Fékk ælupest á versta mögulega tíma þegar uppáhaldið var að stíga á svið í Hörpu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. nóvember 2018 21:15 Blood Orange á sviðinu í Flóa í gærkvöldi. Alexandra Howard Segja má að draumur Heklu Elísabetar Aðalsteinsdóttur hafi breyst í martröð þegar tíu mínútur voru í að bandaríski tónlistarmaðurinn Blood Orange stigi á svið í Flóa í Hörpu á Iceland Airwaves á laugardagskvöld. Hekla keypti miða á hátíðina af þeirri ástæðu einni að listamaðurinn sem hún heldur svo mikið upp á var á dagskránni. Hún varð hins vegar frá að hverfa á versta tíma og með versta hætti. Hún fékk ælupest. Hekla lýsir atburðarásinni á samfélagsmiðlum og rekur aðdáun sína á sveitinni.Hekla Elísabet vonast til þess að sjá Blood Orange einn daginn.„Ég er búin að bíða eftir því að fá að sjá Blood Orange frá fyrstu hlustun árið 2013. Á þessum fimm árum hef ég hlustað á hann, elskað hann og dáð linnulaust og af ákefð. Tónlistin hans á í beinu samtali við sálina mína á hverjum degi. Ég er ekki mikið gefin fyrir tónlistarhátíðir en þegar ég komst að því að hann ætti að spila á Airwaves gat ég ekki annað en keypt mér miða.“ Tónleikarnir fóru fram á jarðhæð Hörpu, salnum Flóa þar sem matarmarkaðir og aðrir fara reglulega fram í suðurenda hússins. Hekla var mætt einum og hálfum tíma fyrir tónleikana til að tryggja sér stæði á besta stað. „Stóra stundin var að renna upp. Ég var að fara að sjá Blood Orange með berum augum. Allt í einu fannst mér ég eitthvað slöpp svo ég settist niður og hvíldi lúin bein á meðan ég beið. Tíu mínútur í tónleika og ég stóð ég svo upp en um leið fann ég að það var eitthvað mikið að. Mig svimaði og fannst eins og meðvitundin væri að fjara út.“Þröngt var á þingi í Flóa í gærkvöldi en gestir Airwaves voru upp til hópa áhugasamir um tónleika listamannsins.Alexandra HowardHún hafi ákveðið að yfirgefa svæðið hið snarasta enda fátt annað í stöðunni. „Ég flýtti mér eins og ég gat út úr þvögunni og var rétt komin úr henni þegar ælan byrjaði að gusast út úr mér af krafti. Án gríns, ég hef ekki séð neitt þessu líkt síðan ég sá Team America: World Police. Þessu ætlaði aldrei að linna. Ég ældi á gólfið, í ruslið, í hárið á mér og á fötin mín.“Hún segir starfsmenn hátíðarinnar eðlilega hafa talið hana dauðadrukkna og ætlað að vísa henni út. Hún hafi náð að stynja því að hún hefði ekki snert áfengi alla helgina. Hún væri veik. „Þeir sögðust ætla að ná í handklæði fyrir mig til að þrífa mig með. Fimm mínútur í tónleika með uppáhalds tónlistarmanninum mínum og ég er að faðma ruslafötu í Flóa í Hörpunni og marinerast í eigin ælu fyrir framan hundruðir manna. Biðin eftir handklæðinu var mér sem eilífð.“ Hekla þurfti að sætta sig við að missa af tónleikum Blood Orange enda bauð heilsa hennar ekki upp á annað. Hún biður hins vegar fyrir kveðju til hans og skrifar kveðjuna á ensku. Hver veit nema hún rati til listamannsins á endanum.Blood Orange skrapp í göngutúr í Reykjavík og henti í þessa pósu.Instagram @devhynes„Ef einhver rekst á kauða má endilega segja honum að his biggest fan in all of Iceland could not be there as she projectile vomited all over herself from the sheer excitement and had to leave 5 minutes into the show but she sends all her love and admiration.“ Aðspurð um heilsu sína í dag, hvort hún sé á uppleið, segir Hekla: „Njah, ég er náttúrulega með ælupest og hita auk þess sem ég mun líklega aldrei jafna mig á niðurlægingunni. Ég hef þó trú á því að lífið muni greiða mér skaðabætur á einn eða annan hátt og að einn góðan veðurdag verði ég við hestaheilsu að upplifa drauminn á Blood Orange tónleikum.“ Airwaves Tengdar fréttir Karma mætti í skíðagallanum Ástralinn Liam Karma fer heldur óvenjulega leið í klæðaburði á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. 10. nóvember 2018 14:45 Dagbók Bents: Krúttlegt mosh-pit og skyrpandi risaeðlur í Júragarðinum Upp með'etta! - Markús vinur minn æpir á mig í World Class á meðan mynd af Bjössa starir á mig eins og frekja. Upp með'etta! 9. nóvember 2018 17:00 Dagbók Bents: Airwaves er ekki eitthvað sem hægt er að upplifa heima á naríunum Ég var á naríunum á fyrstu tónleikunum. Þeir voru á Stúdentakjallaranum en ég heima í stofu að horfa á beina útsendingu Rúv núll. 10. nóvember 2018 19:00 Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Fleiri fréttir Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Sjá meira
Segja má að draumur Heklu Elísabetar Aðalsteinsdóttur hafi breyst í martröð þegar tíu mínútur voru í að bandaríski tónlistarmaðurinn Blood Orange stigi á svið í Flóa í Hörpu á Iceland Airwaves á laugardagskvöld. Hekla keypti miða á hátíðina af þeirri ástæðu einni að listamaðurinn sem hún heldur svo mikið upp á var á dagskránni. Hún varð hins vegar frá að hverfa á versta tíma og með versta hætti. Hún fékk ælupest. Hekla lýsir atburðarásinni á samfélagsmiðlum og rekur aðdáun sína á sveitinni.Hekla Elísabet vonast til þess að sjá Blood Orange einn daginn.„Ég er búin að bíða eftir því að fá að sjá Blood Orange frá fyrstu hlustun árið 2013. Á þessum fimm árum hef ég hlustað á hann, elskað hann og dáð linnulaust og af ákefð. Tónlistin hans á í beinu samtali við sálina mína á hverjum degi. Ég er ekki mikið gefin fyrir tónlistarhátíðir en þegar ég komst að því að hann ætti að spila á Airwaves gat ég ekki annað en keypt mér miða.“ Tónleikarnir fóru fram á jarðhæð Hörpu, salnum Flóa þar sem matarmarkaðir og aðrir fara reglulega fram í suðurenda hússins. Hekla var mætt einum og hálfum tíma fyrir tónleikana til að tryggja sér stæði á besta stað. „Stóra stundin var að renna upp. Ég var að fara að sjá Blood Orange með berum augum. Allt í einu fannst mér ég eitthvað slöpp svo ég settist niður og hvíldi lúin bein á meðan ég beið. Tíu mínútur í tónleika og ég stóð ég svo upp en um leið fann ég að það var eitthvað mikið að. Mig svimaði og fannst eins og meðvitundin væri að fjara út.“Þröngt var á þingi í Flóa í gærkvöldi en gestir Airwaves voru upp til hópa áhugasamir um tónleika listamannsins.Alexandra HowardHún hafi ákveðið að yfirgefa svæðið hið snarasta enda fátt annað í stöðunni. „Ég flýtti mér eins og ég gat út úr þvögunni og var rétt komin úr henni þegar ælan byrjaði að gusast út úr mér af krafti. Án gríns, ég hef ekki séð neitt þessu líkt síðan ég sá Team America: World Police. Þessu ætlaði aldrei að linna. Ég ældi á gólfið, í ruslið, í hárið á mér og á fötin mín.“Hún segir starfsmenn hátíðarinnar eðlilega hafa talið hana dauðadrukkna og ætlað að vísa henni út. Hún hafi náð að stynja því að hún hefði ekki snert áfengi alla helgina. Hún væri veik. „Þeir sögðust ætla að ná í handklæði fyrir mig til að þrífa mig með. Fimm mínútur í tónleika með uppáhalds tónlistarmanninum mínum og ég er að faðma ruslafötu í Flóa í Hörpunni og marinerast í eigin ælu fyrir framan hundruðir manna. Biðin eftir handklæðinu var mér sem eilífð.“ Hekla þurfti að sætta sig við að missa af tónleikum Blood Orange enda bauð heilsa hennar ekki upp á annað. Hún biður hins vegar fyrir kveðju til hans og skrifar kveðjuna á ensku. Hver veit nema hún rati til listamannsins á endanum.Blood Orange skrapp í göngutúr í Reykjavík og henti í þessa pósu.Instagram @devhynes„Ef einhver rekst á kauða má endilega segja honum að his biggest fan in all of Iceland could not be there as she projectile vomited all over herself from the sheer excitement and had to leave 5 minutes into the show but she sends all her love and admiration.“ Aðspurð um heilsu sína í dag, hvort hún sé á uppleið, segir Hekla: „Njah, ég er náttúrulega með ælupest og hita auk þess sem ég mun líklega aldrei jafna mig á niðurlægingunni. Ég hef þó trú á því að lífið muni greiða mér skaðabætur á einn eða annan hátt og að einn góðan veðurdag verði ég við hestaheilsu að upplifa drauminn á Blood Orange tónleikum.“
Airwaves Tengdar fréttir Karma mætti í skíðagallanum Ástralinn Liam Karma fer heldur óvenjulega leið í klæðaburði á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. 10. nóvember 2018 14:45 Dagbók Bents: Krúttlegt mosh-pit og skyrpandi risaeðlur í Júragarðinum Upp með'etta! - Markús vinur minn æpir á mig í World Class á meðan mynd af Bjössa starir á mig eins og frekja. Upp með'etta! 9. nóvember 2018 17:00 Dagbók Bents: Airwaves er ekki eitthvað sem hægt er að upplifa heima á naríunum Ég var á naríunum á fyrstu tónleikunum. Þeir voru á Stúdentakjallaranum en ég heima í stofu að horfa á beina útsendingu Rúv núll. 10. nóvember 2018 19:00 Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Fleiri fréttir Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Sjá meira
Karma mætti í skíðagallanum Ástralinn Liam Karma fer heldur óvenjulega leið í klæðaburði á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. 10. nóvember 2018 14:45
Dagbók Bents: Krúttlegt mosh-pit og skyrpandi risaeðlur í Júragarðinum Upp með'etta! - Markús vinur minn æpir á mig í World Class á meðan mynd af Bjössa starir á mig eins og frekja. Upp með'etta! 9. nóvember 2018 17:00
Dagbók Bents: Airwaves er ekki eitthvað sem hægt er að upplifa heima á naríunum Ég var á naríunum á fyrstu tónleikunum. Þeir voru á Stúdentakjallaranum en ég heima í stofu að horfa á beina útsendingu Rúv núll. 10. nóvember 2018 19:00