Arion banki hyggst efna til frumútboðs á hlutabréfum í bankanum auk þess sem ætlunin er að skrá hlutabréf í bankanum í kauphöll á Íslandi og í Svíþjóð.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arion banka. Þar segir að stefnt sé að því að skráning hlutabréfa í bankanum hjá Nasdaq á Íslandi og skráning hlutabréfa í formi svokallaðra SDR (Swedish Depository Receipts) hjáNasdaq í Stokkhólmi muni fara fram á fyrri hluta ársins, það er þá á næstu vikum, að því gefnu að lagaskilyrði séu uppfyllt og markaðsaðstæður leyfi.
Ítarleg tilkynning um hlutafjárútboðið er birt á vef bankans. Þar er haft eftir Höskuldi H. Ólafssyni, bankastjóra Arion banka, að stjórnendur hans séu sannfærðir um að nú sé rétti tíminn til að taka þetta skref í þróun fyrirtækisins.
„Arion banki hefur verið endurreistur að fullu á síðustu árum og er í dag sterkur, arðsamur og leiðandi banki á Íslandi,“ segir Höskuldur.
Arion banki verður fyrsti íslenski bankinn til að vera skráður á aðalmarkað Nasdaq frá hruninu 2008.
Arion banki á markað á næstu vikum

Tengdar fréttir

Ríkið fellur að hluta frá forkaupsrétti að Arion
Ríkið fellur tímabundið frá forkaupsrétti sínum að ákveðnum hluta Kaupþings í Arion við hlutafjárútboð. Einnig til skoðunar að Kaupþing ábyrgist greiðslu til ríkisins miðað við lágsmarksgengið 0,8. Útboð og skráning bankans í júní.

Afkoma fyrsta ársfjórðungs undir væntingum hjá Arion banka
"Markmið okkar er að gera þjónustu okkar eins einfalda og þægilega fyrir okkar viðskiptavini og við frekast getum.“ segir Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka.

Starfsfólk Arion banka fær hlutabréf í bankanum fari hann á markað
Fari Arion banki á markað á árinu mun starfsfólk hans fá hlutabréf í bankanum, en um 850 manns starfa hjá bankanum.