Palace skellti City | Úrslit úr öllum leikjunum

Dagur Lárusson skrifar
Androw Townsend skoraði mark tímabilsins til þessa.
Androw Townsend skoraði mark tímabilsins til þessa. vísir/getty
Crystal Palace kom öllum að óvörum og skellti Englandsmeisturum Manchester City á þeirra eigin heimavelli 3-2 í ensku úrvalsdeildinni í dag.

 

Það var Ikay Gundogan sem kom City yfir um miðbik fyrri hálfleiksins eftir flotta fyrirgjöf frá Fabian Delph.

 

Sú forysta dugði þó stutt þar sem aðeins tíu mínútum seinna var Crystal Palace búið að jafna en það gerði Jeffrey Schlupp með laglegu skoti framhjá Ederson í markinu.

 

Eftir jöfnunarmarkið virkuðu leikmenn City heldur skelkaðir og var spilamennskan ekki alveg nægilega góð. Á meðan voru liðsmenn Palace fullir sjálfstraust og fengu aukaspyrnu fyrir utan teig. Liðsmenn City komu boltanum frá en beint á Andros Townsend sem tók boltann á lofti og skoraði án efa flottasta mark tímabilsins til þess, magnað mark.

 

Staðan var því 1-2 í hálfleiknum, öllum að óvörum en þá var komið að seinni hálfleiknum.

 

City byrjaði fyrri hálfleikinn að miklum krafti og sótti stíft en liðsmenn Palace vörðust þó vel og komu boltanum vel fram völlinn á Wilfried Zaha og náðu þeir nokkrum góðum skyndisóknum. 

 

Það var eftir eina af þessum skyndisóknum þar sem Andros Townsend átti skalla í stöng, boltinn hrökk út í teig þar sem Kyle Walker teygði sig í hann en um leið felldi leikmann Palace og dæmd var vítaspyrna. Á punktinn steig Milivojevic og skoraði hann af miklu öryggi og kom Palace í 1-3.

 

Eftir þetta mark ákvað Pep að nýta öll vopn sín af bekknum og setti inn Kevin De Bruyne, Sergio Aguero og Riyad Mahrez. Þrátt fyrir þessar skiptingar þá opnaðist vörn Palace ekkert frekar.

 

Það var ekki fyrr en á 85. mínútu þar sem Kevin De Bruyne ætlaði sér að gefa fyrir en rataði boltinn beint í netið og minnkaði hann þar með forystu Palace.

 

Liðsmenn City reyndu hvað þeir gátu að jafna metin en allt kom fyrir ekki og því magnaður sigur Palace staðreynd og eflaust margir Liverpool stuðningsmenn sem fagna þessum úrslitum.

 

Í öðrum leikjum er það helst að Southampton hélt áfram sigurgöngu sinni undir Hasenhuttl er liðið bar sigurorð á Hudderfield þar sem Danny Ings var á skotskónum. Watford stöðvaði síðan sigurgöngu West Ham með 2-0 sigri á London Stadium. Úrslit úr öllum leikjunum má sjá hér að neðan.

 

Úrslit dagsins:

 

Bournemouth 2-0 Brighton

Chelsea 0-1 Leicester

Huddersfield 1-3 Southampton

Manchester City 2-3 Crystal Palace

Newcastle 0-0 Fulham

West Ham 0-2 Watford

 



 



 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira