Átta liða úrslitin hófust í gær en þá tók ÍBV forystuna gegn ÍR og FH er komið yfir gegn Aftureldingu en næstu leikir þessara liða eru á sunnudagskvöldið.
Í dag hefjast svo síðari tvær rimmur. Annars vegar mætast frændfélögin Valur og Haukar á Hlíðarenda en það er tvíhöfði þar í dag þar sem kvennalið liðanna mætast í oddaleik í undanúrslitunum kvennamegin.
Í hinni viðureigninni fær svo spútniklið vetrarins, Selfoss, Garðbæinga í heimsókn en Stjarnan endaði í sjöunda sætinu en vel er farið yfir báðar viðureignarnar hér að neðan.
Spekingarnar Andri Berg Haraldsson og Gunnar Berg Viktorsson voru í settinu ásamt Tómasi Þór Þórðarsyni en Seinni bylgjan verður í Vals-höllinni í dag og hefur útsendingu þaðan klukkan 15.15.
Valur-Haukar: