Ásgeir Trausti fer hringinn og kynnir nýja plötu Stefán Þór Hjartarson skrifar 11. júní 2018 06:00 Ásgeir verður í kósí kassagítarfílíng á landsbyggðinni í lok júlí. Vísir/Sigtryggur „Við ætlum að fara hringinn í kringum landið. Þetta byrjar 17. júlí. Við stoppum á fjórtán stöðum á sextán dögum. Þetta verður mjög lágstemmt. Hugmyndin er sú að fara þarna með tvo kassagítara – þetta verðum við Júlíus, gítarleikari og bakraddasöngvari, en við höfum oft tekið þessa uppstillingu áður og erum því nokkuð vanir. En við höfum aldrei gert eiginlegan túr úr því, þannig að þetta er fyrsta skiptið sem við gerum það,“ segir Ásgeir Trausti en hann ætlar að ferðast innanlands í sumar og syngja fyrir landsbyggðina. „Ég fékk þessa hugmynd fyrir nokkrum vikum – mig langaði í raun bara að prófa þetta, Þetta „format“ af túrum – þetta er svolítið öðruvísi þarna úti þegar við förum með allt bandið. Þá er þetta meira svona „show“ og við spilum á stærri stöðum. Mig langaði til að taka minni staði og vera nær fólkinu. Plús það að við erum að gera nýja plötu á íslensku sem kemur sennilega út mjög snemma á næsta ári. Við erum búnir að vera að vinna í henni alveg frá ársbyrjun í rauninni og erum komnir svolítið á leið með hana – ég held að sumarið farið svolítið í að vinna að henni. Við ætlum þá líka að nýta þessa ferð í að kynna þau lög svona sem fyrsta „build up“ að þessari plötu.“ Ásgeir gaf síðast út plötu, Afterglow, árið 2017 og þá á ensku en síðustu tvær plötur hafa verið á þeirri annars ágætu tungu. Þetta gerir þá fyrstu plötu Ásgeirs síðan 2012 sem er á íslensku en það var auðvitað klassíkin Dýrð í dauðaþögn sem vann svo eftirminnilega hjörtu landsmanna.Verður þessi nýja plata á lágstemmdu nótunum í takt við þema túrsins? „Hugmyndin að þessari plötu byrjaði þannig að hún átti að vera lágstemmd og kassagítar-byggð, en ég held að hún verði svolítið í bland. Eftir að við fórum að vinna að henni áttaði ég mig á því að það gerði lögunum bara gott að stækka þau aðeins, en þau verða svona frekar í lágstemmdari kantinum.“ Ásgeir er búinn að vera að túra heiminn nánast stanslaust síðustu árin og búinn að stíga á svið í hverju skúmaskoti í öllum heimsálfum, þannig að það liggur við að spyrja hvort þetta sé svona smá léttir, hvort hann búist við að þetta ferðalag verði í rólegri kantinum. „Ég hugsa það, það verður samt að koma í ljós. Þetta verður samt alveg svolítill túr – þetta eru alveg fjórtán gigg á sextán dögum – það er næstum gigg á dag. Þannig að þetta verður ekkert svo ósvipað, þannig lagað. En eins og ég segi, þetta verður lágstemmdara og þægilegra að því leytinu. Auðvitað minni ferðalög. Ætli þetta verði ekki minna vesen yfirhöfuð.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Ásgeir Trausti gefur út nýtt lag: Hlustaðu og njóttu! Hinn þjóðþekkti tónlistarmaður Ásgeir Trausti gaf út nýtt lag í dag. Lagið ber heitið Unbound og er af óútkominni plötu hans Afterglow. Platan kemur út 5. maí næstkomandi. 24. janúar 2017 21:39 Tók um 40 mínútur að opna rammgert flöskuskeyti Ásgeirs Trausta Sigrún Sigurpálsdóttir, þekktur þrifsnappari og fjögurra barna móðir á Egilsstöðum, datt heldur betur í lukkupottinn í gær þegar hún fann flöskuskeyti með vínylplötu tónlistarmannsins Ásgeirs Trausta við Breiðdalsvík á Austurlandi. 3. apríl 2018 14:15 Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Sjá meira
„Við ætlum að fara hringinn í kringum landið. Þetta byrjar 17. júlí. Við stoppum á fjórtán stöðum á sextán dögum. Þetta verður mjög lágstemmt. Hugmyndin er sú að fara þarna með tvo kassagítara – þetta verðum við Júlíus, gítarleikari og bakraddasöngvari, en við höfum oft tekið þessa uppstillingu áður og erum því nokkuð vanir. En við höfum aldrei gert eiginlegan túr úr því, þannig að þetta er fyrsta skiptið sem við gerum það,“ segir Ásgeir Trausti en hann ætlar að ferðast innanlands í sumar og syngja fyrir landsbyggðina. „Ég fékk þessa hugmynd fyrir nokkrum vikum – mig langaði í raun bara að prófa þetta, Þetta „format“ af túrum – þetta er svolítið öðruvísi þarna úti þegar við förum með allt bandið. Þá er þetta meira svona „show“ og við spilum á stærri stöðum. Mig langaði til að taka minni staði og vera nær fólkinu. Plús það að við erum að gera nýja plötu á íslensku sem kemur sennilega út mjög snemma á næsta ári. Við erum búnir að vera að vinna í henni alveg frá ársbyrjun í rauninni og erum komnir svolítið á leið með hana – ég held að sumarið farið svolítið í að vinna að henni. Við ætlum þá líka að nýta þessa ferð í að kynna þau lög svona sem fyrsta „build up“ að þessari plötu.“ Ásgeir gaf síðast út plötu, Afterglow, árið 2017 og þá á ensku en síðustu tvær plötur hafa verið á þeirri annars ágætu tungu. Þetta gerir þá fyrstu plötu Ásgeirs síðan 2012 sem er á íslensku en það var auðvitað klassíkin Dýrð í dauðaþögn sem vann svo eftirminnilega hjörtu landsmanna.Verður þessi nýja plata á lágstemmdu nótunum í takt við þema túrsins? „Hugmyndin að þessari plötu byrjaði þannig að hún átti að vera lágstemmd og kassagítar-byggð, en ég held að hún verði svolítið í bland. Eftir að við fórum að vinna að henni áttaði ég mig á því að það gerði lögunum bara gott að stækka þau aðeins, en þau verða svona frekar í lágstemmdari kantinum.“ Ásgeir er búinn að vera að túra heiminn nánast stanslaust síðustu árin og búinn að stíga á svið í hverju skúmaskoti í öllum heimsálfum, þannig að það liggur við að spyrja hvort þetta sé svona smá léttir, hvort hann búist við að þetta ferðalag verði í rólegri kantinum. „Ég hugsa það, það verður samt að koma í ljós. Þetta verður samt alveg svolítill túr – þetta eru alveg fjórtán gigg á sextán dögum – það er næstum gigg á dag. Þannig að þetta verður ekkert svo ósvipað, þannig lagað. En eins og ég segi, þetta verður lágstemmdara og þægilegra að því leytinu. Auðvitað minni ferðalög. Ætli þetta verði ekki minna vesen yfirhöfuð.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Ásgeir Trausti gefur út nýtt lag: Hlustaðu og njóttu! Hinn þjóðþekkti tónlistarmaður Ásgeir Trausti gaf út nýtt lag í dag. Lagið ber heitið Unbound og er af óútkominni plötu hans Afterglow. Platan kemur út 5. maí næstkomandi. 24. janúar 2017 21:39 Tók um 40 mínútur að opna rammgert flöskuskeyti Ásgeirs Trausta Sigrún Sigurpálsdóttir, þekktur þrifsnappari og fjögurra barna móðir á Egilsstöðum, datt heldur betur í lukkupottinn í gær þegar hún fann flöskuskeyti með vínylplötu tónlistarmannsins Ásgeirs Trausta við Breiðdalsvík á Austurlandi. 3. apríl 2018 14:15 Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Sjá meira
Ásgeir Trausti gefur út nýtt lag: Hlustaðu og njóttu! Hinn þjóðþekkti tónlistarmaður Ásgeir Trausti gaf út nýtt lag í dag. Lagið ber heitið Unbound og er af óútkominni plötu hans Afterglow. Platan kemur út 5. maí næstkomandi. 24. janúar 2017 21:39
Tók um 40 mínútur að opna rammgert flöskuskeyti Ásgeirs Trausta Sigrún Sigurpálsdóttir, þekktur þrifsnappari og fjögurra barna móðir á Egilsstöðum, datt heldur betur í lukkupottinn í gær þegar hún fann flöskuskeyti með vínylplötu tónlistarmannsins Ásgeirs Trausta við Breiðdalsvík á Austurlandi. 3. apríl 2018 14:15