Viðra þá hugmynd að sleppa kynni á Óskarnum: „Þau eru að tapa sér“ Birgir Olgeirsson skrifar 10. desember 2018 23:48 Óskarsverðlaunaakademían sögð í örvæntingafullri leit að kynni. Vísir/Getty Bandaríska kvikmyndaakademían reynir nú hvað hún getur að finna nýjan kynni á komandi Óskarsverðlaunahátíð eftir að grínistinn Kevin Hart sagði sig frá starfinu. Var Hart krafinn um að biðjast afsökunar og sýna einlæga iðrun vegna brandara sem hann hafði látið falla fyrir nokkrum árum sem þóttu meiðandi í garð hinsegin fólks. Hart sendi frá sér yfirlýsingu síðastliðinn fimmtudag þar sem hann minntist á þessa brandara og sagðist hafa tekið miklum þroska frá því hann lét þá falla, en baðst ekki afsökunar. Hann ákvað í kjölfarið að hafna alfarið boði kvikmyndaakademíunnar um að kynna Óskarsverðlaunahátíðina. „Þau eru að tapa sér,“ hefur bandaríski vefurinn Variety eftir umboðsmanni sem hefur mikil ítök í bransanum vestanhafs. Hann sagði þetta þegar hann var spurður hvernig leit akademíunnar gengur að nýjum kynni. Vildi hann aðeins tjá sig um málið undir nafnleynd. Óskarsverðlaunahátíðin virðist skipta almenning minna og minna máli. Áhorfið á hátíðina hefur hrapað undanfarin ár, en í fyrra horfðu tæpar 26 milljónir manna á hátíðina, en áhorfendum fækkaði um 19 prósent á milli ára og hefur farið minnkandi á undanförnum árum. Akademían er sögð horfa til þekktra sjónvarpsstjarna til að taka við þessu hlutverki á hátíðinni, og hafa nöfn kynna á borð við Jimmy Kimmel og Jimmy Fallon verið nefnd í því samhengi. Þá hefur einnig verið rætt, samkvæmt heimildum Variety, að hafa engan kynni á hátíðinni. Þess í stað yrði horft til skemmtiþáttarins Saturday Night Live og reynt að fá hóp stórstjarna til að skiptast á að kynna næsta dagskrárlið. Óskarsverðlaunin verða veitt 24. febrúar næstkomandi. Tengdar fréttir Kemur Hart til varnar með því að benda á gömul tíst frá kvenkyns grínistum Bandaríski leikarinn og grínistinn Nick Cannon virðist hafa komið Kevin Hart, kollega hans, til varnar á Twitter eftir að þeim síðarnefnda var sparkað sem kynnir Óskarsverðlaunanna á næsta ári. 9. desember 2018 21:30 Verður kynnir á Óskarsverðlaunahátíðinni Bandaríski leikarinn og grínistinn Kevin Hart verður kynnir á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fer á næsta ári. 5. desember 2018 08:49 Kevin Hart hættir sem Óskarskynnir vegna umdeildra ummæla um samkynhneigða Bandaríski leikarinn og grínistinn Kevin Hart hefur tilkynnt að hann muni ekki vera kynnir á Óskarsverðlaunum á næsta ári eins og til stóð. 7. desember 2018 07:45 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Bandaríska kvikmyndaakademían reynir nú hvað hún getur að finna nýjan kynni á komandi Óskarsverðlaunahátíð eftir að grínistinn Kevin Hart sagði sig frá starfinu. Var Hart krafinn um að biðjast afsökunar og sýna einlæga iðrun vegna brandara sem hann hafði látið falla fyrir nokkrum árum sem þóttu meiðandi í garð hinsegin fólks. Hart sendi frá sér yfirlýsingu síðastliðinn fimmtudag þar sem hann minntist á þessa brandara og sagðist hafa tekið miklum þroska frá því hann lét þá falla, en baðst ekki afsökunar. Hann ákvað í kjölfarið að hafna alfarið boði kvikmyndaakademíunnar um að kynna Óskarsverðlaunahátíðina. „Þau eru að tapa sér,“ hefur bandaríski vefurinn Variety eftir umboðsmanni sem hefur mikil ítök í bransanum vestanhafs. Hann sagði þetta þegar hann var spurður hvernig leit akademíunnar gengur að nýjum kynni. Vildi hann aðeins tjá sig um málið undir nafnleynd. Óskarsverðlaunahátíðin virðist skipta almenning minna og minna máli. Áhorfið á hátíðina hefur hrapað undanfarin ár, en í fyrra horfðu tæpar 26 milljónir manna á hátíðina, en áhorfendum fækkaði um 19 prósent á milli ára og hefur farið minnkandi á undanförnum árum. Akademían er sögð horfa til þekktra sjónvarpsstjarna til að taka við þessu hlutverki á hátíðinni, og hafa nöfn kynna á borð við Jimmy Kimmel og Jimmy Fallon verið nefnd í því samhengi. Þá hefur einnig verið rætt, samkvæmt heimildum Variety, að hafa engan kynni á hátíðinni. Þess í stað yrði horft til skemmtiþáttarins Saturday Night Live og reynt að fá hóp stórstjarna til að skiptast á að kynna næsta dagskrárlið. Óskarsverðlaunin verða veitt 24. febrúar næstkomandi.
Tengdar fréttir Kemur Hart til varnar með því að benda á gömul tíst frá kvenkyns grínistum Bandaríski leikarinn og grínistinn Nick Cannon virðist hafa komið Kevin Hart, kollega hans, til varnar á Twitter eftir að þeim síðarnefnda var sparkað sem kynnir Óskarsverðlaunanna á næsta ári. 9. desember 2018 21:30 Verður kynnir á Óskarsverðlaunahátíðinni Bandaríski leikarinn og grínistinn Kevin Hart verður kynnir á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fer á næsta ári. 5. desember 2018 08:49 Kevin Hart hættir sem Óskarskynnir vegna umdeildra ummæla um samkynhneigða Bandaríski leikarinn og grínistinn Kevin Hart hefur tilkynnt að hann muni ekki vera kynnir á Óskarsverðlaunum á næsta ári eins og til stóð. 7. desember 2018 07:45 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Kemur Hart til varnar með því að benda á gömul tíst frá kvenkyns grínistum Bandaríski leikarinn og grínistinn Nick Cannon virðist hafa komið Kevin Hart, kollega hans, til varnar á Twitter eftir að þeim síðarnefnda var sparkað sem kynnir Óskarsverðlaunanna á næsta ári. 9. desember 2018 21:30
Verður kynnir á Óskarsverðlaunahátíðinni Bandaríski leikarinn og grínistinn Kevin Hart verður kynnir á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fer á næsta ári. 5. desember 2018 08:49
Kevin Hart hættir sem Óskarskynnir vegna umdeildra ummæla um samkynhneigða Bandaríski leikarinn og grínistinn Kevin Hart hefur tilkynnt að hann muni ekki vera kynnir á Óskarsverðlaunum á næsta ári eins og til stóð. 7. desember 2018 07:45