Fimmfaldur Ólympíumeistari hættir 23 ára: „Tilbúin að sleppa við sársauka á hverjum degi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2018 23:00 Missy Franklin með eitt af fimm Ólympíugullum sínum. Vísir/Getty Sundkonan Missy Franklin hefur synt sitt síðasta keppnissund þrátt fyrir að vera ekki búin að halda upp á 24 ára afmælisdaginn sinn. Hún tilkynnti um endalok ferilsins í bréfi sem hún skrifaði og ESPN birti á vef sínum."It's hard to know where to begin, but I feel confident and fulfilled in how it will end, and that's all I could ever ask for."@missyfranklin explains why now is the time for her to retire: https://t.co/ohSliKHxIU — espnW (@espnW) December 19, 2018Missy Franklin var ein af mestu gullkálfum Ólympíuleikanna í London 2012 þar sem hún vann fern gullverðlaun í sundi en hún hefur verið að glíma við axlarmeiðsli síðan í apríl 2016. Þegar Franklin fór fjórum sinnum upp á pall í London þá var hún aðeins sautján ára og áhugamaður. Hún vann sex gullverðlaun á HM árið eftir og var kosin íþróttakona ársins hjá Laureus árið 2014. Axlarmeiðslin eiga mikinn þátt í því að hún segir þetta komið gott. Hún hefur veruið að glíma við þau í næstum því þrjú ár og að auki hefur hún átt í baráttu við þunglyndi og aðra andlega kvilla. Missy Franklin skrifaði „kveðjubréf“ sem ESPN birti. „Ég fór að átta mig á því að minn stærsti draumur, stærri en að vinna Ólympíugull, var alltaf að verða mamma,“ skrifaði Missy Franklin.American women with 4 golds in one Olympics (any sport): Amy Van Dyken, '96 Missy Franklin, '12 Katie Ledecky, '16 pic.twitter.com/Ri9fWk9TBx — ESPN (@espn) August 13, 2016Missy Franklin sagði í bréfinu sínu að sundið hafi verið hennar fyrsta ást og að fyrstu átján árin hafi verið fullkomin. Pressan var hinsvegar mikil fyrir Ólympíuleikanna í Ríó 2016 og axlarmeiðslin bættust síðan ofan á það. „Ég hef opnað mig um það sem ég gekk í gegnum fyrir Ólympíuleikana 2016. Ég fann sársauka í öxlinni í hvert skipti sem ég æfði en var líka að glíma við þunglyndi, kvíða og svefnleysi. Ég æfði áfram þrátt fyrir allan þennan líkamlega og andlega sársauka og hélt höfðinu hátt,“ skrifaði Franklin.11-Time World Champ Missy Franklin Retires https://t.co/3RnvrsQFXB — SwimSwam (@swimswamnews) December 19, 2018„Þegar ég lít til baka þá var það mesta afrekið á mínum ferli að komast í gegnum þessa átta daga í Ríó,“ skrifaði Franklin. Franklin vann sitt fimmta og síðasta Ólympíugull í Ríó en það vann hún með boðsundssveit Bandaríkjanna í 4 x 200 metra skriðsundi. Franklin fór í aðgerð á báðum öxlum í janúar og febrúar 2017. Hún fór í gegnum allskonar sjúkrþjálfun og meðferðir í framhaldinu en ekkert hjálpaði. „Það tók mig langan tíma að geta sagt þessi orð en ég er hætt. Ég er tilbúin að hætta núna. Ég er núna tilbúin að sleppa við sársauka á hverjum degi. Ég er tilbúin að verða eiginkona og seinna móðir,“ skrifaði Franklin.Simply put, thank you, Missy! Your impact on our sport - in and out of the pool - is immeasurable. In her own words @missyfranklin explains her retirement from competitive swimming: https://t.co/Pt9XGXZmx1pic.twitter.com/4QO2Je2kHw — USA Swimming (@USASwimming) December 19, 2018 Ólympíuleikar Sund Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Fleiri fréttir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Enn í fýlu: Vill ekki fórna fríinu og finnst óspennandi að keppa í Hollandi Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Dagur og Aron mætast í kvöld og gætu mætt Íslandi Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Svona verður Ísland heimsmeistari Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Karfan er æði en lífið er skítt“ „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Dagskráin í dag: Akureyringar mæta á Krókinn, þýski boltinn og Körfuboltakvöld Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Sjá meira
Sundkonan Missy Franklin hefur synt sitt síðasta keppnissund þrátt fyrir að vera ekki búin að halda upp á 24 ára afmælisdaginn sinn. Hún tilkynnti um endalok ferilsins í bréfi sem hún skrifaði og ESPN birti á vef sínum."It's hard to know where to begin, but I feel confident and fulfilled in how it will end, and that's all I could ever ask for."@missyfranklin explains why now is the time for her to retire: https://t.co/ohSliKHxIU — espnW (@espnW) December 19, 2018Missy Franklin var ein af mestu gullkálfum Ólympíuleikanna í London 2012 þar sem hún vann fern gullverðlaun í sundi en hún hefur verið að glíma við axlarmeiðsli síðan í apríl 2016. Þegar Franklin fór fjórum sinnum upp á pall í London þá var hún aðeins sautján ára og áhugamaður. Hún vann sex gullverðlaun á HM árið eftir og var kosin íþróttakona ársins hjá Laureus árið 2014. Axlarmeiðslin eiga mikinn þátt í því að hún segir þetta komið gott. Hún hefur veruið að glíma við þau í næstum því þrjú ár og að auki hefur hún átt í baráttu við þunglyndi og aðra andlega kvilla. Missy Franklin skrifaði „kveðjubréf“ sem ESPN birti. „Ég fór að átta mig á því að minn stærsti draumur, stærri en að vinna Ólympíugull, var alltaf að verða mamma,“ skrifaði Missy Franklin.American women with 4 golds in one Olympics (any sport): Amy Van Dyken, '96 Missy Franklin, '12 Katie Ledecky, '16 pic.twitter.com/Ri9fWk9TBx — ESPN (@espn) August 13, 2016Missy Franklin sagði í bréfinu sínu að sundið hafi verið hennar fyrsta ást og að fyrstu átján árin hafi verið fullkomin. Pressan var hinsvegar mikil fyrir Ólympíuleikanna í Ríó 2016 og axlarmeiðslin bættust síðan ofan á það. „Ég hef opnað mig um það sem ég gekk í gegnum fyrir Ólympíuleikana 2016. Ég fann sársauka í öxlinni í hvert skipti sem ég æfði en var líka að glíma við þunglyndi, kvíða og svefnleysi. Ég æfði áfram þrátt fyrir allan þennan líkamlega og andlega sársauka og hélt höfðinu hátt,“ skrifaði Franklin.11-Time World Champ Missy Franklin Retires https://t.co/3RnvrsQFXB — SwimSwam (@swimswamnews) December 19, 2018„Þegar ég lít til baka þá var það mesta afrekið á mínum ferli að komast í gegnum þessa átta daga í Ríó,“ skrifaði Franklin. Franklin vann sitt fimmta og síðasta Ólympíugull í Ríó en það vann hún með boðsundssveit Bandaríkjanna í 4 x 200 metra skriðsundi. Franklin fór í aðgerð á báðum öxlum í janúar og febrúar 2017. Hún fór í gegnum allskonar sjúkrþjálfun og meðferðir í framhaldinu en ekkert hjálpaði. „Það tók mig langan tíma að geta sagt þessi orð en ég er hætt. Ég er tilbúin að hætta núna. Ég er núna tilbúin að sleppa við sársauka á hverjum degi. Ég er tilbúin að verða eiginkona og seinna móðir,“ skrifaði Franklin.Simply put, thank you, Missy! Your impact on our sport - in and out of the pool - is immeasurable. In her own words @missyfranklin explains her retirement from competitive swimming: https://t.co/Pt9XGXZmx1pic.twitter.com/4QO2Je2kHw — USA Swimming (@USASwimming) December 19, 2018
Ólympíuleikar Sund Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Fleiri fréttir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Enn í fýlu: Vill ekki fórna fríinu og finnst óspennandi að keppa í Hollandi Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Dagur og Aron mætast í kvöld og gætu mætt Íslandi Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Svona verður Ísland heimsmeistari Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Karfan er æði en lífið er skítt“ „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Dagskráin í dag: Akureyringar mæta á Krókinn, þýski boltinn og Körfuboltakvöld Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Sjá meira
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti