Tottenham missteig sig í toppbaráttunni eftir tap gegn Úlfunum

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Helder Costa innsiglaði sigur Úlfanna gegn Tottenham
Helder Costa innsiglaði sigur Úlfanna gegn Tottenham vísir/getty
Tottenham missti af mikilvægum þremur stigum í toppbaráttunni eftir óvænt tap á heimavelli gegn Wolves.



Það byrjaði vel þegar Harry Kane kom Tottenham yfir með frábæru marki á 22. mínútu og var það eina sem skildu liðin af í hálfleik.



Það voru hins vegar nýliðarnir í Wolves sem gengu á lagið í seinni hálfleik.



Wolves jafnaði leikinn á 72. mínútu leiksins en það gerði Willy Boly.



Raul Jimenez kom gestunum yfir á 83. mínútu og það var svo Helder Costa sem innsiglaði frábæran sigur Úlfana á Tottenham.



Tottenham náði því ekki að minnka forskot Liverpool á toppi deildarinnar en með sigri á Arsenal í dag getur Liverpool náð níu stiga forskoti á toppi deildarinnar.



Wolves er hins vegar komið í 8. sæti deildarinnar með sigrinum á Wembley og hefur heldur betur blandað sér í Evrópudeildarbaráttuna.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira