Eitt mark skildi Palace og Chelsea að í Lundúnarslagnum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Eden Hazard.
Eden Hazard. getty/Richard Heathcote
N´Golo Kante skoraði eina mark leiksins þegar Chelsea heimsótti Crystal Palace á Selhurst Park í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Markið kom í upphafi síðari hálfleiks þegar Kante átti gott hlaup inn fyrir vörn Palace, fékk góða sendingu frá David Luiz og kláraði færi af stakri prýði framhjá Vincent Guaita í marki Palace.

Þó aðeins eitt mark hafi skilið liðin að má segja að sigur Chelsea hafi verið mjög verðskuldaður því heimamenn ógnuðu Kepa, markverði Chelsea, ekki að neinu viti frá upphafi til enda.

Chelsea styrkir þar með stöðu sína í 4.sæti ensku úrvalsdeildarinnar en Crystal Palace er í 14.sæti með nítján stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira