Markalaust hjá Chelsea og Everton Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 11. nóvember 2018 16:15 Gylfi í baráttunni við Jorginho vísir/getty Chelsea er enn taplaust í ensku úrvalsdeildinni eftir markalaust jafntefli við Everton. Everton hafði ekki unnið á Stamford Bridge síðan í nóvember 1994 fyrir daginn í dag. Lærisveinar Marco Silva fara þó líklega mun sáttari af velli heldur en heimamenn. Eftir fyrri hálfleik þar sem aðeins eitt skot rataði á markrammann og fleira var um gul spjöld en færi var meira um fótboltalegar dýrðir í þeim seinni. Alvaro Morata komst í færi strax á fyrstu sekúndum seinni hálfleiks en Jordan Pickford varði vel frá honum. Pickford sýndi það afhverju hann fær traustið hjá Gareth Southgate í ramma enska landsliðsins því hann varði nokkrum sinnum meistaralega í seinni hálfleik. Eins og oft áður kom Gylfi Þór Sigurðsson að flestu sem Everton gerði sóknarlega í leiknum. Hann átti frábæra sendingu inn á Theo Walcott snemma í seinni hálfleik og átti svo sjálfur mjög gott skot stuttu seinna en ekki kom markið. Gylfi fór af velli á 76. mínútu. Hann gekk mjög hægt af velli og var líklega ekki í sínu besta standi því Jorginho tæklaði íslenska landsliðsmanninn mjög harkalega í fyrri hálfleik og gæti Gylfi þurft einhverja aðhlynningu vegna þess. Leikmenn Everton hengu á bláþræði í seinni hálfleik en náðu að hanga út leikinn og fara með harðunnið stig heim til Liverpoolborgar. Enski boltinn
Chelsea er enn taplaust í ensku úrvalsdeildinni eftir markalaust jafntefli við Everton. Everton hafði ekki unnið á Stamford Bridge síðan í nóvember 1994 fyrir daginn í dag. Lærisveinar Marco Silva fara þó líklega mun sáttari af velli heldur en heimamenn. Eftir fyrri hálfleik þar sem aðeins eitt skot rataði á markrammann og fleira var um gul spjöld en færi var meira um fótboltalegar dýrðir í þeim seinni. Alvaro Morata komst í færi strax á fyrstu sekúndum seinni hálfleiks en Jordan Pickford varði vel frá honum. Pickford sýndi það afhverju hann fær traustið hjá Gareth Southgate í ramma enska landsliðsins því hann varði nokkrum sinnum meistaralega í seinni hálfleik. Eins og oft áður kom Gylfi Þór Sigurðsson að flestu sem Everton gerði sóknarlega í leiknum. Hann átti frábæra sendingu inn á Theo Walcott snemma í seinni hálfleik og átti svo sjálfur mjög gott skot stuttu seinna en ekki kom markið. Gylfi fór af velli á 76. mínútu. Hann gekk mjög hægt af velli og var líklega ekki í sínu besta standi því Jorginho tæklaði íslenska landsliðsmanninn mjög harkalega í fyrri hálfleik og gæti Gylfi þurft einhverja aðhlynningu vegna þess. Leikmenn Everton hengu á bláþræði í seinni hálfleik en náðu að hanga út leikinn og fara með harðunnið stig heim til Liverpoolborgar.