Umkomulausir töffarar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 20. desember 2018 11:00 Krýsuvík er eftir Stefán Mána. Í Krýsuvík, nýrri spennusögu Stefáns Mána, koma austurevrópsk mafía og höfuðlaus lík mjög við sögu. Lögreglumaðurinn Hörður Grímsson, rauðhærði risinn, þarf að hafa sig allan við í tilraun til að hafa upp á hinum seku. Hér er á ferð bók með æsilegum söguþræði og þó nokkrum afar ofbeldisfullum illmennum. Stefán Máni hefur stundum gengið ansi langt í lýsingum á ofbeldi en stillir sig um það hér, svona að mestu leyti. Unnendur glæpasagna eru ýmsu vanir og eiga vel að þola að lesa bók þar sem lík eru höfuðlaus og höfuðið jafnvel eitt á ferð. Lögreglumaðurinn Hörður er vitanlega áberandi persóna í þessari bók. Hann stendur á krossgötum, er að flytja í nýja íbúð með kærustu sinni og er ekki fullkomlega sannfærður um að það sé réttur leikur. Efasemdum hans og taktleysi í samskiptum við kærustuna er lýst á afar skemmtilegan og fyndinn hátt. Það er þó ekki Hörður sem á sviðið í Krýsuvík heldur táningsstúlkan Kinga sem flækist inn í atburðarás sem setur hana í stórhættu. Þessi unga stúlka, pólskur innflytjandi, fangar athygli lesandans allt frá upphafi. Hún er sjálfstæður og uppreisnargjarn töffari. Um leið er hún umvafinn ákveðnu umkomuleysi, rétt eins og töffarinn Hörður. Stefáni Mána hefur tekist alveg einstaklega vel að gera Kingu að sannfærandi persónu. Sennilega er hún besta persónusköpun í íslenskri glæpasögu þetta árið. Skemmtileg og áhugaverð hliðarsaga í verkinu er síðan ástarsaga Ástu ritara á Landspítalanum og lögreglukonunnar Þóru. Stefán Máni leggur mikið upp úr persónulýsingum sem eru ofurnákvæmar. Sem dæmi má nefna að þegar höfundur hefur sagt okkur að Hörður sé risi að vexti og rammur að afli bætir hann við: „Andlitið er jafnstórskorið og fjöllin fyrir vestan, hann er græneygður og þungbrýndur, hárið ryðrauður og óstýrilátur lubbi sem hylur andlitið til hálfs, nær honum í axlir og minnir helst á fax á gömlu hrossi.“ Lýsingar eins og þessar gera að verkum að lesandinn sér persónur verksins ljóslifandi fyrir sér. Krýsuvík er vel skrifuð glæpasaga. Hún er löng, rúmar 400 síður og þegar líða fer á verkið fer höfundur aðeins að teygja lopann. Sagan hefði mátt vera þéttari. Engum ætti þó að leiðast lesturinn, Hörður og Kinga sjá til þess. Kolbrún BergþórsdóttirNiðurstaða: Vel skrifuð glæpasaga þar sem táningsstúlka stelur senunni rækilega. Aðdáendur Stefáns Mána ættu að verða hæstánægðir. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Í Krýsuvík, nýrri spennusögu Stefáns Mána, koma austurevrópsk mafía og höfuðlaus lík mjög við sögu. Lögreglumaðurinn Hörður Grímsson, rauðhærði risinn, þarf að hafa sig allan við í tilraun til að hafa upp á hinum seku. Hér er á ferð bók með æsilegum söguþræði og þó nokkrum afar ofbeldisfullum illmennum. Stefán Máni hefur stundum gengið ansi langt í lýsingum á ofbeldi en stillir sig um það hér, svona að mestu leyti. Unnendur glæpasagna eru ýmsu vanir og eiga vel að þola að lesa bók þar sem lík eru höfuðlaus og höfuðið jafnvel eitt á ferð. Lögreglumaðurinn Hörður er vitanlega áberandi persóna í þessari bók. Hann stendur á krossgötum, er að flytja í nýja íbúð með kærustu sinni og er ekki fullkomlega sannfærður um að það sé réttur leikur. Efasemdum hans og taktleysi í samskiptum við kærustuna er lýst á afar skemmtilegan og fyndinn hátt. Það er þó ekki Hörður sem á sviðið í Krýsuvík heldur táningsstúlkan Kinga sem flækist inn í atburðarás sem setur hana í stórhættu. Þessi unga stúlka, pólskur innflytjandi, fangar athygli lesandans allt frá upphafi. Hún er sjálfstæður og uppreisnargjarn töffari. Um leið er hún umvafinn ákveðnu umkomuleysi, rétt eins og töffarinn Hörður. Stefáni Mána hefur tekist alveg einstaklega vel að gera Kingu að sannfærandi persónu. Sennilega er hún besta persónusköpun í íslenskri glæpasögu þetta árið. Skemmtileg og áhugaverð hliðarsaga í verkinu er síðan ástarsaga Ástu ritara á Landspítalanum og lögreglukonunnar Þóru. Stefán Máni leggur mikið upp úr persónulýsingum sem eru ofurnákvæmar. Sem dæmi má nefna að þegar höfundur hefur sagt okkur að Hörður sé risi að vexti og rammur að afli bætir hann við: „Andlitið er jafnstórskorið og fjöllin fyrir vestan, hann er græneygður og þungbrýndur, hárið ryðrauður og óstýrilátur lubbi sem hylur andlitið til hálfs, nær honum í axlir og minnir helst á fax á gömlu hrossi.“ Lýsingar eins og þessar gera að verkum að lesandinn sér persónur verksins ljóslifandi fyrir sér. Krýsuvík er vel skrifuð glæpasaga. Hún er löng, rúmar 400 síður og þegar líða fer á verkið fer höfundur aðeins að teygja lopann. Sagan hefði mátt vera þéttari. Engum ætti þó að leiðast lesturinn, Hörður og Kinga sjá til þess. Kolbrún BergþórsdóttirNiðurstaða: Vel skrifuð glæpasaga þar sem táningsstúlka stelur senunni rækilega. Aðdáendur Stefáns Mána ættu að verða hæstánægðir.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira