Vinur, sem er ekki hægt að skilja við Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 14. apríl 2018 11:45 Þuríður, Berglind María, Björg, Emilía og Áshildur í efri röð. Melkorka og Steinunn Vala fyrir miðju. Fjöldi listamanna koma að þeim heimi sem Björk skapar á sviði á tónleikum. James Merry listamaður og aðstoðarmaður Bjarkar sá um búninga og gervi en kjólarnir eru frá Threeasfour og skórnir frá Gucci. Isshehungry sá um förðun og Rapheal Alley um hár. Mynd/Santiago Felipe. Sjö íslenskir flautuleikarar munu koma fram með Björk á tónleikaferðalagi hennar í Evrópu næstu mánuði þegar hún fylgir eftir nýjustu plötu sinni, Utopia. Þær kalla sig viibra, þær Áshildur Haraldsdóttir, Berglind María Tómasdóttir, Björg Brjánsdóttir, Emilía Rós Sigfúsdóttir, Melkorka Ólafsdóttir, Steinunn Vala Pálsdóttir og Þuríður Jónsdóttir. Þær eru komnar á kaffihús í miðborginni til að ræða um verkefnið, það þarf að tína til nokkur borð og raða þeim saman svo allar komist þær fyrir. Það vill svo til að sú yngsta í hópnum, Björg, á afmæli þennan dag. Þær óska henni allar innilega til hamingju. Þær hafa æft stíft saman síðustu mánuði fyrir tónleikaröðina sem hófst hér á Íslandi. Þær leika ekki eingöngu á ýmsar gerðir af flautum heldur dansa og taka þátt í tónleikunum á miklu meira krefjandi máta en þær eru vanar. Þekktust þið allar áður en þið byrjuðuð að vinna fyrir Björk? Emilía: Já, við þekktumst allar, því þetta er lítill heimur. Áshildur: Við höfum margar tengingar, sumar hafa kennt öðrum hér í hópnum til dæmis. Steinunn Vala: Við byrjuðum að vinna fyrir hana árið 2016 og vorum þá fleiri. Svo kom platan í nóvember, eftir það hófst undirbúningur fyrir tónleikana. Steinunn Vala: Hún handvaldi okkar. Hún fékk fjórar af okkur á fund til sín, þar sem hún kom með hugmynd að flautusveit. Við nefndum nokkrar sem gætu verið til í það. Hún sendi skilaboð á þær manneskjur. Björg: Svo kom sú hugmynd að við ættum að heita eitthvað. Björk vildi geta vísað í okkur. Berglind María: Já, það kom eiginlega hugmynd frá Björk um að við skyldum búa til sveit, bera nafn. Hún hefur lagt áherslu á að hópurinn sé breiður, við erum á öllum aldri og með mismunandi bakgrunn. Þuríður: Svo erum við alla vega í laginu! Berglind María: Björk er virkilega góð í því í draga fram styrkleika ólíks fólks þannig að heildarmyndin verður mjög spennandi. Melkorka: Mér finnst hún hafa lagt upp úr því frá byrjun að draga fram ólík einkenni okkar. Hún vill að flautuleikurinn endurspegli okkar karakter. Steinunn Vala: Hún hefur talað um þetta síðan við byrjuðum. Björg: Hún ýtti við okkur. Hvatti okkur til að búa til heimasíðu, nafn. Það er svo flott að veita okkur þetta sjálfstæði.Valdefling Bjarkar Berglind María: Hún vill að við séum afl. Sem er óvenjulega örlátt. Það er mikil valdefling sem í þessu felst. Melkorka: Maður sér þetta á þeim sem hún hefur unnið með. Hún gefur listamönnum svigrúm, traust og virðingu. Björg: Sem mér finnst sýna hvað hún er sterkur og yfirvegaður listamaður. Áshildur: Hún vill hvetja konur til góðra verka. Það eru margar konur sem koma að tónlist hennar. Berglind María: Hún er mjög meðvitað að gefa konum tækifæri í bransa sem hún hefur oft vakið athygli á að hallar á hlut kvenna.Íþrótt litlu vöðvanna Þær leika á flautur af ýmsum gerðum og stærðum. Bassaflautur, pikkolóflautur og blístrur. Þá dansa þær og hreyfa sig á sviðinu en Margrét Bjarnadóttir, dansari og danshöfundur, hannaði sviðshreyfingar þeirra. Emilía: Þetta er mjög krefjandi, við erum flautuleikarar, leikarar, dansarar. Margrét sökk inn í okkar veröld. Hvernig er að vera flautuleikari. Hún skynjaði fljótt hvernig við hreyfum okkur þegar við spilum. Áshildur: Það er stundum talað um flautuleik sem íþrótt litlu vöðvanna. Steinunn Vala: En við verðum stundum íþróttamenn stóru vöðvanna þegar við erum að spila á stórar flautur og hreyfa okkur með. Þetta er oft mjög líkamlegt starf og krefjandi. Áshildur: Okkur dauðlangaði að kenna henni Margréti á flautu. En við erum langt því frá eins og ballettdansarar. Við eigum okkar ósiði sem tengjast flautuleiknum. Frá því ég var lítil hefur viðbeinið verið skakkt. Emilía: Já við erum allar svolítið skakkar, það fylgir þessu. Margrét vann bara með það. Þuríður: Þetta er allt svo passlegt hjá Margréti. Hún er svo ótrúlega næm að það er hrein unun að vinna með henni. Emilía: Við förum mikið út fyrir þægindarammann í þessu verkefni með Björk. Áshildur: Ég viðurkenni að ég hélt að þetta væri ekki hægt. Við gætum ekki lært þetta allt utan bókar. Hreyft okkur í flestum lögunum. Ég var sallaróleg. Ég beið bara eftir því að þetta yrði allt tekið aftur og við yrðum svona venjulegt session-band til hliðar. En svo bara leið að þessu. Þetta átti að verða og ég þurfti að læra þetta og gerði það. Melkorka: Við erum að koma sjálfum okkur á óvart. Blómstrandi heimur Plata Bjarkar, Utopia, fjallar um ástina og tónleikarnir eru litríkur og bjartur heimur. „Utopia er extróvert,“ sagði Björk um plötuna og tónleikaröðina fram undan, í viðtali í tímaritinu Glamour. „Utopia er svolítið um þennan heim, sem er ekki mamma, pabbi, börn og bíll. Hinn heimurinn,“ sagði Björk og minntist einnig á mæðraveldið. Sem er blómstrandi og skapandi. Melkorka: Tónninn í plötunni, við tengjum sterkt við hann, og það er magnað að fá að vera partur af þessum hugarheimi Bjarkar; hugmyndinni um að hópur kvenna skapi saman útópískan heim, einhvers konar matríarkíu. Björg: Við erum hópur sem er að verða til núna í gegnum þetta verkefni. Við erum að sá góðum fræjum, finnst mér. Áshildur: Við erum búin að vera mjög mikið saman, miklu meira en vanalegt er fyrir tónleikahald. Við æfum klukkutímunum saman og marga daga í röð. Við erum farnar að skynja vel styrkleika og takmarkanir hver annarrar. Þannig verður góður hópur til. Emilía: Við erum eins og stór lífvera. Þegar ein okkar er þreytt eða veik, þá taka hinar við álaginu og byrðunum. Við höfum öll átt okkar stundir í því. Melkorka: Ég var mjög meyr á tónleikunum á mánudag. Við stóðum allar saman í hnapp að fara á svið. Og ég fann hvað mér þótti ótrúlega vænt um okkur sem hóp. Emilía: Við vorum að æfa saman á annan í páskum og Melkorka kom með páskaegg handa okkur að narta í. Það hafði verið svolítið erfið stemning á æfingum. Sem skrifaðist á mig, ég var svo stressuð. Fannst ég ekki geta meðtekið þetta allt saman. Við opnuðum páskaeggið og lásum málsháttinn: Gott er að eiga góðan að. Við ákváðum á þeirri stundu að við skyldum hafa þetta að okkar mottói. Við erum hérna hver fyrir aðra. Það verður alltaf einhver sem leiðir ef eitthvað kemur upp á. Melkorka. Ég var svolítið yfirlýsingaglöð. Ég mætti bara með páskaeggið og sagði: Þessi málsháttur segir allt. Björg: Þetta er svo sérstakt samband sem er á milli okkar. Þetta er náið og langt samstarf. Þuríður: Mér finnst Björk hafa verið ótrúlega nösk. Að búa til þennan hóp. Áshildur: Hún gæti verið frábær mannauðsstjóri. Ef hún væri ekki fræg stjarna! Fram undan er nokkurra mánaða langt tónleikaferðalag um Evrópu. Þær hafa allar hliðrað til fyrir ævintýrið. Steinunn Vala: Við vitum að við erum á ferðinni í maí, júní og júlí. Og svo eru tónleikar að bætast við. Við vitum að minnsta kosti að við verðum á tónleikum í átta borgum. Áshildur: Sinfóníuhljómsveitin var svo dýrleg að veita mér leyfi til að taka þátt. Nokkrar hér eru oft að spila með sveitinni en þeir höfðu það ekki í sér að neita þeim um frí. Það var liðkað fyrir til að við gætum allar farið í þetta verkefni. Ég er svo þakklát. Því þetta er svo óvenjuleg reynsla. Eins og að stíga inn í annan heim, framleiðslan er á öðrum skala og öðruvísi en allt sem ég veit að við hér í þessum hópi erum annars að gera. Berglind María: Mér finnst algjörlega frábært að verða vitni að sköpunarkrafti samstarfsfólks Bjarkar. Eins og Hungry sem sér um förðunina og James Merry sem sér um búninga. Þetta er svo fallega samstilltur hópur. Þuríður: Hún heldur verndarhendi yfir þessu öllu og er magnaður stjórnandi. Björg: Sérstaklega vegna þess að hún stjórnar með því að gefa fólki pláss. Þuríður: Þetta er svo óvenjuleg reynsla, þetta er svo mikið ævintýri fyrir okkur. Eins og Áshildur sagði, þá er þetta eins að stíga inn í annan heim. Framkvæmdin er á öðrum skala og öðruvísi en við þekkjum.Gat ekki burstað tennurnarAllar hafa þær lagt stund á tónlistarnám árum saman og lagt afar hart að sér. Sumar svo hart að sér að þær glímdu við álagsmeiðsli sem voru nánast óyfirstíganleg. Emilía: Ég fór í forskóla fjögurra ára gömul á Akureyri. Þar var haldin hljóðfærakynning og þar spilaði einhver á flautu. Það var mikill áhrifavaldur í lífi mínu. Þó að ég viti ekki enn hver það var sem hafði svona mikil áhrif á mig. Ég fór heim með blokkflautuna og sagðist ætla að verða flautuleikari. Ég hef aldrei vikið frá þeirri hugmynd og stóð við það. Ég spilaði eftir það út á hlið með blokkflautuna. Þetta var aldrei spurning! Ég flutti svo til Reykjavíkur og hélt áfram námi hér. Ég barðist með kjafti og klóm fyrir því að verða flautuleikari. Ég gekk í gegnum mikil veikindi og álagsmeiðsli þegar ég var í menntaskóla. Allir læknar og sjúkraþjálfarar sem skoðuðu mig sögðu mér að ég myndi aldrei spila aftur. Ég gat ekki tannburstað mig eða borðað mat í nokkra mánuði vegna sársauka. Ég ofgerði mér svo mikið í æfingum. Ég gat svo ekki spilað almennilega í tvö ár. Foreldrar mínir fóru með mig til Bandaríkjanna og borguðu örugglega margar milljónir fyrir að hafa mig þar í alls konar meðferðum. Það er persónulegur sigur fyrir mig að ég hafi getað orðið flautuleikari.Byrjaði tólf ára Berglind María: Ég var orðin tólf ára þegar ég byrjaði að læra á flautu. Ég held að það hafi verið vegna áhrifa af tónlist Manuelu Wiesler. Við hérna í eldri deildinni tengjum líklega við það því hún var mögnuð tónlistarkona. Eldri bróðir minn átti plötu með henni. Hún gaf út æðislegar plötur. Ég átti sjálf þá ákvörðun að æfa á flautu. Ég var ekki sett í tónlistarnám. En svo hætti ég og byrjaði aftur, áhrifamiklir og góðir kennarar og fyrirmyndir héldu mér við efnið. Til dæmis Bernharð Wilkinson. Í dag er ég fyrst og fremst í tilraunakenndri tónlist, lifi og hrærist í þeirri senu og er að semja sjálf. Ég fæ mikið út úr því að vera í þessum hóp. Þó að við séum að gera alls kyns, þá erum við líka að spila hefðbundnar útsetningar, Mér finnst svolítið skemmtilegt að koma inn í það.Heillaðist af dreng í hvítum jakkafötum Björg: Ég var fjögurra ára gömul og sá strák í stundinni okkar sem spilaði á flautu í hvítum jakkafötum. Ég lýsi hér með eftir honum því ég varð algjörlega heilluð. Emilía: Gæti þetta verið Ari Eldjárn? Hann var að æfa með mér? Björg: Ég veit það ekki. Ég vona að hann gefi sig fram. Því ég man eftir þessu augnabliki þó að ég hafi bara verið fjögurra ára. En ég mátti ekki fá þverflautu strax og var á blokkflautu í tvö ár sem mér fannst ekkert sérlega skemmtilegt. Svo fékk ég að byrja á þverflautu sjö ára. Eins og margir flautuleikarar gekk ég líka í gegnum tíma þar sem ég glímdi við álagsmeiðsli. Þegar ég byrjaði í háskólanámi þurfti ég að læra líkamsbeitingu. Ég fór á námskeið í líkamsbeitingu sem gjörbreytti minni líðan. Ég ákvað að læra það og tók kennaranám í því líka. Ég er núna að leiðbeina fólki. Þetta skiptir máli.Glímir enn við feimni Steinunn Vala: Ég byrjaði sjö ára gömul. Ég held að ég hafi valið flautu því að mér fannst allar konur sem spila á flautu svo ógeðslega sætar. Mér fannst þær svo þokkafullar og flottar, svo þetta var mjög hégómleg ákvörðun. Ég var brjálæðislega feimin, ég veit ekki hvort þið hinar munið eftir því, en ég átti mjög erfitt með að tala við kennara mína. Ég var lítil og mikil mús. Átti alltaf mjög erfitt með að spila á tónleikum vegna feimninnar. Frammistaðan var alltaf góð en það þurfti alltaf að peppa mig upp í marga daga áður til að hleypa í mig kjarki. Feimnin fer aldrei en mér finnst þægilegra að spila núna. Ég stressast ekki upp úr öllu valdi.Grét af leiðindum í píanónámi Þuríður: Ég byrjaði í forskóla sex ára og byrjaði að læra á píanó. Mér fannst það bæði erfitt og leiðinlegt. Ég grét yfir því og hætti í því námi. Systkini mín voru að læra á píanó. Systir mín var að æfa með Þórunni Guðmundsdóttur á píanó og flautu. Mér fannst það agalega smart. Þá var ég ellefu ára og bað um að fá að læra á flautu. Þá fór ég til Benna (Bernharð Wilkinson), hins margumtalaða flautupabba, sem hefur kennt mörgum hér. Mér fannst rosalega skemmtilegt að læra hjá honum, hann var léttur og kátur og sagði brandara og svona. Berglind María: Þú ert rokkstjörnutónskáld. Þú hefur fyrst og fremst verið að semja. Þuríður: Fyrst þegar bréfið kom frá Björk þá hugsaði ég með mér, æi þetta er liðin tíð. Ég get ekki verið með. En sem betur fer er ég alltof forvitin til að geta hafnað svona tilboði. Og það hefur verið algjört ævintýri að fá að vera með, sjá hvernig hlutirnir funkera. Ég sé alls ekki eftir því.Æfði á blokkflautu með Björk Áshildur: Ég fór hefðbundna leið. Það er mikil hefð fyrir tónlistarnámi í minni fjölskyldu. Ég lærði reyndar á blokkflautu með Björk þegar ég var lítil. Við vorum með frábæran kennara sem kom alla leið frá Þýskalandi. Hann lét okkur strax spila saman á mismunandi blokkflautur og það var mikill metnaður í starfi hans. Við lærðum yfir sumartímann og þetta var svo frábærlega skemmtilegt og hvetjandi. Þegar það kom að því að velja annað hljóðfæri þá vildi ég bara vera áfram með flautu. Var bara með æði fyrir þessu. Þetta er mikil vinna, þetta er ekki auðvelt og ekki alltaf blússandi rómantík. Og það getur verið hundleiðinlegt sem maður þarf að gera til að æfa sig og komast á þann stað þar sem maður vill vera. En svo uppsker maður og getur spilað allt sem hægt er að hugsa sér. Og það er dásamlegt. Að fá að vera með í þessu verkefni er tækifæri sem kemur bara til manns einu sinni á ævinni. Þetta er líka tækifæri til að breyta til, stíga inn í annan heim, áður en maður snýr aftur í hversdagsleikann. Ég held að ég hafi gott af þessu.Eins og að missa vin Melkorka: Það kom fljótt í ljós að ég var tónelsk. Ég var svolítið skrýtið barn. Mitt uppáhaldssjónvarpsefni voru óperurnar Carmen og Töfraflautan. Ég horfði aftur og aftur á spólurnar. Þetta var þegar ég var þriggja til sex ára gömul. Ég man svo eftir tónleikum með Manuelu Wiesler sem ég fór á. Hún ætti sko að vera í þessum hópi okkar! En hún kom þarna svífandi inn á sviðið í glitrandi litríkum skóm. Ég var alveg heilluð og fannst hún vera töfrakona. En í mínu námi og ferli hef ég samt alltaf átt í togstreitu við þetta hljóðfæri. Ég hef alltaf átt erfitt með þessa væmnu tengingu, það er bara minn karakter. Ég hef líka verið tvístígandi gagnvart því að vera flautuleikari. Oft hætt og farið að gera eitthvað annað. Á tímabili var ég komin í læknisfræði í Kaupmannahöfn. En svo togar tónlistin alltaf í mig. Ég ætlaði að hætta með rosa drama fyrir nokkrum árum og fékk vinnu í Hörpu. En svo bara kemst ég bara ekki upp með það því þetta er bara orðinn svo stór hluti af mér. Þegar ég byrjaði að vinna í Hörpu þá fór ég bara í gegnum sorgarferli, það var eins og ég hefði misst vin. Það er kannski ekkert skrýtið. Ég æfði í fjóra til fimm tíma á dag og komst langt. Var í toppformi. En gafst upp á strögglinu því það er meira en að segja það að hafa flautuleikinn að atvinnu. Ég ætlaði mér að segja skilið við þennan vin. En það er ekki hægt. Sem betur fer koma alltaf einhverjir englar og toga í mig, biðja mig um að spila. Eins og Björk. Guðni forseti kom á tónleikana og spurði hvort þetta verkefni hefði verið óvænt fyrir mig. Ég svaraði: Já, hver hefði trúað því að ég yrði poppstjarna á fertugsaldri? Hann hló og sagði: Já, ég kannast við þessa tilfinningu, mér líður oft eins og ég hafi óvænt gengið inn í uppáhaldsbíómyndina mína!Eins og versta dóp Þuríður: Ég var líka komin á þetta þegar ég var að koma aftur heim til Íslands. Að lífið væri orðið alltof flókið. Ég var komin með þrjú börn og að semja. Ég nennti ekki að starta öllu upp á nýtt, stofna band og búa mér til starfsvettvang. En það er ekki hægt að skilja við þennan vin. Þá kemur þessi sorg yfir mann. Og það er skiljanlegt, ég hef eytt hálfri ævinni í að spila. Það er það skemmtilegasta sem ég geri. Það er geðveiki að hætta því. Emilía: Að spila á flautu er eins og ástarsamband. Eða eitthvað verra. Amma sagði við mig einu sinni: Þetta er eins og versta dóp, klassíska tónlistin. Og það er að vissu leyti rétt. Hún lætur mig aldrei í friði. Áshildur: Þegar maður er að spila, túlka tilfinningar, fer hugurinn út um allt, þú upplifir tilfinningar svo sterkt, þetta er svo gefandi. Berglind María: Þetta er mjög dularfullt ferli. Og persónulegt. Melkorka: Tónlistin tekur við þar sem orðunum sleppir. Mér finnst svo fallegt það sem Sigurður Pálsson sagði um listina og hlutverk listamannsins sem með því að vera trúr samvisku sinni stækkar heim annarra. Ég tengi við það. Það þarf úthald og maður þarf að vera fylginn sér. Eiga þær ráð til ungra tónlistarmanna sem vilja ná langt á sínu sviði? Berglind María: Það er nauðsynlegt að minna á þetta því það er of lítið um skapandi nálgun í þessu hefðbundna, klassíska tónlistarnámi. Það er þess vegna sem margir skapandi einstaklingar finna sér aðrar leiðir. Eins og Björk. Áshildur: Ungt fólk ætti ekki að vera með öll eggin í sömu körfunni. Sjá aðeins til. Þuríður: Vera rosalega forvitin og prófa alls kyns hluti. Gefa sér tækifæri. Melkorka: Vera fylgin sér og sínum draumum. Það er pláss fyrir alla einhvers staðar og það er ekkert alltaf þar sem maður heldur sjálfur. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Sjö íslenskir flautuleikarar munu koma fram með Björk á tónleikaferðalagi hennar í Evrópu næstu mánuði þegar hún fylgir eftir nýjustu plötu sinni, Utopia. Þær kalla sig viibra, þær Áshildur Haraldsdóttir, Berglind María Tómasdóttir, Björg Brjánsdóttir, Emilía Rós Sigfúsdóttir, Melkorka Ólafsdóttir, Steinunn Vala Pálsdóttir og Þuríður Jónsdóttir. Þær eru komnar á kaffihús í miðborginni til að ræða um verkefnið, það þarf að tína til nokkur borð og raða þeim saman svo allar komist þær fyrir. Það vill svo til að sú yngsta í hópnum, Björg, á afmæli þennan dag. Þær óska henni allar innilega til hamingju. Þær hafa æft stíft saman síðustu mánuði fyrir tónleikaröðina sem hófst hér á Íslandi. Þær leika ekki eingöngu á ýmsar gerðir af flautum heldur dansa og taka þátt í tónleikunum á miklu meira krefjandi máta en þær eru vanar. Þekktust þið allar áður en þið byrjuðuð að vinna fyrir Björk? Emilía: Já, við þekktumst allar, því þetta er lítill heimur. Áshildur: Við höfum margar tengingar, sumar hafa kennt öðrum hér í hópnum til dæmis. Steinunn Vala: Við byrjuðum að vinna fyrir hana árið 2016 og vorum þá fleiri. Svo kom platan í nóvember, eftir það hófst undirbúningur fyrir tónleikana. Steinunn Vala: Hún handvaldi okkar. Hún fékk fjórar af okkur á fund til sín, þar sem hún kom með hugmynd að flautusveit. Við nefndum nokkrar sem gætu verið til í það. Hún sendi skilaboð á þær manneskjur. Björg: Svo kom sú hugmynd að við ættum að heita eitthvað. Björk vildi geta vísað í okkur. Berglind María: Já, það kom eiginlega hugmynd frá Björk um að við skyldum búa til sveit, bera nafn. Hún hefur lagt áherslu á að hópurinn sé breiður, við erum á öllum aldri og með mismunandi bakgrunn. Þuríður: Svo erum við alla vega í laginu! Berglind María: Björk er virkilega góð í því í draga fram styrkleika ólíks fólks þannig að heildarmyndin verður mjög spennandi. Melkorka: Mér finnst hún hafa lagt upp úr því frá byrjun að draga fram ólík einkenni okkar. Hún vill að flautuleikurinn endurspegli okkar karakter. Steinunn Vala: Hún hefur talað um þetta síðan við byrjuðum. Björg: Hún ýtti við okkur. Hvatti okkur til að búa til heimasíðu, nafn. Það er svo flott að veita okkur þetta sjálfstæði.Valdefling Bjarkar Berglind María: Hún vill að við séum afl. Sem er óvenjulega örlátt. Það er mikil valdefling sem í þessu felst. Melkorka: Maður sér þetta á þeim sem hún hefur unnið með. Hún gefur listamönnum svigrúm, traust og virðingu. Björg: Sem mér finnst sýna hvað hún er sterkur og yfirvegaður listamaður. Áshildur: Hún vill hvetja konur til góðra verka. Það eru margar konur sem koma að tónlist hennar. Berglind María: Hún er mjög meðvitað að gefa konum tækifæri í bransa sem hún hefur oft vakið athygli á að hallar á hlut kvenna.Íþrótt litlu vöðvanna Þær leika á flautur af ýmsum gerðum og stærðum. Bassaflautur, pikkolóflautur og blístrur. Þá dansa þær og hreyfa sig á sviðinu en Margrét Bjarnadóttir, dansari og danshöfundur, hannaði sviðshreyfingar þeirra. Emilía: Þetta er mjög krefjandi, við erum flautuleikarar, leikarar, dansarar. Margrét sökk inn í okkar veröld. Hvernig er að vera flautuleikari. Hún skynjaði fljótt hvernig við hreyfum okkur þegar við spilum. Áshildur: Það er stundum talað um flautuleik sem íþrótt litlu vöðvanna. Steinunn Vala: En við verðum stundum íþróttamenn stóru vöðvanna þegar við erum að spila á stórar flautur og hreyfa okkur með. Þetta er oft mjög líkamlegt starf og krefjandi. Áshildur: Okkur dauðlangaði að kenna henni Margréti á flautu. En við erum langt því frá eins og ballettdansarar. Við eigum okkar ósiði sem tengjast flautuleiknum. Frá því ég var lítil hefur viðbeinið verið skakkt. Emilía: Já við erum allar svolítið skakkar, það fylgir þessu. Margrét vann bara með það. Þuríður: Þetta er allt svo passlegt hjá Margréti. Hún er svo ótrúlega næm að það er hrein unun að vinna með henni. Emilía: Við förum mikið út fyrir þægindarammann í þessu verkefni með Björk. Áshildur: Ég viðurkenni að ég hélt að þetta væri ekki hægt. Við gætum ekki lært þetta allt utan bókar. Hreyft okkur í flestum lögunum. Ég var sallaróleg. Ég beið bara eftir því að þetta yrði allt tekið aftur og við yrðum svona venjulegt session-band til hliðar. En svo bara leið að þessu. Þetta átti að verða og ég þurfti að læra þetta og gerði það. Melkorka: Við erum að koma sjálfum okkur á óvart. Blómstrandi heimur Plata Bjarkar, Utopia, fjallar um ástina og tónleikarnir eru litríkur og bjartur heimur. „Utopia er extróvert,“ sagði Björk um plötuna og tónleikaröðina fram undan, í viðtali í tímaritinu Glamour. „Utopia er svolítið um þennan heim, sem er ekki mamma, pabbi, börn og bíll. Hinn heimurinn,“ sagði Björk og minntist einnig á mæðraveldið. Sem er blómstrandi og skapandi. Melkorka: Tónninn í plötunni, við tengjum sterkt við hann, og það er magnað að fá að vera partur af þessum hugarheimi Bjarkar; hugmyndinni um að hópur kvenna skapi saman útópískan heim, einhvers konar matríarkíu. Björg: Við erum hópur sem er að verða til núna í gegnum þetta verkefni. Við erum að sá góðum fræjum, finnst mér. Áshildur: Við erum búin að vera mjög mikið saman, miklu meira en vanalegt er fyrir tónleikahald. Við æfum klukkutímunum saman og marga daga í röð. Við erum farnar að skynja vel styrkleika og takmarkanir hver annarrar. Þannig verður góður hópur til. Emilía: Við erum eins og stór lífvera. Þegar ein okkar er þreytt eða veik, þá taka hinar við álaginu og byrðunum. Við höfum öll átt okkar stundir í því. Melkorka: Ég var mjög meyr á tónleikunum á mánudag. Við stóðum allar saman í hnapp að fara á svið. Og ég fann hvað mér þótti ótrúlega vænt um okkur sem hóp. Emilía: Við vorum að æfa saman á annan í páskum og Melkorka kom með páskaegg handa okkur að narta í. Það hafði verið svolítið erfið stemning á æfingum. Sem skrifaðist á mig, ég var svo stressuð. Fannst ég ekki geta meðtekið þetta allt saman. Við opnuðum páskaeggið og lásum málsháttinn: Gott er að eiga góðan að. Við ákváðum á þeirri stundu að við skyldum hafa þetta að okkar mottói. Við erum hérna hver fyrir aðra. Það verður alltaf einhver sem leiðir ef eitthvað kemur upp á. Melkorka. Ég var svolítið yfirlýsingaglöð. Ég mætti bara með páskaeggið og sagði: Þessi málsháttur segir allt. Björg: Þetta er svo sérstakt samband sem er á milli okkar. Þetta er náið og langt samstarf. Þuríður: Mér finnst Björk hafa verið ótrúlega nösk. Að búa til þennan hóp. Áshildur: Hún gæti verið frábær mannauðsstjóri. Ef hún væri ekki fræg stjarna! Fram undan er nokkurra mánaða langt tónleikaferðalag um Evrópu. Þær hafa allar hliðrað til fyrir ævintýrið. Steinunn Vala: Við vitum að við erum á ferðinni í maí, júní og júlí. Og svo eru tónleikar að bætast við. Við vitum að minnsta kosti að við verðum á tónleikum í átta borgum. Áshildur: Sinfóníuhljómsveitin var svo dýrleg að veita mér leyfi til að taka þátt. Nokkrar hér eru oft að spila með sveitinni en þeir höfðu það ekki í sér að neita þeim um frí. Það var liðkað fyrir til að við gætum allar farið í þetta verkefni. Ég er svo þakklát. Því þetta er svo óvenjuleg reynsla. Eins og að stíga inn í annan heim, framleiðslan er á öðrum skala og öðruvísi en allt sem ég veit að við hér í þessum hópi erum annars að gera. Berglind María: Mér finnst algjörlega frábært að verða vitni að sköpunarkrafti samstarfsfólks Bjarkar. Eins og Hungry sem sér um förðunina og James Merry sem sér um búninga. Þetta er svo fallega samstilltur hópur. Þuríður: Hún heldur verndarhendi yfir þessu öllu og er magnaður stjórnandi. Björg: Sérstaklega vegna þess að hún stjórnar með því að gefa fólki pláss. Þuríður: Þetta er svo óvenjuleg reynsla, þetta er svo mikið ævintýri fyrir okkur. Eins og Áshildur sagði, þá er þetta eins að stíga inn í annan heim. Framkvæmdin er á öðrum skala og öðruvísi en við þekkjum.Gat ekki burstað tennurnarAllar hafa þær lagt stund á tónlistarnám árum saman og lagt afar hart að sér. Sumar svo hart að sér að þær glímdu við álagsmeiðsli sem voru nánast óyfirstíganleg. Emilía: Ég fór í forskóla fjögurra ára gömul á Akureyri. Þar var haldin hljóðfærakynning og þar spilaði einhver á flautu. Það var mikill áhrifavaldur í lífi mínu. Þó að ég viti ekki enn hver það var sem hafði svona mikil áhrif á mig. Ég fór heim með blokkflautuna og sagðist ætla að verða flautuleikari. Ég hef aldrei vikið frá þeirri hugmynd og stóð við það. Ég spilaði eftir það út á hlið með blokkflautuna. Þetta var aldrei spurning! Ég flutti svo til Reykjavíkur og hélt áfram námi hér. Ég barðist með kjafti og klóm fyrir því að verða flautuleikari. Ég gekk í gegnum mikil veikindi og álagsmeiðsli þegar ég var í menntaskóla. Allir læknar og sjúkraþjálfarar sem skoðuðu mig sögðu mér að ég myndi aldrei spila aftur. Ég gat ekki tannburstað mig eða borðað mat í nokkra mánuði vegna sársauka. Ég ofgerði mér svo mikið í æfingum. Ég gat svo ekki spilað almennilega í tvö ár. Foreldrar mínir fóru með mig til Bandaríkjanna og borguðu örugglega margar milljónir fyrir að hafa mig þar í alls konar meðferðum. Það er persónulegur sigur fyrir mig að ég hafi getað orðið flautuleikari.Byrjaði tólf ára Berglind María: Ég var orðin tólf ára þegar ég byrjaði að læra á flautu. Ég held að það hafi verið vegna áhrifa af tónlist Manuelu Wiesler. Við hérna í eldri deildinni tengjum líklega við það því hún var mögnuð tónlistarkona. Eldri bróðir minn átti plötu með henni. Hún gaf út æðislegar plötur. Ég átti sjálf þá ákvörðun að æfa á flautu. Ég var ekki sett í tónlistarnám. En svo hætti ég og byrjaði aftur, áhrifamiklir og góðir kennarar og fyrirmyndir héldu mér við efnið. Til dæmis Bernharð Wilkinson. Í dag er ég fyrst og fremst í tilraunakenndri tónlist, lifi og hrærist í þeirri senu og er að semja sjálf. Ég fæ mikið út úr því að vera í þessum hóp. Þó að við séum að gera alls kyns, þá erum við líka að spila hefðbundnar útsetningar, Mér finnst svolítið skemmtilegt að koma inn í það.Heillaðist af dreng í hvítum jakkafötum Björg: Ég var fjögurra ára gömul og sá strák í stundinni okkar sem spilaði á flautu í hvítum jakkafötum. Ég lýsi hér með eftir honum því ég varð algjörlega heilluð. Emilía: Gæti þetta verið Ari Eldjárn? Hann var að æfa með mér? Björg: Ég veit það ekki. Ég vona að hann gefi sig fram. Því ég man eftir þessu augnabliki þó að ég hafi bara verið fjögurra ára. En ég mátti ekki fá þverflautu strax og var á blokkflautu í tvö ár sem mér fannst ekkert sérlega skemmtilegt. Svo fékk ég að byrja á þverflautu sjö ára. Eins og margir flautuleikarar gekk ég líka í gegnum tíma þar sem ég glímdi við álagsmeiðsli. Þegar ég byrjaði í háskólanámi þurfti ég að læra líkamsbeitingu. Ég fór á námskeið í líkamsbeitingu sem gjörbreytti minni líðan. Ég ákvað að læra það og tók kennaranám í því líka. Ég er núna að leiðbeina fólki. Þetta skiptir máli.Glímir enn við feimni Steinunn Vala: Ég byrjaði sjö ára gömul. Ég held að ég hafi valið flautu því að mér fannst allar konur sem spila á flautu svo ógeðslega sætar. Mér fannst þær svo þokkafullar og flottar, svo þetta var mjög hégómleg ákvörðun. Ég var brjálæðislega feimin, ég veit ekki hvort þið hinar munið eftir því, en ég átti mjög erfitt með að tala við kennara mína. Ég var lítil og mikil mús. Átti alltaf mjög erfitt með að spila á tónleikum vegna feimninnar. Frammistaðan var alltaf góð en það þurfti alltaf að peppa mig upp í marga daga áður til að hleypa í mig kjarki. Feimnin fer aldrei en mér finnst þægilegra að spila núna. Ég stressast ekki upp úr öllu valdi.Grét af leiðindum í píanónámi Þuríður: Ég byrjaði í forskóla sex ára og byrjaði að læra á píanó. Mér fannst það bæði erfitt og leiðinlegt. Ég grét yfir því og hætti í því námi. Systkini mín voru að læra á píanó. Systir mín var að æfa með Þórunni Guðmundsdóttur á píanó og flautu. Mér fannst það agalega smart. Þá var ég ellefu ára og bað um að fá að læra á flautu. Þá fór ég til Benna (Bernharð Wilkinson), hins margumtalaða flautupabba, sem hefur kennt mörgum hér. Mér fannst rosalega skemmtilegt að læra hjá honum, hann var léttur og kátur og sagði brandara og svona. Berglind María: Þú ert rokkstjörnutónskáld. Þú hefur fyrst og fremst verið að semja. Þuríður: Fyrst þegar bréfið kom frá Björk þá hugsaði ég með mér, æi þetta er liðin tíð. Ég get ekki verið með. En sem betur fer er ég alltof forvitin til að geta hafnað svona tilboði. Og það hefur verið algjört ævintýri að fá að vera með, sjá hvernig hlutirnir funkera. Ég sé alls ekki eftir því.Æfði á blokkflautu með Björk Áshildur: Ég fór hefðbundna leið. Það er mikil hefð fyrir tónlistarnámi í minni fjölskyldu. Ég lærði reyndar á blokkflautu með Björk þegar ég var lítil. Við vorum með frábæran kennara sem kom alla leið frá Þýskalandi. Hann lét okkur strax spila saman á mismunandi blokkflautur og það var mikill metnaður í starfi hans. Við lærðum yfir sumartímann og þetta var svo frábærlega skemmtilegt og hvetjandi. Þegar það kom að því að velja annað hljóðfæri þá vildi ég bara vera áfram með flautu. Var bara með æði fyrir þessu. Þetta er mikil vinna, þetta er ekki auðvelt og ekki alltaf blússandi rómantík. Og það getur verið hundleiðinlegt sem maður þarf að gera til að æfa sig og komast á þann stað þar sem maður vill vera. En svo uppsker maður og getur spilað allt sem hægt er að hugsa sér. Og það er dásamlegt. Að fá að vera með í þessu verkefni er tækifæri sem kemur bara til manns einu sinni á ævinni. Þetta er líka tækifæri til að breyta til, stíga inn í annan heim, áður en maður snýr aftur í hversdagsleikann. Ég held að ég hafi gott af þessu.Eins og að missa vin Melkorka: Það kom fljótt í ljós að ég var tónelsk. Ég var svolítið skrýtið barn. Mitt uppáhaldssjónvarpsefni voru óperurnar Carmen og Töfraflautan. Ég horfði aftur og aftur á spólurnar. Þetta var þegar ég var þriggja til sex ára gömul. Ég man svo eftir tónleikum með Manuelu Wiesler sem ég fór á. Hún ætti sko að vera í þessum hópi okkar! En hún kom þarna svífandi inn á sviðið í glitrandi litríkum skóm. Ég var alveg heilluð og fannst hún vera töfrakona. En í mínu námi og ferli hef ég samt alltaf átt í togstreitu við þetta hljóðfæri. Ég hef alltaf átt erfitt með þessa væmnu tengingu, það er bara minn karakter. Ég hef líka verið tvístígandi gagnvart því að vera flautuleikari. Oft hætt og farið að gera eitthvað annað. Á tímabili var ég komin í læknisfræði í Kaupmannahöfn. En svo togar tónlistin alltaf í mig. Ég ætlaði að hætta með rosa drama fyrir nokkrum árum og fékk vinnu í Hörpu. En svo bara kemst ég bara ekki upp með það því þetta er bara orðinn svo stór hluti af mér. Þegar ég byrjaði að vinna í Hörpu þá fór ég bara í gegnum sorgarferli, það var eins og ég hefði misst vin. Það er kannski ekkert skrýtið. Ég æfði í fjóra til fimm tíma á dag og komst langt. Var í toppformi. En gafst upp á strögglinu því það er meira en að segja það að hafa flautuleikinn að atvinnu. Ég ætlaði mér að segja skilið við þennan vin. En það er ekki hægt. Sem betur fer koma alltaf einhverjir englar og toga í mig, biðja mig um að spila. Eins og Björk. Guðni forseti kom á tónleikana og spurði hvort þetta verkefni hefði verið óvænt fyrir mig. Ég svaraði: Já, hver hefði trúað því að ég yrði poppstjarna á fertugsaldri? Hann hló og sagði: Já, ég kannast við þessa tilfinningu, mér líður oft eins og ég hafi óvænt gengið inn í uppáhaldsbíómyndina mína!Eins og versta dóp Þuríður: Ég var líka komin á þetta þegar ég var að koma aftur heim til Íslands. Að lífið væri orðið alltof flókið. Ég var komin með þrjú börn og að semja. Ég nennti ekki að starta öllu upp á nýtt, stofna band og búa mér til starfsvettvang. En það er ekki hægt að skilja við þennan vin. Þá kemur þessi sorg yfir mann. Og það er skiljanlegt, ég hef eytt hálfri ævinni í að spila. Það er það skemmtilegasta sem ég geri. Það er geðveiki að hætta því. Emilía: Að spila á flautu er eins og ástarsamband. Eða eitthvað verra. Amma sagði við mig einu sinni: Þetta er eins og versta dóp, klassíska tónlistin. Og það er að vissu leyti rétt. Hún lætur mig aldrei í friði. Áshildur: Þegar maður er að spila, túlka tilfinningar, fer hugurinn út um allt, þú upplifir tilfinningar svo sterkt, þetta er svo gefandi. Berglind María: Þetta er mjög dularfullt ferli. Og persónulegt. Melkorka: Tónlistin tekur við þar sem orðunum sleppir. Mér finnst svo fallegt það sem Sigurður Pálsson sagði um listina og hlutverk listamannsins sem með því að vera trúr samvisku sinni stækkar heim annarra. Ég tengi við það. Það þarf úthald og maður þarf að vera fylginn sér. Eiga þær ráð til ungra tónlistarmanna sem vilja ná langt á sínu sviði? Berglind María: Það er nauðsynlegt að minna á þetta því það er of lítið um skapandi nálgun í þessu hefðbundna, klassíska tónlistarnámi. Það er þess vegna sem margir skapandi einstaklingar finna sér aðrar leiðir. Eins og Björk. Áshildur: Ungt fólk ætti ekki að vera með öll eggin í sömu körfunni. Sjá aðeins til. Þuríður: Vera rosalega forvitin og prófa alls kyns hluti. Gefa sér tækifæri. Melkorka: Vera fylgin sér og sínum draumum. Það er pláss fyrir alla einhvers staðar og það er ekkert alltaf þar sem maður heldur sjálfur.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira