Söfnuðu 47,5 milljónum til hjálparstarfs í Jemen Heimsljós kynnir 28. desember 2018 10:15 WFP/Jonathan Dumont Í gær lauk neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi vegna neyðarástands í Jemen. Söfnunin sem hófst í byrjun nóvember gekk framar vonum og nemur framlag Rauða krossins alls um 47,5 milljónum króna sem fer til lífsbjargandi hjálparstarfs í Jemen. Frá þessu er sagt á vefsíðu Rauða krossins. „Við erum svo ótrúlega ánægð með framlag almennings sem sýnir að fólk á Íslandi lætur sig neyð fólks annars staðar svo sannarlega varða,“ er haft eftir Atla Viðari Thorstensen, sviðsstjóra hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins. „Við höfum fengið framlög frá innlendum félögum, fólk hefur gefið í neyðarsöfnunina í stað þess að gefa jólagjafir, börn hafa safnað peningum með hlutaveltu og einstaklingar hafa gefið afrakstur vinnu sinnar til neyðarsöfnunarinnar eins og hún Magnea Sif Agnarsdóttir hárgreiðslukona á Skugga hárgreiðslustofu gerði þegar hún afhenti Rauða krossinum yfir 70 þúsund krónur. Ef þetta er ekki sannur jólaandi og samhugur í verki þá veit ég ekki hvað. Þá viljum við einnig þakka utanríkisráðuneytinu sérstaklega fyrir þeirra stuðning en framlag ráðuneytisins er í einu orði sagt frábært.“ Söfnunarféð samanstendur af framlagi almennings og Rauða kross deilda og nærsamfélaga þeirra um land allt samtals 15,5 milljónum, framlagi utanríkisráðuneytisins upp á 21 milljón og svo tíu milljóna framlagi Mannvina Rauða krossins á Íslandi. Ákveðið var að framlengja neyðarsöfnun Rauða krossins fram yfir jól þar sem stríðandi fylkingar undirrituðu nýverið samning um vopnahlé sem gildir í hafnarborginni Hodeida. „Við bindum miklar vonir við að friður komist á og að raunverulegt uppbyggingarstarf geti hafist en áður en svo getur orðið þarf að bregðast við með lífsbjargandi mannúðaraðstoð og þess vegna kemur framlagið frá Íslandi á svo mikilvægum tíma“, segir Atli sem vonar að aðgengi hjálparsamtaka að þolendum átaka aukist nú frá því sem áður var. „Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn eru landsdekkandi og hefur aðstoðin ekki aðeins miðast við stærstu borgir og bæi líkt og algengt er því vegna sérstöðu sinnar hefur hreyfingin haft aðgengi að stöðum þar sem fá eða engin önnur alþjóðleg samtök og stofnanir hafa geta komið til móts við þolendur átaka og hungurs.“ Hafnarborgin Hodeida gegnir lykilhlutverki við að koma bráðnauðsynlegum hjálpargögnum til íbúa Jemen en átök í borginni hafa lengi lokað mikilvægustu flutningsleiðum inn í landið. Allt kapp verður nú lagt á að koma hjálpargögnum og nauðsynlegri aðstoð til íbúa Jemen sem þjást vegna langvarandi átaka, fæðuskorts, útbreiðslu sjúkdóma, lélegs aðgengi að heilsugæslu og hreinu vatni, og skorts á helstu nauðsynjavörum. Upphæðinni sem hefur safnast mun verða komið áleiðis til Alþjóðaráðs Rauða krossins sem starfar á svæðinu í samstarfi við jemenska Rauða hálfmánann. Þrír sendifulltrúar Rauða krossins á Íslandi hafa starfað við hjálparstarf Alþjóðaráðs Rauða krossins í Jemen og þar af einn sem hefur farið til Jemen í þrígang og séð hvernig ástandið hefur farið versnandi eftir því sem á átökin leið.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Hjálparstarf Þróunarsamvinna Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent
Í gær lauk neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi vegna neyðarástands í Jemen. Söfnunin sem hófst í byrjun nóvember gekk framar vonum og nemur framlag Rauða krossins alls um 47,5 milljónum króna sem fer til lífsbjargandi hjálparstarfs í Jemen. Frá þessu er sagt á vefsíðu Rauða krossins. „Við erum svo ótrúlega ánægð með framlag almennings sem sýnir að fólk á Íslandi lætur sig neyð fólks annars staðar svo sannarlega varða,“ er haft eftir Atla Viðari Thorstensen, sviðsstjóra hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins. „Við höfum fengið framlög frá innlendum félögum, fólk hefur gefið í neyðarsöfnunina í stað þess að gefa jólagjafir, börn hafa safnað peningum með hlutaveltu og einstaklingar hafa gefið afrakstur vinnu sinnar til neyðarsöfnunarinnar eins og hún Magnea Sif Agnarsdóttir hárgreiðslukona á Skugga hárgreiðslustofu gerði þegar hún afhenti Rauða krossinum yfir 70 þúsund krónur. Ef þetta er ekki sannur jólaandi og samhugur í verki þá veit ég ekki hvað. Þá viljum við einnig þakka utanríkisráðuneytinu sérstaklega fyrir þeirra stuðning en framlag ráðuneytisins er í einu orði sagt frábært.“ Söfnunarféð samanstendur af framlagi almennings og Rauða kross deilda og nærsamfélaga þeirra um land allt samtals 15,5 milljónum, framlagi utanríkisráðuneytisins upp á 21 milljón og svo tíu milljóna framlagi Mannvina Rauða krossins á Íslandi. Ákveðið var að framlengja neyðarsöfnun Rauða krossins fram yfir jól þar sem stríðandi fylkingar undirrituðu nýverið samning um vopnahlé sem gildir í hafnarborginni Hodeida. „Við bindum miklar vonir við að friður komist á og að raunverulegt uppbyggingarstarf geti hafist en áður en svo getur orðið þarf að bregðast við með lífsbjargandi mannúðaraðstoð og þess vegna kemur framlagið frá Íslandi á svo mikilvægum tíma“, segir Atli sem vonar að aðgengi hjálparsamtaka að þolendum átaka aukist nú frá því sem áður var. „Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn eru landsdekkandi og hefur aðstoðin ekki aðeins miðast við stærstu borgir og bæi líkt og algengt er því vegna sérstöðu sinnar hefur hreyfingin haft aðgengi að stöðum þar sem fá eða engin önnur alþjóðleg samtök og stofnanir hafa geta komið til móts við þolendur átaka og hungurs.“ Hafnarborgin Hodeida gegnir lykilhlutverki við að koma bráðnauðsynlegum hjálpargögnum til íbúa Jemen en átök í borginni hafa lengi lokað mikilvægustu flutningsleiðum inn í landið. Allt kapp verður nú lagt á að koma hjálpargögnum og nauðsynlegri aðstoð til íbúa Jemen sem þjást vegna langvarandi átaka, fæðuskorts, útbreiðslu sjúkdóma, lélegs aðgengi að heilsugæslu og hreinu vatni, og skorts á helstu nauðsynjavörum. Upphæðinni sem hefur safnast mun verða komið áleiðis til Alþjóðaráðs Rauða krossins sem starfar á svæðinu í samstarfi við jemenska Rauða hálfmánann. Þrír sendifulltrúar Rauða krossins á Íslandi hafa starfað við hjálparstarf Alþjóðaráðs Rauða krossins í Jemen og þar af einn sem hefur farið til Jemen í þrígang og séð hvernig ástandið hefur farið versnandi eftir því sem á átökin leið.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Hjálparstarf Þróunarsamvinna Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent