrverandi Íslands- og bikarmeistarar að fara að keppa og er nokkuð ljóst að samkeppnin verður mjög hörð. Fjöldi keppenda stefnir í 150 sem gerir þetta að mjög fjölmennu móti.“Búast má við hörkuhelgi í Höllinni.myndir/mummi lúDómnefndin kemur öll erlendis frá og segir Konni að fróðlegt verði að sjá hvernig við Íslendingar stöndum á móti þessum gríðarlega sterku erlendu keppendum.Fjallið mætir „Svo verður Thor’s powerlifting challenge þar sem að keppt verður í kraftlyftingum. Mér skilst að þetta sé í fyrsta skipti sem Fjallið Hafþór Júlíus Björnsson keppir í hefðbundnum kraftlyftingum en hingað til hefur hann verið að keppa í aflraunum, og hann ætlar að reyna við svakalegar lyftur og því hefur heyrst hvíslað að það eigi að reyna við einhver met. Kirill Sarychev sem er heimsmethafinn í bekkpressu í svokölluðum RAW flokki ætlar að lyfta yfir 300 kíló í bekkpressu.“ Konráð segir að einnig verði keppt í Nocco áskorununni sem sé þrautabraut í anda crossfit þar sem keppt verðu í 12 æfingum á tíma. Keppt verður í einstaklingskeppni, parakeppni og einstaklingskeppni. „Að lokum er svo Mjölnir Bjj nogi mót þar sem keppt verður í brasilian jui jitsu án galla. Mjölnir sér um að halda utan um það mót og erum við að vonast til að sjá sem flesta keppendur úr öllum bardagaklúbbum landsins,“ segir Konni en einnig verður sölusýning af allskyns vörum tengdum heilsurækt í Laugardalshöllinni. Aflraunir Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Sjá meira
„Þetta eru í raun fjögur alþjóðleg mót undir sama þaki ásamt vörusýningu,“ segir einkaþjálfarinn vinsæli Konráð Valur Gíslason sem stendur fyrir Iceland Open í fitness og vaxtarrækt í Laugardalshöllinni 15. desember. „Í fyrsta lagi erum við með Iceland Open IFBB pro qualifier mót. Þetta er alþjóðlegt fitness og vaxtarræktarmót þar sem heildarsigurvegurum úr hverjum flokki, sex samtals, býðst svo kallað pro-card. Pro-card þetta gefur keppenda kost á að keppa á stórum atvinnumannamótum eins og Olympia sem er stærsta fitness og vaxtarræktarmót heimsins. Á þessum stóru mótum eru peningaverðlaun og alvöru auglýsingasamningar í boði.“ Konráð segir að þú þegar séu fjöldi útlendinga skráðir til leiks frá hinum ýmsu löndum eins og Brasilíu, Mexíkó, Bandaríkjunum, Frakklandi, Írak og fleiri en þeir munu etja kappi við marga af okkar bestu keppendum. „Þarna verða ansi margir núverandi og fyrrverandi Íslands- og bikarmeistarar að fara að keppa og er nokkuð ljóst að samkeppnin verður mjög hörð. Fjöldi keppenda stefnir í 150 sem gerir þetta að mjög fjölmennu móti.“Búast má við hörkuhelgi í Höllinni.myndir/mummi lúDómnefndin kemur öll erlendis frá og segir Konni að fróðlegt verði að sjá hvernig við Íslendingar stöndum á móti þessum gríðarlega sterku erlendu keppendum.Fjallið mætir „Svo verður Thor’s powerlifting challenge þar sem að keppt verður í kraftlyftingum. Mér skilst að þetta sé í fyrsta skipti sem Fjallið Hafþór Júlíus Björnsson keppir í hefðbundnum kraftlyftingum en hingað til hefur hann verið að keppa í aflraunum, og hann ætlar að reyna við svakalegar lyftur og því hefur heyrst hvíslað að það eigi að reyna við einhver met. Kirill Sarychev sem er heimsmethafinn í bekkpressu í svokölluðum RAW flokki ætlar að lyfta yfir 300 kíló í bekkpressu.“ Konráð segir að einnig verði keppt í Nocco áskorununni sem sé þrautabraut í anda crossfit þar sem keppt verðu í 12 æfingum á tíma. Keppt verður í einstaklingskeppni, parakeppni og einstaklingskeppni. „Að lokum er svo Mjölnir Bjj nogi mót þar sem keppt verður í brasilian jui jitsu án galla. Mjölnir sér um að halda utan um það mót og erum við að vonast til að sjá sem flesta keppendur úr öllum bardagaklúbbum landsins,“ segir Konni en einnig verður sölusýning af allskyns vörum tengdum heilsurækt í Laugardalshöllinni.
Aflraunir Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Sjá meira