Mótherjar voru engir aukvisar því Annie atti kappi við engar aðrar en Katrínu Tönju Davíðsdóttur og Söru Sigmundsdóttur. Þetta er í fyrsta sinn sem undanfaraæfingar fyrir heimsleikanna eru kynntar í Evrópu og þykir útsendingin frá Reykjavík enn ein staðfestingin á sterkri stöðu íslenskra keppenda í hreystileikunum.
Æfingin í nótt einkenndist af upphífingum og lyftingum þar sem keppendur þurftu að ná sem flestum endurtekningum og umferðum á sjö mínútum.
Annie Mist náði 178 endurtekningum og kom þar rétt á undan Katrínu Tönju, sem náði 176. Sara var ekki langt undan og gat gengið sátt frá borði með 171 endurtekningu.
Útsendingu gærkvöldsins má sjá hér að neðan.