Jói Berg sneri aftur í byrjunarlið Burnley sem vann loksins

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson er afar mikilvægur fyrir Burnley
Jóhann Berg Guðmundsson er afar mikilvægur fyrir Burnley vísir/getty
Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson var mættur aftur í byrjunarlið Burnley þegar liðið fékk West Ham í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í dag. 

Jóhann Berg hefur verið fjarverandi vegna meiðsla að undanförnu og Burnley verið í frjálsu falli á meðan en liðið vann síðast leik þann 8.desember gegn Brighton, sem var einmitt leikurinn sem Jói meiddist í.

Innkoma Jóa hafði heldur betur góð áhrif á liðið því Burnley vann öruggan sigur á West Ham, 2-0, þar sem heimamenn lögðu grunninn að sigrinum á fyrsta hálftímanum.

Chris Wood kom Burnley yfir á 15.mínútu og Dwight McNeil tvöfaldaði forystuna eftir rúmlega hálftíma leik.

Jóhann Berg spilaði allan leikinn fyrir Burnley sem er enn í fallsæti en nú með jafnmörg stig og Southampton í 17.sæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira