Halldór Jóhann: Eina deildin í Evrópu þar sem þetta er svona Smári Jökull Jónsson skrifar 21. mars 2018 23:39 Halldór Jóhann var svekktur að verða af deildarmeistaratitlinum.. vísir/eyþór „Ég tek margt jákvætt úr leiknum og við vildum klára deildina með sóma og við gerðum það virkilega vel í dag á öllum vígstöðvum. Við vorum á fullum krafti frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu og það er ég ánægður með,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH eftir stórsigur á Stjörnunni í lokaumferð Olís-deildar karla. „Við vorum að sjá í okkar leik meira af því sem við sýndum fyrr í vetur. Ágúst Elí tók góða bolta eftir að hann kom inná og við vorum að fá hraðaupphlaup. Ég er virkilega sáttur með það sem menn lögðu á sig í leiknum og menn lögðu sig alla fram. Auðvitað eru ákveðnir þættir sem við hefðum viljað gera betur og það er bara þannig.“ Gísli Þorgeir Kristjánsson lék ekki með FH í dag vegna meiðsla en hann lék sinn fyrsta leik í langan tíma gegn Selfyssingum á dögunum. Þá meiddist Ísak Rafnsson á fingri í gær og var óvíst með hann fyrir leik. „Ég sé þá báða vera inni í úrslitakeppninni. Gísli var í skoðun í dag og það var smá bakslag og við vildum ekki tefla á tvær hættur með hann í þessum leik. Við sjáum aðeins hvernig hann kemur undan næstu dögum. Ísak kom frábærlega inn í varnarleikinn í dag og var teipaður á höndinni. Stórt hrós á hann og allt liðið sem spilaði vel í dag.“ Halldór viðurkenndi eftir leik að hann væri svekktur að hafa misst af deildarmeistaratitlinum. „Nú byrjar nýtt mót og ég hefði auðvitað viljað vinna deildarmeistaratitilinn. Það er auðvitað pínu hallærislegt að vera efstur, jafn á stigum og með langbestu markatöluna en verða samt ekki deildarmeistarar. Það er mjög einkennilegt að þetta skuli vera eina deildin í Evrópu þar sem þetta er svona en við verðum bara að taka því.“ Þrátt fyrir að verða af titlinum sagði Halldór að FH hefði spilað vel 90-95% af tímabilinu. „Við töpuðum fjórum leikjum í vetur og töpuðum þeim gegn liðunum sem voru í okkar baráttu. Svona eru reglurnar. Við erum ánægðir með þessi 34 sem við náum. Við erum ánægðir með þennan vetur, við erum að spila virklega vel og rosalega vel fyrir áramót þegar við erum í miklu álagi vegna Evrópukeppni. Svo lendum við í slæmum kafla, eins og öll hin liðin, og hann kom núna í lokin og samtvinnaðist við meiðsli lykilmanna.“ „Núna gefst tími til að vinna í ákveðnum þáttum sem við vitum hverjir eru. Við komum vel undirbúnir inn í úrslitakeppnina og gera okkar besta þar eins og menn hafa gert í allan vetur,“ sagði Halldór Jóhann við Vísi að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umjöllun: Stjarnan - FH 26-38 | FH rótburstaði Stjörnuna í Ásgarði FH vann öruggan sigur á Stjörnunni í lokaumferð Olís-deildar karla. FH leiddi með fimm mörkum í hálfleik og bætti í eftir hlé. Þeir unnu að lokum 38-26 stórsigur og mæta Aftureldingu eða ÍR í 8-liða úrslitum. 21. mars 2018 23:45 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Leik lokið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sjá meira
„Ég tek margt jákvætt úr leiknum og við vildum klára deildina með sóma og við gerðum það virkilega vel í dag á öllum vígstöðvum. Við vorum á fullum krafti frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu og það er ég ánægður með,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH eftir stórsigur á Stjörnunni í lokaumferð Olís-deildar karla. „Við vorum að sjá í okkar leik meira af því sem við sýndum fyrr í vetur. Ágúst Elí tók góða bolta eftir að hann kom inná og við vorum að fá hraðaupphlaup. Ég er virkilega sáttur með það sem menn lögðu á sig í leiknum og menn lögðu sig alla fram. Auðvitað eru ákveðnir þættir sem við hefðum viljað gera betur og það er bara þannig.“ Gísli Þorgeir Kristjánsson lék ekki með FH í dag vegna meiðsla en hann lék sinn fyrsta leik í langan tíma gegn Selfyssingum á dögunum. Þá meiddist Ísak Rafnsson á fingri í gær og var óvíst með hann fyrir leik. „Ég sé þá báða vera inni í úrslitakeppninni. Gísli var í skoðun í dag og það var smá bakslag og við vildum ekki tefla á tvær hættur með hann í þessum leik. Við sjáum aðeins hvernig hann kemur undan næstu dögum. Ísak kom frábærlega inn í varnarleikinn í dag og var teipaður á höndinni. Stórt hrós á hann og allt liðið sem spilaði vel í dag.“ Halldór viðurkenndi eftir leik að hann væri svekktur að hafa misst af deildarmeistaratitlinum. „Nú byrjar nýtt mót og ég hefði auðvitað viljað vinna deildarmeistaratitilinn. Það er auðvitað pínu hallærislegt að vera efstur, jafn á stigum og með langbestu markatöluna en verða samt ekki deildarmeistarar. Það er mjög einkennilegt að þetta skuli vera eina deildin í Evrópu þar sem þetta er svona en við verðum bara að taka því.“ Þrátt fyrir að verða af titlinum sagði Halldór að FH hefði spilað vel 90-95% af tímabilinu. „Við töpuðum fjórum leikjum í vetur og töpuðum þeim gegn liðunum sem voru í okkar baráttu. Svona eru reglurnar. Við erum ánægðir með þessi 34 sem við náum. Við erum ánægðir með þennan vetur, við erum að spila virklega vel og rosalega vel fyrir áramót þegar við erum í miklu álagi vegna Evrópukeppni. Svo lendum við í slæmum kafla, eins og öll hin liðin, og hann kom núna í lokin og samtvinnaðist við meiðsli lykilmanna.“ „Núna gefst tími til að vinna í ákveðnum þáttum sem við vitum hverjir eru. Við komum vel undirbúnir inn í úrslitakeppnina og gera okkar besta þar eins og menn hafa gert í allan vetur,“ sagði Halldór Jóhann við Vísi að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umjöllun: Stjarnan - FH 26-38 | FH rótburstaði Stjörnuna í Ásgarði FH vann öruggan sigur á Stjörnunni í lokaumferð Olís-deildar karla. FH leiddi með fimm mörkum í hálfleik og bætti í eftir hlé. Þeir unnu að lokum 38-26 stórsigur og mæta Aftureldingu eða ÍR í 8-liða úrslitum. 21. mars 2018 23:45 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Leik lokið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sjá meira
Umjöllun: Stjarnan - FH 26-38 | FH rótburstaði Stjörnuna í Ásgarði FH vann öruggan sigur á Stjörnunni í lokaumferð Olís-deildar karla. FH leiddi með fimm mörkum í hálfleik og bætti í eftir hlé. Þeir unnu að lokum 38-26 stórsigur og mæta Aftureldingu eða ÍR í 8-liða úrslitum. 21. mars 2018 23:45