Loka tveimur verksmiðjum Finnur Orri Thorlacius skrifar 20. desember 2018 10:00 Frá höfuðstöðvum Fiat Chrysler Automobiles. Það verður gott jólafríið sem starfsmenn fá í tveimur verksmiðjum sem Fiat Chrysler Automobiles starfrækir í Bandaríkjunum. Þar eru framleiddir Chrysler 300, Dodge Challenger, Dodge Charger og RAM 1500 pallbíllinn. Ástæðan fyrir lokununum er dræm sala sumra bílanan, sala Dodge Charger hefur t.d. fallið um 11% á þessu ári samanborið við fyrra ár. Sala Chrysler 300 hefur fallið um 5,3% á árinu. Öðru máli gegnir um margar aðrar bílgerðir Fiat Chrysler, en þar sem Jeep Wrangler er framleiddur sem og Jeep Grand Cherokee og Dodge Durango verður unnið yfir hátíðarnar, enda er salan á öllum þessum bílgerðum einkar góð. Unnið verður í verksmiðjunum 23., 24., 27. og 28. desember og því lítið jólafrí hjá þeim starfsmönnum sem þar vinna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Innlent
Það verður gott jólafríið sem starfsmenn fá í tveimur verksmiðjum sem Fiat Chrysler Automobiles starfrækir í Bandaríkjunum. Þar eru framleiddir Chrysler 300, Dodge Challenger, Dodge Charger og RAM 1500 pallbíllinn. Ástæðan fyrir lokununum er dræm sala sumra bílanan, sala Dodge Charger hefur t.d. fallið um 11% á þessu ári samanborið við fyrra ár. Sala Chrysler 300 hefur fallið um 5,3% á árinu. Öðru máli gegnir um margar aðrar bílgerðir Fiat Chrysler, en þar sem Jeep Wrangler er framleiddur sem og Jeep Grand Cherokee og Dodge Durango verður unnið yfir hátíðarnar, enda er salan á öllum þessum bílgerðum einkar góð. Unnið verður í verksmiðjunum 23., 24., 27. og 28. desember og því lítið jólafrí hjá þeim starfsmönnum sem þar vinna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Innlent