Mamma kom til baka, þá get ég það líka Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 12. maí 2018 08:15 Mæðgurnar Hilda Jana og Hrafnhildur Lára Ingvarsdóttir misstu báðar trúna á lífið og töpuðu sjálfum sér í áfengi og fíkniefnum. Vísir/Stefán Hilda Jana Gísladóttir er komin til Reykjavíkur að heimsækja dóttur sína, Hrafnhildi Láru Ingvarsdóttur. Hrafnhildur er rétt rúmlega tvítug og dvelur á áfangaheimilinu Dyngjunni. Þar er hún í eftirmeðferð eftir áfengismeðferð á Vogi. Hilda Jana þekkir áfangaheimilið, hún dvaldi þar eitt sinn sjálf, átján ára gömul. „Það gengur rosalega vel hjá mér. Ég er búin að vera edrú í um hálft ár og hef búið í Dyngjunni síðan 10. desember,“ segir Hrafnhildur frá. Þær mæðgur eru komnar á kaffihús í austurborginni til fundar við blaðamann sem fær að heyra um sameiginlega lífsreynslu þeirra af alkóhólisma. „Þarna er pláss fyrir fjórtán konur, það er alltaf biðlisti í þetta úrræði. Ég sótti um að komast þarna að síðasta sumar og finnst ég mjög heppin að hafa komist þarna inn. Það er oft talað um að það sé mikilvægt í batanum að vera með sínu kyni,“ segir Hrafnhildur. Þær mæðgur eru líkar. Og það sést að þær eru nánar. Þær teygja sig oft hvor eftir annarri meðan á samtalinu stendur. Horfast í augu og klára setningar hvor fyrir aðra. Brosa innilega og hlæja. Það er bjart yfir þeim. Þær bera báðar sama húðflúrið. Stærðfræðimerkið fyrir óendanleika. Hilda Jana ber það á fæti en dóttir hennar á úlnlið.„En þarna tók mamma ákvörðun. Mamma, þú bjargaðir lífi mínu“, segir Hrafnhildur Lára.Vísir/StefánLoksins komin aftur „Ég fæ að heyra það frá mörgum að ég sé loksins komin aftur. Það er eins og það breytist allt. Eins og ég hafi verið önnur manneskja,“ segir Hrafnhildur. „Sjúkdómurinn heltekur fólk og það er ekki það sjálft þegar það er veikt. Við erum búin að fá stelpuna okkar aftur. Neistinn er þarna og manneskjan sem ég þekki. Þetta er stelpan mín,“ segir Hilda Jana. Hjá Hildu Jönu, eins og hjá dóttur hennar, byrjaði neyslan hægt. Þær kannast báðar mjög vel við einkenni kvíða og þunglyndis. Þá tók við drykkja og djamm á unglingsárum. Um leið og áfengi var komið í spilið kviknaði alkóhólismi. Þær tóku svo báðar djúpa og skarpa dýfu í harða fíkniefnaneyslu. Hilda Jana á engin orð yfir hræðsluna sem greip hana þegar hún áttaði sig á því að dóttir hennar var komin í sömu stöðu og hún sjálf var í sem unglingur. „Ég varð sjúklega hrædd þegar dóttir mín fór í neyslu. Ekki síst vegna þess að ég veit hvað það er sem gerist á þessum tíma, það verður aldrei tekið til baka. Þó að sárin grói, þá er maður allt lífið með ör eftir þá lífsreynslu að hafa verið í neyslu,“ segir Hilda Jana. „Ég fór í meðferð átján ára gömul. Tók eitt ár þar sem ég var inn og út úr meðferð. Ég bjó á Dyngjunni og fór síðar í Fjölbrautaskólann við Ármúla. Ég hafði áður klúðrað skólagöngu minni í Kvennaskólanum. Ákvað að mæta ekki edrú í prófin. Rosa skrýtið að ég hafi ekki náð prófunum,“ segir Hilda Jana í kaldhæðni og hlær. „Mamma var svo mikill snillingur. Hún mútaði mér til að fara aftur í skólann. Borgaði mér fimm þúsund krónur á viku sem var fínn peningur á þessum tíma. Einu skilyrðin voru að mæta í skólann. Þetta kom mér á beinu brautina. Tveimur árum síðar varð ég svo ófrísk að þessari fallegu stúlku og ákvað að elta foreldra mína til Akureyrar og fá stuðning frá þeim á meðan ég væri að stíga mín fyrstu skref í móðurhlutverkinu. Ég kolféll fyrir Akureyri og bærinn hefur verið heimili mitt síðan,“ segir Hilda Jana frá.Hilda Jana dvaldi sjálf á áfangaheimilinu þegar hún var átján ára gömul.vísir/stefánKlámfenginn þjálfari í KR Hún segist stundum leiða hugann að upphafinu. „Ég hef fylgst með #meetoo-byltingunni og leiddi hugann að æskunni. Ég æfði um árabil handknattleik með KR og varð meðal annars Íslandsmeistari með félaginu í 3. flokki. „Ég hugsaði varla um annað en handbolta,“ segir hún. „En því miður þá fengum svo ömurlegan þjálfara. Hann var klámfenginn og talaði niðrandi til okkar: „Hvað, eru ekki brundsletturnar þornaðar frá því í gærkvöldi? Af hverju getur þú ekki gripið boltann?“ Þetta sagði hann við okkur, ungar stúlkur, 15 og 16 ára. Ég kunni ekki að bregðast rétt við þessu, reif bara kjaft og hann rak mig út af æfingum. Svo hætti ég og flestar hinna líka. Við sögðum ekki frá okkur, datt það reyndar ekki í hug. Það var miklu frekar að ég upplifði að ég hefði gert eitthvað rangt og hefði ekki átt að vera með kjaft. Árið 2016 rakst ég á frétt um að hann hefði verið rekinn fyrir ósæmilega hegðun. Hann var sem sagt að þjálfa allan þennan tíma,“ segir Hilda Jana frá. „Ég kenni alls ekki þessari reynslu um mína neyslu. En þetta hjálpaði pottþétt ekki. Það liðu tvö ár frá því að ég hætti í handbolta þar til ég var komin í meðferð,“ segir Hilda Jana. „Ég er svo þakklát fyrir þessa byltingu og hugarfar ungs fólks núna. Það þegir ekki eins og við gerðum. Það er mikil þörf á byltingum eins og þeim sem hafa orðið. Eins og brjóstabyltingunni #FreeTheNipple, sem þú tókst nú þátt í,“ segir Hilda Jana við dóttur sína. „Það þarf stundum byltingar til að breyta samfélaginu,“ segir hún.Ætlaði aldrei að drekkaHrafnhildur, hefur mamma þín sagt þér frá sinni neyslu? „Já, neysla mömmu hefur aldrei verið leyndarmál. Ég hef alltaf vitað þetta og ég hef alltaf verið stolt af henni fyrir að koma til baka. Og vera svo þar. Velja okkur. Því það er ekki sjálfsagt. Ég finn það núna, hvað það er gott að hafa hana sem fyrirmynd. Að vita það alveg í hjartanu að þá get ég líka komið til baka. Það er mjög mikilvægt. Ég á pabba sem er alkóhólisti, þó svo að ég eigi líka yndislegan pabba sem ættleiddi mig. En alkóhólismi hefur samt alltaf verið eitthvað sem ég veit af. Og auðvitað ætlaði ég aldrei að byrja að drekka. Aldrei nokkurn tímann!“Hvað gerðist? „Það er mjög langt síðan mér byrjaði að líða mjög illa. Ég held ég hafi verið tólf ára gömul þegar ég fann fyrst fyrir alvarlegri vanlíðan. Ég glímdi við alls konar fíkn, sjálfsskaðafíkn og ýmiss konar matarfíkn. Þessi vanlíðan stigmagnaðist. Í 10. bekk þá skaðaði ég mig daglega. Mig langaði alla daga til að deyja. Ég var alltaf að fresta því til morguns. Út af mömmu. Bara út af mömmu,“ segir Hrafnhildur. „Og svo gerðist það sumarið eftir 10. bekk að ég byrjaði að drekka. Ég sem ætlaði aldrei að drekka. Ég hataði áfengi. Og mamma mín var best, hetja fyrir að drekka ekki. Ég ætlaði að verða eins og hún. Því ég væri líka alkóhólisti. Ég vissi það. En svo bara týndist ég. Ég varð uppreisnargjarn unglingur. Ég skyldi sanna fyrir öllum að ég væri ekki alkóhólisti. Ég væri ekki eins og þau. Þetta byrjaði hægt. Ég drakk um helgar. Mér fór að líða betur í smá tíma. Gleymdi mér í þessu hlutverki, „partístelpu-hlutverkinu“. Þar fékk ég viðurkenningu, þar virkaði ég,“ segir Hrafnhildur. Hún segir drykkjuna hafa ágerst og henni fylgdu miklar geðsveiflur og sjálfsvígshugsanir. „Annaðhvort gat ég ekki sofið eða ég gat ekki vaknað. Eða ég gat ekki borðað eða borðaði alltof mikið. Ég virkaði ekki. Ég hélt að ég væri með geðhvörf og var lögð inn á geðdeild. Þar fékk ég smá hjálp. Foreldrar mínir komu á fund með geðlækninum og á fundinum nefnir mamma alkóhólisma í milljónasta sinn. Mér leist nú ekki á blikuna, nú væri mamma að draga sín vandamál inn í þunglyndið mitt. Ég var í mikilli afneitun. Enn skyldi ég sanna fyrir öllum að ég væri ekki alkóhólisti. Ég fór oft edrú niður í bæ. Til að sýna fólki. Ég áttaði mig ekki á því að þessi stjórnun á neyslunni væri eitt skýrasta merkið um alkóhólisma,“ segir Hrafnhildur.„Við erum búin að fá stelpuna okkar aftur. Neistinn er þarna og manneskjan sem ég þekki. Þetta er stelpan mín,“ segir Hilda Jana.Vísir/StefánÍ mikilli afneitun Geðlæknir Hrafnhildar lagði henni línurnar. Þunglyndislyfin gætu bjargað lífi hennar. En hún þyrfti að hætta að drekka. Ef hún gæti það ekki skyldi hún fara í viðtal til SÁÁ. „Ég sagði bara: Ekkert mál! Sex mánuðir – ég drekk ekki dropa í sex mánuði. Mömmu leist sko vel á það,“ segir Hrafnhildur og brosir. „Þetta var mín hugmynd. Ég laumaði þessu að geðlækninum,“ segir Hilda Jana. „Nei, í alvöru? Ég vissi það ekki,“ segir Hrafnhildur og skellihlær. Þær hlæja báðar. Hilda Jana hefur beitt alls kyns brögðum í baráttunni sem dóttir hennar fær nú að vita af. „Það tókst ekki að hætta að drekka. Ég fann alls konar ástæður fyrir því að detta í það. Ég datt til dæmis í það hér í Reykjavík. Mjög illa. Þá sá ég í fyrsta skipti svart á hvítu, hversu stjórnlaus ég var í drykkju. Ég særði manneskju sem mér þótti vænt um. Það var ekki ég. Það hræddi mig. Ég ætlaði ekki að segja mömmu að ég hefði dottið í það. En ég rankaði sem betur fer við mér og allt í einu fór að síast inn að ég hefði í alvörunni orðið önnur manneskja. Og vissi hversu skelfilegt það var. Því ég á fólk í mínu lífi sem hefur farið og ekki komið til baka eins og mamma. Ég fór aftur norður og sagði mömmu frá. Ákvað að fara í viðtal til SÁÁ. En hugsaði nú samt með mér að þau myndu segja mér að ég væri ekki alkóhólisti. Þetta væri allt saman einhver misskilningur. Afneitunin átti mig nefnilega með húð og hári, alveg frá því áður en ég tók fyrsta sopann. Ég fór í viðtalið og auðvitað var niðurstaðan sú að ég er klárlega alkóhólisti og átti að fara í inniliggjandi meðferð,“ segir Hrafnhildur frá. „Við grétum,“ segir Hrafnhildur við mömmu sína. „Þú af gleði. Ég af því mér fannst þetta ömurlegt. Allt sem ég ætlaði ekki að vera var ég orðin.“ Hilda Jana kinkar kolli. „Svo fór ég með hana á Vog í janúar 2017. Skildi við hana á biðstofunni.“Leið illa á virkum dögum „Vogur var svo miklu stærri en ég hélt. Meiri spítali en ég hélt. Ég var alltaf að hugsa um mömmu og pabba. Sem þurftu að fara á Vog mörgum sinnum. Afneitunin átti mig í þessari fyrstu meðferð. Ég var þarna bara vegna vanlíðunar. Þarna frétti ég af fólki sem drakk á hverjum degi. Mér hafði aldrei dottið í hug að það væri möguleiki. Mér leið nefnilega alltaf svo illa á virkum dögum. Mér leið illa sunnudaga, mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga. En þegar helgin nálgaðist þá var ég í skýjunum því þá styttist í það að ég gæti fengið mér. Þarna var fræi sáð. Ég þyrfti ekki að bíða eftir því að fá mér.“ Hrafnhildur var í tæpar tvær vikur á Vogi. Þaðan fór hún í eftirmeðferð á Vík í 28 daga. Og þaðan í sex daga eftirfylgni á göngudeild geðdeildar. „Eftir á séð þá var það ekki nóg. Því ég var svo ofsalega veik. En mér var samt farið að líða aðeins betur. Gat farið út að ganga og ætlaði að vera edrú og í AA með krökkunum sem ég kynntist í meðferðinni. En það fór ekki þannig. Ég datt í það með þessum krökkum og byrjaði í neyslu. Á þessum tíma vissi ég ekkert um fíkniefni. Hafði aldrei kynnst þeim neysluheimi. Var með sakleysislegar hugmyndir um hann þó að mamma hefði einu sinni tilheyrt honum og hann hefði verið alveg jafn ljótur þá.“Éttu eða vertu étinn Hrafnhildur segist ekki einu sinni vita hvernig hún á að tala um fíkniefnaneysluna og þann heim sem fólk dvelur í þegar það er í neyslu. „Ég var á nákvæmlega sama stað og ég hef búið á alla mína ævi, á Akureyri. En ég var með öðrum krökkum og á öðrum stöðum. Þetta er eins og annar heimur og hann er á hvolfi. Þar gilda aðrar reglur. Eins og ef þú skuldar þessum eða hinum þá má gera þetta við þig. Og þá má ekki kæra það. Ég varð rosalega ringluð. Ég held ég hafi verið að reyna að aðlagast. Þetta er svona éttu eða vertu étinn heimur. Siðgæðishnignunin er hröð og maður fer að lokast af. Mjög fljótt.“ Hrafnhildur segir mikið um neyslu á læknadópi meðal ungmenna. „Það er mikið verið að nota bensólyf, róandi. Sumir voru bara með þetta uppáskrifað. Ungu fólki finnst þetta voða saklaust en það er hægt að deyja á þeim. Þetta er eins og faraldur. Ég var skíthrædd þegar ég tók fyrst inn fíkniefni. Ég hafði reykt gras. En þegar mér var rétt MDMA þá varð ég logandi hrædd. Það voru allir búnir að taka á undan mér. Ég var að fara að bakka út en var samt ákveðin í að gera þetta. Ég man að krakkarnir voru að rökræða hvað ég ætti eiginlega að taka mikið. Einn vildi að ég fengi mér meira en hinir voru að segja. Þetta endaði á því að hann hellir því ofan í mig. Ég vissi ekki að þetta myndi brenna í mér munninn. Þetta var mjög vont. Ég veit ekki hvort það var rottueitur í þessu en þetta var hræðilegt. Það gleymdist samt alveg þegar kom að því að taka þetta inn í næsta skipti.“ Hrafnhildur segir að í fyrstu hafi hún gleymt vanlíðan sinni. „En það var nú bara í um það bil viku. Svo var þetta bara martröð. Ég fór mjög hart inn í þetta strax. Ég var að nota með þannig fólki. Ég var aldrei neydd til neins, þetta var það sem ég vildi gera. Ég týndi mér. En þarna tók mamma ákvörðun. Mamma, þú bjargaðir lífi mínu.“Í lífshættu og á götunni „Nei, þú gerðir það sjálf,“ segir Hilda Jana og útskýrir fyrir blaðamanni. „Ég henti henni út af heimilinu. Á götuna. Það er það erfiðasta sem ég hef gert. Barnið mitt var í lífshættu og það rétta að gera var að loka á nefið á því. Það var ekki það sem mig langaði að gera. Heldur það sem ég varð að gera. Ég veit ekki einu sinni hvort ég hefði ráðið við það ef ég ætti ekki tvö önnur börn. Móðureðlið sagði til sín. Ég þurfti að vernda hinar dætur mínar. Þetta var auðvitað bara skelfilegt,“ segir Hilda Jana. „Þá var enginn staður til að vera á. Mig langaði ekki til að meiða fólkið mitt. Langaði ekki til að vera þessi manneskja. Ég varð rosalega reið og sá ekki þá að þetta myndi leiða gott af sér. En ef ég hefði mátt fara heim, þá hefði ég bara hvílt mig og farið svo aftur út. Þannig virkar bara þessi sjúkdómur,“ segir Hrafnhildur frá. Hrafnhildur fór í meðferð í september. „En ég er send í bæjarleyfi og dett hræðilega í það. Ég var komin í lífshættu af neyslu. Ég kemst inn í neyðarinnlögn á Vog. Ég veit það í dag að það var heppni og ég verð alltaf óendanlega þakklát fyrir það. Biðlistarnir eru hræðilega langir. Það hafa verið mörg dauðsföll í ár. Þetta er bara hræðileg staða. En allan þennan tíma sem ég var að bíða eftir að komast í meðferð þá hafði ég samt eitt haldreipi. Sem var göngudeild SÁÁ á Akureyri.Hilda Jana lýsir þeirri tilfinningu að eiga barn í fíkniefnaneyslu þannig að sú upplifun sé svipuð og að barn hlaupi út á götu í veg fyrir bíl, trekk í trekk.Vísir/StefánLokað í miðjum faraldri Starfsmaðurinn þar var mér stoð og stytta. Ég gat alltaf leitað þangað, foreldrar mínir líka. Það er skelfilegt að segja frá því að nú á að loka deildinni vegna skorts á fjármagni. Á meðan fólk er að deyja á biðlistum. Á meðan það er faraldur vegna læknadóps. Þetta er ekki tíminn til þess að draga úr þjónustu. Þetta er tíminn sem þarf að auka við hana. Og þess utan þá þarf að bæta við úrræði fyrir ungt fólk. Ungt fólk getur alveg hætt í neyslu. Mamma gat það. Ég get það. Það er ekki ómögulegt. Þetta er neyðarástand sem ríkir, bæði í þjónustu til barna sem glíma við geðrænan vanda og svo ungs fólks í neyslu. Ef það er eitthvað sem ég er ákveðin í eftir þessa hörmulegu lífsreynslu þá er það að hún verði til góðs. Það þarf einhver að ræða um þetta og ég get alveg tekið það á mig,“ segir Hrafnhildur. Þegar Hrafnhildur flaug suður í meðferðina sem átti eftir að verða henni mjög til góðs var hún enn þá í því. „Ég var full. Ég hélt djamminu áfram. Var í neyslu í Reykjavík og missti af innlögninni. Mamma vissi ekki hvar ég var og var búin að hringja oft. Ég ákvað að hringja í hana og segja henni að slappa bara af. Ætlaði að friða hana. Þá kom einhver tónn í hana sem náði til mín. Hún grátbað mig. Hrafnhildur, gerðu það. Má ég leigja bíl. Má ég leigja hótel. Hringja upp á Vog og fara með þig þangað. Ég sagði bara já. Því innst inni var ég búin að fá nóg. Svo kom hún. Þessi magnaða kona,“ segir Hrafnhildur og grípur í hönd móður sinnar. „Hún flaug til Reykjavíkur. Sótti mig. Fór með mig á hótelið. Ég svaf í fanginu á henni og fór svo á Vog. Þarna bjargaðir þú í alvörunni lífi mínu. Því ég upplifði svo mikla höfnun. Var svo veikur alkóhólisti og þú bara vond,“ segir Hrafnhildur. „Ég sá að hún var enn þá tilbúin að gera allt fyrir mig. Og þá ákvað ég að gefast upp. Taka meðferðinni. Ég gerði allt öðruvísi í þetta skiptið. Æi, allir alkóhólistar segja þetta. En þetta er alltaf öðruvísi þangað til það verður nógu gott.“Heppin að eiga fyrir sálfræðimeðferð „Og á meðan allt þetta er í gangi þá er fjölskyldan heima. Samhliða hennar sögu er sagan heima. Þar sem fjölskyldan er að farast úr hræðslu og ráðaleysi. Og í raun er sú saga langt aftur í tímann. Því við höfðum reynt að sækja hjálp fyrir hana áður til sálfræðings, til dæmis þegar hún var að reyna að skaða sig. Og svo þegar þessi augljósi vítahringur alkóhólismans hófst. Við reyndum alltaf að sækja alla mögulega hjálp. Hún var svo logandi hrædd og ráðalaus. Það er svo litla hjálp að fá. Það er stundum talað um hversu mikilvægt það er að grípa snemma inn í, en raunin virkar oftar þannig að í stað þess að slökkva í glóð, bíðum við eftir stórbáli áður en eitthvað er gert af fullum þunga. Þegar hún fékk þunglyndisgreiningu var hún á biðlista í sjö mánuði eftir hugrænni atferlismeðferð. Við sóttum auðvitað sjálf aðstoð sálfræðings og vorum heppin að eiga fyrir henni, því þetta er rándýrt. En stelpan okkar hefði þurft svo miklu meiri hjálp og það fyrr og nú á að loka göngudeildinni á Akureyri. Það bara má ekki gerast. Ef ég ætti að lýsa tilfinningunni við það að eiga barn í fíkniefnaneyslu, þá er það svipuð upplifun og að barnið þitt sé að hlaupa út á götu í veg fyrir bíl. Trekk í trekk í trekk,“ segir Hilda Jana. „Þessu verður að breyta og ég vona að við tvær getum haft einhver áhrif, það gagnast engum að þegja þennan vanda í hel.“ „Ég vissi ekki hvað þessi heimur var vondur. Það hefði enginn getað sagt mér það, ekki einu sinni þú,“ segir Hrafnhildur að lokum við mömmu sína. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira
Hilda Jana Gísladóttir er komin til Reykjavíkur að heimsækja dóttur sína, Hrafnhildi Láru Ingvarsdóttur. Hrafnhildur er rétt rúmlega tvítug og dvelur á áfangaheimilinu Dyngjunni. Þar er hún í eftirmeðferð eftir áfengismeðferð á Vogi. Hilda Jana þekkir áfangaheimilið, hún dvaldi þar eitt sinn sjálf, átján ára gömul. „Það gengur rosalega vel hjá mér. Ég er búin að vera edrú í um hálft ár og hef búið í Dyngjunni síðan 10. desember,“ segir Hrafnhildur frá. Þær mæðgur eru komnar á kaffihús í austurborginni til fundar við blaðamann sem fær að heyra um sameiginlega lífsreynslu þeirra af alkóhólisma. „Þarna er pláss fyrir fjórtán konur, það er alltaf biðlisti í þetta úrræði. Ég sótti um að komast þarna að síðasta sumar og finnst ég mjög heppin að hafa komist þarna inn. Það er oft talað um að það sé mikilvægt í batanum að vera með sínu kyni,“ segir Hrafnhildur. Þær mæðgur eru líkar. Og það sést að þær eru nánar. Þær teygja sig oft hvor eftir annarri meðan á samtalinu stendur. Horfast í augu og klára setningar hvor fyrir aðra. Brosa innilega og hlæja. Það er bjart yfir þeim. Þær bera báðar sama húðflúrið. Stærðfræðimerkið fyrir óendanleika. Hilda Jana ber það á fæti en dóttir hennar á úlnlið.„En þarna tók mamma ákvörðun. Mamma, þú bjargaðir lífi mínu“, segir Hrafnhildur Lára.Vísir/StefánLoksins komin aftur „Ég fæ að heyra það frá mörgum að ég sé loksins komin aftur. Það er eins og það breytist allt. Eins og ég hafi verið önnur manneskja,“ segir Hrafnhildur. „Sjúkdómurinn heltekur fólk og það er ekki það sjálft þegar það er veikt. Við erum búin að fá stelpuna okkar aftur. Neistinn er þarna og manneskjan sem ég þekki. Þetta er stelpan mín,“ segir Hilda Jana. Hjá Hildu Jönu, eins og hjá dóttur hennar, byrjaði neyslan hægt. Þær kannast báðar mjög vel við einkenni kvíða og þunglyndis. Þá tók við drykkja og djamm á unglingsárum. Um leið og áfengi var komið í spilið kviknaði alkóhólismi. Þær tóku svo báðar djúpa og skarpa dýfu í harða fíkniefnaneyslu. Hilda Jana á engin orð yfir hræðsluna sem greip hana þegar hún áttaði sig á því að dóttir hennar var komin í sömu stöðu og hún sjálf var í sem unglingur. „Ég varð sjúklega hrædd þegar dóttir mín fór í neyslu. Ekki síst vegna þess að ég veit hvað það er sem gerist á þessum tíma, það verður aldrei tekið til baka. Þó að sárin grói, þá er maður allt lífið með ör eftir þá lífsreynslu að hafa verið í neyslu,“ segir Hilda Jana. „Ég fór í meðferð átján ára gömul. Tók eitt ár þar sem ég var inn og út úr meðferð. Ég bjó á Dyngjunni og fór síðar í Fjölbrautaskólann við Ármúla. Ég hafði áður klúðrað skólagöngu minni í Kvennaskólanum. Ákvað að mæta ekki edrú í prófin. Rosa skrýtið að ég hafi ekki náð prófunum,“ segir Hilda Jana í kaldhæðni og hlær. „Mamma var svo mikill snillingur. Hún mútaði mér til að fara aftur í skólann. Borgaði mér fimm þúsund krónur á viku sem var fínn peningur á þessum tíma. Einu skilyrðin voru að mæta í skólann. Þetta kom mér á beinu brautina. Tveimur árum síðar varð ég svo ófrísk að þessari fallegu stúlku og ákvað að elta foreldra mína til Akureyrar og fá stuðning frá þeim á meðan ég væri að stíga mín fyrstu skref í móðurhlutverkinu. Ég kolféll fyrir Akureyri og bærinn hefur verið heimili mitt síðan,“ segir Hilda Jana frá.Hilda Jana dvaldi sjálf á áfangaheimilinu þegar hún var átján ára gömul.vísir/stefánKlámfenginn þjálfari í KR Hún segist stundum leiða hugann að upphafinu. „Ég hef fylgst með #meetoo-byltingunni og leiddi hugann að æskunni. Ég æfði um árabil handknattleik með KR og varð meðal annars Íslandsmeistari með félaginu í 3. flokki. „Ég hugsaði varla um annað en handbolta,“ segir hún. „En því miður þá fengum svo ömurlegan þjálfara. Hann var klámfenginn og talaði niðrandi til okkar: „Hvað, eru ekki brundsletturnar þornaðar frá því í gærkvöldi? Af hverju getur þú ekki gripið boltann?“ Þetta sagði hann við okkur, ungar stúlkur, 15 og 16 ára. Ég kunni ekki að bregðast rétt við þessu, reif bara kjaft og hann rak mig út af æfingum. Svo hætti ég og flestar hinna líka. Við sögðum ekki frá okkur, datt það reyndar ekki í hug. Það var miklu frekar að ég upplifði að ég hefði gert eitthvað rangt og hefði ekki átt að vera með kjaft. Árið 2016 rakst ég á frétt um að hann hefði verið rekinn fyrir ósæmilega hegðun. Hann var sem sagt að þjálfa allan þennan tíma,“ segir Hilda Jana frá. „Ég kenni alls ekki þessari reynslu um mína neyslu. En þetta hjálpaði pottþétt ekki. Það liðu tvö ár frá því að ég hætti í handbolta þar til ég var komin í meðferð,“ segir Hilda Jana. „Ég er svo þakklát fyrir þessa byltingu og hugarfar ungs fólks núna. Það þegir ekki eins og við gerðum. Það er mikil þörf á byltingum eins og þeim sem hafa orðið. Eins og brjóstabyltingunni #FreeTheNipple, sem þú tókst nú þátt í,“ segir Hilda Jana við dóttur sína. „Það þarf stundum byltingar til að breyta samfélaginu,“ segir hún.Ætlaði aldrei að drekkaHrafnhildur, hefur mamma þín sagt þér frá sinni neyslu? „Já, neysla mömmu hefur aldrei verið leyndarmál. Ég hef alltaf vitað þetta og ég hef alltaf verið stolt af henni fyrir að koma til baka. Og vera svo þar. Velja okkur. Því það er ekki sjálfsagt. Ég finn það núna, hvað það er gott að hafa hana sem fyrirmynd. Að vita það alveg í hjartanu að þá get ég líka komið til baka. Það er mjög mikilvægt. Ég á pabba sem er alkóhólisti, þó svo að ég eigi líka yndislegan pabba sem ættleiddi mig. En alkóhólismi hefur samt alltaf verið eitthvað sem ég veit af. Og auðvitað ætlaði ég aldrei að byrja að drekka. Aldrei nokkurn tímann!“Hvað gerðist? „Það er mjög langt síðan mér byrjaði að líða mjög illa. Ég held ég hafi verið tólf ára gömul þegar ég fann fyrst fyrir alvarlegri vanlíðan. Ég glímdi við alls konar fíkn, sjálfsskaðafíkn og ýmiss konar matarfíkn. Þessi vanlíðan stigmagnaðist. Í 10. bekk þá skaðaði ég mig daglega. Mig langaði alla daga til að deyja. Ég var alltaf að fresta því til morguns. Út af mömmu. Bara út af mömmu,“ segir Hrafnhildur. „Og svo gerðist það sumarið eftir 10. bekk að ég byrjaði að drekka. Ég sem ætlaði aldrei að drekka. Ég hataði áfengi. Og mamma mín var best, hetja fyrir að drekka ekki. Ég ætlaði að verða eins og hún. Því ég væri líka alkóhólisti. Ég vissi það. En svo bara týndist ég. Ég varð uppreisnargjarn unglingur. Ég skyldi sanna fyrir öllum að ég væri ekki alkóhólisti. Ég væri ekki eins og þau. Þetta byrjaði hægt. Ég drakk um helgar. Mér fór að líða betur í smá tíma. Gleymdi mér í þessu hlutverki, „partístelpu-hlutverkinu“. Þar fékk ég viðurkenningu, þar virkaði ég,“ segir Hrafnhildur. Hún segir drykkjuna hafa ágerst og henni fylgdu miklar geðsveiflur og sjálfsvígshugsanir. „Annaðhvort gat ég ekki sofið eða ég gat ekki vaknað. Eða ég gat ekki borðað eða borðaði alltof mikið. Ég virkaði ekki. Ég hélt að ég væri með geðhvörf og var lögð inn á geðdeild. Þar fékk ég smá hjálp. Foreldrar mínir komu á fund með geðlækninum og á fundinum nefnir mamma alkóhólisma í milljónasta sinn. Mér leist nú ekki á blikuna, nú væri mamma að draga sín vandamál inn í þunglyndið mitt. Ég var í mikilli afneitun. Enn skyldi ég sanna fyrir öllum að ég væri ekki alkóhólisti. Ég fór oft edrú niður í bæ. Til að sýna fólki. Ég áttaði mig ekki á því að þessi stjórnun á neyslunni væri eitt skýrasta merkið um alkóhólisma,“ segir Hrafnhildur.„Við erum búin að fá stelpuna okkar aftur. Neistinn er þarna og manneskjan sem ég þekki. Þetta er stelpan mín,“ segir Hilda Jana.Vísir/StefánÍ mikilli afneitun Geðlæknir Hrafnhildar lagði henni línurnar. Þunglyndislyfin gætu bjargað lífi hennar. En hún þyrfti að hætta að drekka. Ef hún gæti það ekki skyldi hún fara í viðtal til SÁÁ. „Ég sagði bara: Ekkert mál! Sex mánuðir – ég drekk ekki dropa í sex mánuði. Mömmu leist sko vel á það,“ segir Hrafnhildur og brosir. „Þetta var mín hugmynd. Ég laumaði þessu að geðlækninum,“ segir Hilda Jana. „Nei, í alvöru? Ég vissi það ekki,“ segir Hrafnhildur og skellihlær. Þær hlæja báðar. Hilda Jana hefur beitt alls kyns brögðum í baráttunni sem dóttir hennar fær nú að vita af. „Það tókst ekki að hætta að drekka. Ég fann alls konar ástæður fyrir því að detta í það. Ég datt til dæmis í það hér í Reykjavík. Mjög illa. Þá sá ég í fyrsta skipti svart á hvítu, hversu stjórnlaus ég var í drykkju. Ég særði manneskju sem mér þótti vænt um. Það var ekki ég. Það hræddi mig. Ég ætlaði ekki að segja mömmu að ég hefði dottið í það. En ég rankaði sem betur fer við mér og allt í einu fór að síast inn að ég hefði í alvörunni orðið önnur manneskja. Og vissi hversu skelfilegt það var. Því ég á fólk í mínu lífi sem hefur farið og ekki komið til baka eins og mamma. Ég fór aftur norður og sagði mömmu frá. Ákvað að fara í viðtal til SÁÁ. En hugsaði nú samt með mér að þau myndu segja mér að ég væri ekki alkóhólisti. Þetta væri allt saman einhver misskilningur. Afneitunin átti mig nefnilega með húð og hári, alveg frá því áður en ég tók fyrsta sopann. Ég fór í viðtalið og auðvitað var niðurstaðan sú að ég er klárlega alkóhólisti og átti að fara í inniliggjandi meðferð,“ segir Hrafnhildur frá. „Við grétum,“ segir Hrafnhildur við mömmu sína. „Þú af gleði. Ég af því mér fannst þetta ömurlegt. Allt sem ég ætlaði ekki að vera var ég orðin.“ Hilda Jana kinkar kolli. „Svo fór ég með hana á Vog í janúar 2017. Skildi við hana á biðstofunni.“Leið illa á virkum dögum „Vogur var svo miklu stærri en ég hélt. Meiri spítali en ég hélt. Ég var alltaf að hugsa um mömmu og pabba. Sem þurftu að fara á Vog mörgum sinnum. Afneitunin átti mig í þessari fyrstu meðferð. Ég var þarna bara vegna vanlíðunar. Þarna frétti ég af fólki sem drakk á hverjum degi. Mér hafði aldrei dottið í hug að það væri möguleiki. Mér leið nefnilega alltaf svo illa á virkum dögum. Mér leið illa sunnudaga, mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga. En þegar helgin nálgaðist þá var ég í skýjunum því þá styttist í það að ég gæti fengið mér. Þarna var fræi sáð. Ég þyrfti ekki að bíða eftir því að fá mér.“ Hrafnhildur var í tæpar tvær vikur á Vogi. Þaðan fór hún í eftirmeðferð á Vík í 28 daga. Og þaðan í sex daga eftirfylgni á göngudeild geðdeildar. „Eftir á séð þá var það ekki nóg. Því ég var svo ofsalega veik. En mér var samt farið að líða aðeins betur. Gat farið út að ganga og ætlaði að vera edrú og í AA með krökkunum sem ég kynntist í meðferðinni. En það fór ekki þannig. Ég datt í það með þessum krökkum og byrjaði í neyslu. Á þessum tíma vissi ég ekkert um fíkniefni. Hafði aldrei kynnst þeim neysluheimi. Var með sakleysislegar hugmyndir um hann þó að mamma hefði einu sinni tilheyrt honum og hann hefði verið alveg jafn ljótur þá.“Éttu eða vertu étinn Hrafnhildur segist ekki einu sinni vita hvernig hún á að tala um fíkniefnaneysluna og þann heim sem fólk dvelur í þegar það er í neyslu. „Ég var á nákvæmlega sama stað og ég hef búið á alla mína ævi, á Akureyri. En ég var með öðrum krökkum og á öðrum stöðum. Þetta er eins og annar heimur og hann er á hvolfi. Þar gilda aðrar reglur. Eins og ef þú skuldar þessum eða hinum þá má gera þetta við þig. Og þá má ekki kæra það. Ég varð rosalega ringluð. Ég held ég hafi verið að reyna að aðlagast. Þetta er svona éttu eða vertu étinn heimur. Siðgæðishnignunin er hröð og maður fer að lokast af. Mjög fljótt.“ Hrafnhildur segir mikið um neyslu á læknadópi meðal ungmenna. „Það er mikið verið að nota bensólyf, róandi. Sumir voru bara með þetta uppáskrifað. Ungu fólki finnst þetta voða saklaust en það er hægt að deyja á þeim. Þetta er eins og faraldur. Ég var skíthrædd þegar ég tók fyrst inn fíkniefni. Ég hafði reykt gras. En þegar mér var rétt MDMA þá varð ég logandi hrædd. Það voru allir búnir að taka á undan mér. Ég var að fara að bakka út en var samt ákveðin í að gera þetta. Ég man að krakkarnir voru að rökræða hvað ég ætti eiginlega að taka mikið. Einn vildi að ég fengi mér meira en hinir voru að segja. Þetta endaði á því að hann hellir því ofan í mig. Ég vissi ekki að þetta myndi brenna í mér munninn. Þetta var mjög vont. Ég veit ekki hvort það var rottueitur í þessu en þetta var hræðilegt. Það gleymdist samt alveg þegar kom að því að taka þetta inn í næsta skipti.“ Hrafnhildur segir að í fyrstu hafi hún gleymt vanlíðan sinni. „En það var nú bara í um það bil viku. Svo var þetta bara martröð. Ég fór mjög hart inn í þetta strax. Ég var að nota með þannig fólki. Ég var aldrei neydd til neins, þetta var það sem ég vildi gera. Ég týndi mér. En þarna tók mamma ákvörðun. Mamma, þú bjargaðir lífi mínu.“Í lífshættu og á götunni „Nei, þú gerðir það sjálf,“ segir Hilda Jana og útskýrir fyrir blaðamanni. „Ég henti henni út af heimilinu. Á götuna. Það er það erfiðasta sem ég hef gert. Barnið mitt var í lífshættu og það rétta að gera var að loka á nefið á því. Það var ekki það sem mig langaði að gera. Heldur það sem ég varð að gera. Ég veit ekki einu sinni hvort ég hefði ráðið við það ef ég ætti ekki tvö önnur börn. Móðureðlið sagði til sín. Ég þurfti að vernda hinar dætur mínar. Þetta var auðvitað bara skelfilegt,“ segir Hilda Jana. „Þá var enginn staður til að vera á. Mig langaði ekki til að meiða fólkið mitt. Langaði ekki til að vera þessi manneskja. Ég varð rosalega reið og sá ekki þá að þetta myndi leiða gott af sér. En ef ég hefði mátt fara heim, þá hefði ég bara hvílt mig og farið svo aftur út. Þannig virkar bara þessi sjúkdómur,“ segir Hrafnhildur frá. Hrafnhildur fór í meðferð í september. „En ég er send í bæjarleyfi og dett hræðilega í það. Ég var komin í lífshættu af neyslu. Ég kemst inn í neyðarinnlögn á Vog. Ég veit það í dag að það var heppni og ég verð alltaf óendanlega þakklát fyrir það. Biðlistarnir eru hræðilega langir. Það hafa verið mörg dauðsföll í ár. Þetta er bara hræðileg staða. En allan þennan tíma sem ég var að bíða eftir að komast í meðferð þá hafði ég samt eitt haldreipi. Sem var göngudeild SÁÁ á Akureyri.Hilda Jana lýsir þeirri tilfinningu að eiga barn í fíkniefnaneyslu þannig að sú upplifun sé svipuð og að barn hlaupi út á götu í veg fyrir bíl, trekk í trekk.Vísir/StefánLokað í miðjum faraldri Starfsmaðurinn þar var mér stoð og stytta. Ég gat alltaf leitað þangað, foreldrar mínir líka. Það er skelfilegt að segja frá því að nú á að loka deildinni vegna skorts á fjármagni. Á meðan fólk er að deyja á biðlistum. Á meðan það er faraldur vegna læknadóps. Þetta er ekki tíminn til þess að draga úr þjónustu. Þetta er tíminn sem þarf að auka við hana. Og þess utan þá þarf að bæta við úrræði fyrir ungt fólk. Ungt fólk getur alveg hætt í neyslu. Mamma gat það. Ég get það. Það er ekki ómögulegt. Þetta er neyðarástand sem ríkir, bæði í þjónustu til barna sem glíma við geðrænan vanda og svo ungs fólks í neyslu. Ef það er eitthvað sem ég er ákveðin í eftir þessa hörmulegu lífsreynslu þá er það að hún verði til góðs. Það þarf einhver að ræða um þetta og ég get alveg tekið það á mig,“ segir Hrafnhildur. Þegar Hrafnhildur flaug suður í meðferðina sem átti eftir að verða henni mjög til góðs var hún enn þá í því. „Ég var full. Ég hélt djamminu áfram. Var í neyslu í Reykjavík og missti af innlögninni. Mamma vissi ekki hvar ég var og var búin að hringja oft. Ég ákvað að hringja í hana og segja henni að slappa bara af. Ætlaði að friða hana. Þá kom einhver tónn í hana sem náði til mín. Hún grátbað mig. Hrafnhildur, gerðu það. Má ég leigja bíl. Má ég leigja hótel. Hringja upp á Vog og fara með þig þangað. Ég sagði bara já. Því innst inni var ég búin að fá nóg. Svo kom hún. Þessi magnaða kona,“ segir Hrafnhildur og grípur í hönd móður sinnar. „Hún flaug til Reykjavíkur. Sótti mig. Fór með mig á hótelið. Ég svaf í fanginu á henni og fór svo á Vog. Þarna bjargaðir þú í alvörunni lífi mínu. Því ég upplifði svo mikla höfnun. Var svo veikur alkóhólisti og þú bara vond,“ segir Hrafnhildur. „Ég sá að hún var enn þá tilbúin að gera allt fyrir mig. Og þá ákvað ég að gefast upp. Taka meðferðinni. Ég gerði allt öðruvísi í þetta skiptið. Æi, allir alkóhólistar segja þetta. En þetta er alltaf öðruvísi þangað til það verður nógu gott.“Heppin að eiga fyrir sálfræðimeðferð „Og á meðan allt þetta er í gangi þá er fjölskyldan heima. Samhliða hennar sögu er sagan heima. Þar sem fjölskyldan er að farast úr hræðslu og ráðaleysi. Og í raun er sú saga langt aftur í tímann. Því við höfðum reynt að sækja hjálp fyrir hana áður til sálfræðings, til dæmis þegar hún var að reyna að skaða sig. Og svo þegar þessi augljósi vítahringur alkóhólismans hófst. Við reyndum alltaf að sækja alla mögulega hjálp. Hún var svo logandi hrædd og ráðalaus. Það er svo litla hjálp að fá. Það er stundum talað um hversu mikilvægt það er að grípa snemma inn í, en raunin virkar oftar þannig að í stað þess að slökkva í glóð, bíðum við eftir stórbáli áður en eitthvað er gert af fullum þunga. Þegar hún fékk þunglyndisgreiningu var hún á biðlista í sjö mánuði eftir hugrænni atferlismeðferð. Við sóttum auðvitað sjálf aðstoð sálfræðings og vorum heppin að eiga fyrir henni, því þetta er rándýrt. En stelpan okkar hefði þurft svo miklu meiri hjálp og það fyrr og nú á að loka göngudeildinni á Akureyri. Það bara má ekki gerast. Ef ég ætti að lýsa tilfinningunni við það að eiga barn í fíkniefnaneyslu, þá er það svipuð upplifun og að barnið þitt sé að hlaupa út á götu í veg fyrir bíl. Trekk í trekk í trekk,“ segir Hilda Jana. „Þessu verður að breyta og ég vona að við tvær getum haft einhver áhrif, það gagnast engum að þegja þennan vanda í hel.“ „Ég vissi ekki hvað þessi heimur var vondur. Það hefði enginn getað sagt mér það, ekki einu sinni þú,“ segir Hrafnhildur að lokum við mömmu sína.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira