Lífið

Ísland neðst í sínum riðli

Birgir Olgeirsson skrifar
Hópur Íslands á sviðinu í Lissabon.
Hópur Íslands á sviðinu í Lissabon. Vísir/Getty
Ari Ólafsson var lang neðstur í fyrri undanriðli Eurovision. Ari flutti lagið Our Choice á fyrra undankvöldi Eurovision síðastliðinn þriðjudag en hann fékk 15  stig. Var Ari þar með í nítjánda sæti en í átjánda sæti var Makedónía með 24 stig og Króatía með 63 stig í 17. sæti.

Ísrael vann fyrri undanriðilinn með 283 stig og varð Kýpur í öðru sæti í þeim riðli með 262 stig. Tékkland varð í þriðja sæti með 232 stig og Austurríki í fjórða sæti með 231 stig.

Fulltrúi Ísrael vann Eurovision og varð Kýpur í öðru sæti og Austurríki í þriðja sæti.



Í fyrra hafnaði Ísland í fimmtánda sæti í fyrri undanriðlinum með 60 stig. 

Úrslit fyrri undanriðilsins:

1. Ísrael (283 stig)

2. Kýpur (262 stig)

3. Tékkland (232 stig)

4. Austurríki (231 stig)

5. Eistland (201 stig)

6. Írland (179 stig)

7. Búlgaría (177 stig)

8. Albanía (162 stig)

9. Litháen (119 stig)

10. Finnland (108 stig)

11. Aserbaídsjan (94 stig)

12. Belgía (91 stig)

13. Sviss (86 stig)

14. Grikkland (81 stig)

15. Armenía (79 stig)

16. Makedonía (24 stig)

19. Ísland (15 stig)

Noregur stóð uppi sem sigurvegari í seinni undanriðlinum en Svíþjóð og Moldavía urðu í öðru og þriðja sæti. 

Úrslit seinni undanriðilsins:

1. Noregur (266 stig)

2. Svíþjóð (254 stig)

3. Moldóvía (235 stig)

4. Ástralía (212 stig)

5. Danmörk(204 stig)

6. Úkraína (179 stig)

7. Holland (174 stig)

8. Slóvenía (132 stig)

9. Serbía (117 stig)

10. Ungverjaland(111 stig)

11. Rúmenía (107 stig)

12. Lettland (106 stig)

13. Malta (101 stig)

14. Pólland (81 stig)

15. Rússland(65 stig)

16. Svartfjallaland (40 stig)

17. San Marínó (28 stig)

18. Georgía (24 stig)


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.