Að lifa lífinu Telma Tómasson skrifar 9. janúar 2018 07:00 Einu sinni var maður sem gekk á vegg. Hann fór í eina klessu. Svakalega klessu. Fólki brá sem hitti hann, maðurinn leit hræðilega illa út. Hvað hafði eiginlega komið fyrir? Þetta var mjög, mjög sorglegt. Sorglegast var þó að hann virtist sá eini sem ekkert fattaði. Þvert á móti sagðist hann aldrei hafa verið hressari. Forstýran hristir vantrúuð höfuðið á nýársmorgun. „Alveg ótrúlegur þessi maður, bara mættur til vinnu,“ segir hún við sambýlinginn, steinhissa á tölvupóstinum sem var að detta inn. Hann lítur letilega upp úr bókinni með spurn í svipnum yfir ákafa starfsmannsins og kemur sér betur fyrir undir hlýju teppinu. Einmanalegt ljós logar á tíundu hæð. Það fer ekki á milli mála, okkar maður er peppaður við skrifborðið sitt úti í bæ. Klárar staflann sem hann náði ekki á gamlárs. „Vera snöggur, skokk upp að Steini eftir smá. Má ekki missa af,“ hugsar hann, rauður í framan, þvalur í lófum, með hjartslátt. „2018 er ár sigurvegarans,“ þýtur í gegnum huga mannsins meðan hann hamrar enn hraðar á lyklaborðið. „Vinna: eins og óður. Hlaupagrúppan: að sjálfsögðu. Fjallaskíði: kann það ekki, en já takk. Hjólawow: tékk. Sjósund: nýja trendið! count me in. Ræktin í bítið: best í heimi. Brölt á tinda: ekki gleyma ykkar manni!“ Eftirminnilegasta árið, rækilega myndað. Og skjalfest á Insta. Pirraður, ósofinn, viðskotaillur, fjarlægur, kaldur. Almennt ekki á staðnum. Hleypur í hringi, eltir á sér skottið. En nær aldrei í það. Konan segir stopp. Farin. Börnin segja stopp. Líta undan. Vinirnir segja stopp. Leita annað. Kannast einhver við þetta? Kannski kominn tími til að vakna? Gleðilegt ár, annars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Telma Tómasson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun
Einu sinni var maður sem gekk á vegg. Hann fór í eina klessu. Svakalega klessu. Fólki brá sem hitti hann, maðurinn leit hræðilega illa út. Hvað hafði eiginlega komið fyrir? Þetta var mjög, mjög sorglegt. Sorglegast var þó að hann virtist sá eini sem ekkert fattaði. Þvert á móti sagðist hann aldrei hafa verið hressari. Forstýran hristir vantrúuð höfuðið á nýársmorgun. „Alveg ótrúlegur þessi maður, bara mættur til vinnu,“ segir hún við sambýlinginn, steinhissa á tölvupóstinum sem var að detta inn. Hann lítur letilega upp úr bókinni með spurn í svipnum yfir ákafa starfsmannsins og kemur sér betur fyrir undir hlýju teppinu. Einmanalegt ljós logar á tíundu hæð. Það fer ekki á milli mála, okkar maður er peppaður við skrifborðið sitt úti í bæ. Klárar staflann sem hann náði ekki á gamlárs. „Vera snöggur, skokk upp að Steini eftir smá. Má ekki missa af,“ hugsar hann, rauður í framan, þvalur í lófum, með hjartslátt. „2018 er ár sigurvegarans,“ þýtur í gegnum huga mannsins meðan hann hamrar enn hraðar á lyklaborðið. „Vinna: eins og óður. Hlaupagrúppan: að sjálfsögðu. Fjallaskíði: kann það ekki, en já takk. Hjólawow: tékk. Sjósund: nýja trendið! count me in. Ræktin í bítið: best í heimi. Brölt á tinda: ekki gleyma ykkar manni!“ Eftirminnilegasta árið, rækilega myndað. Og skjalfest á Insta. Pirraður, ósofinn, viðskotaillur, fjarlægur, kaldur. Almennt ekki á staðnum. Hleypur í hringi, eltir á sér skottið. En nær aldrei í það. Konan segir stopp. Farin. Börnin segja stopp. Líta undan. Vinirnir segja stopp. Leita annað. Kannast einhver við þetta? Kannski kominn tími til að vakna? Gleðilegt ár, annars.