Lífið

Tíu setningar úr íslenskum jólalögum sem eru vannýttar á Instagram

Stefán Árni Pálsson skrifar
Við Íslendingar eigum frábær jólalög. Um að gera að nota þau.
Við Íslendingar eigum frábær jólalög. Um að gera að nota þau.
Íslensk jólalög heyrast um þessar mundir út um allt. Margir hlusta á fjölmörg lög á hverjum degi og þá bæði íslensk og erlend jólalög. 

Í desember rignir einnig inn myndum á Instagram og Lífið ákvað því að aðstoða fólk við myndamerkingar þar sem sniðugt væri að nota textabrot úr íslensku jólalagi við mynd.

Hér að neðan má kynna sér samantekt jólasérfræðinga Vísis í þessum málum.

1. Flugfreyjumyndin, þessi týpíska inni í hreyflinum: „Hugurinn fer hærra“ - Hugurinn fer hærra - Frostrósir.

2. Próflokamyndin - „Út með illsku og hatur, inn með gleði og frið.“ - Gleði og friðarjól

3. Hópmyndin - „Ég á heima á Hlælandi“ - Gekk ég yfir sjó og land

4. Þynnkumyndin eftir gott jóladjamm - „Nóttin var sú ágæt ein, í allri veröld ljósið skein“ - Lag: Sigvaldi Kaldalóns - Texti: Einar Sigurðsson.

5. Baggalútstónleikarnir - „Uppþembdur af uppseldum jólabjór. Með allra þjóða kjötvörum ég drýgt hef stöðugt hór.“ - Nú mega jólin fara fyrir mér - Baggalútur.

6. - Paramynd 1 - „Sælli börn nú sjaldgæft er að finna“ - Hátíð í bæ.

7. - Paramynd 2 - „Og mamma og pabbi glotta í laumi í kampinn“ - Jólahjól með Sniglabandinu.

8. - Ræktarmynd að morgni - „Þú þarft að flýta þér á fætur sérhvern dag“ - Nei nei, ekki um jólin - HLH-flokkurinn.

9. - Kósý kertamyndin - „Í myrkri og kulda´ er gott að hlýja sér“ - Eitt lítið jólalag með Birgittu Haukdal.

10. - Á Lækjartorgi eftir að hafa verslað á Laugaveginum - „Enginn lendir í jólakettinum allir fá nýja flík“ - Jólasveinninn minn með Ómari Ragnarssyni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.