Landsbankinn greiðir út tæpa 25 milljarða í arð Kjartan Kjartansson skrifar 21. mars 2018 19:30 Aðalfundur Landsbankans var haldinn í dag. Vísir/GVA Nánast allir þeir 24,8 milljarðar króna sem aðalfundur Landsbankans samþykkti að greiða út í formi arðs í dag rennur til ríkisins. Formaður bankaráðs gagnrýndi sérstaka skatta á stóru bankana þrjá sem skekktu samkeppnisstöðu þeirra gagnvart erlendum fjármálafyrirtækjum. Annars vegar er um að ræða 15.366 milljóna króna arð vegna rekstrarársins 2017, sem samsvarar um 78% af hagnaði ársins, og hins vegar sérstakan arð til hluthafa að fjárhæð 9, milljónir króna sem bankaráðið lagði til. Alls munu arðgreiðslur bankans á árunum 2013-2018 því nema um 131,7 milljörðum króna, að því er segir í tilkynningu frá bankanum. Íslenska ríkið á 98,2% hlutafjár í Landsbankanum og renna því nær allar arðgreiðslurnar til þess. Gjalddagi arðgreiðslunnar fyrir árið 2017 er 28. mars en sérstöku arðgreiðslunnar 19. september. Arðgreiðslurnar eru sagðar í samræmi við arðgreiðslustefnu bankans en þar er gert ráð fyrir að reglulegar arðgreiðslur verði að jafnaði 60-80% af hagnaði fyrra árs og að einnig skuli stefnt að sérstökum arðgreiðslum til þess að auka hagkvæmni í fjármagnsskipan bankans. Við ákvörðun um arðgreiðslur verði tryggt að bankinn uppfylli lögbundnar kröfur á hverjum tíma og viðhaldi sterkri fjárhagsstöðu. Í tilkynningunni er vitnað í ræðu Helgu Bjarkar Eiríksdóttur, formanns bankaráðs Landsbankans, á aðalfundinum í dag. Helga Björk sagði að góður rekstur bankans og traustur efnahagur hefði gert honum kleift að greiða út verulegan arð til hluthafa. Þá ræddi hún um sérstaka skatta sem lagðir eru á stóru bankana þrjá og hvernig skattheimtan skekkti samkeppnisstöðu þeirra, meðal annars gagnvart erlendum bönkum. Helga Björk sagði að einn liður í að bregðast við vaxandi samkeppni, örum breytingum á bankaþjónustu og vaxandi kröfum um hagræðingu í rekstri, væri að sameina alla miðlæga starfsemi bankans í nýjum húsakynnum. Við Austurhöfn í Reykjavík myndi bankinn reisa hagkvæmt hús sem mæti þörfum nútímafjármálafyrirtækis og auðveldi samvinnu milli ólíkra deilda bankans. Á aðalfundinum voru kjörnir aðalmenn í bankaráðið. Helga Björk var endurkjörin formaður en auk hennar eiga þau Berglind Svavarsdóttir, Einar Þór Bjarnason, Hersir Sigurgeirsson, Jón Guðmann Pétursson, Samúel Guðmundsson og Sigríður Benediktsdóttir sæti í ráðinu. Mest lesið Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Nánast allir þeir 24,8 milljarðar króna sem aðalfundur Landsbankans samþykkti að greiða út í formi arðs í dag rennur til ríkisins. Formaður bankaráðs gagnrýndi sérstaka skatta á stóru bankana þrjá sem skekktu samkeppnisstöðu þeirra gagnvart erlendum fjármálafyrirtækjum. Annars vegar er um að ræða 15.366 milljóna króna arð vegna rekstrarársins 2017, sem samsvarar um 78% af hagnaði ársins, og hins vegar sérstakan arð til hluthafa að fjárhæð 9, milljónir króna sem bankaráðið lagði til. Alls munu arðgreiðslur bankans á árunum 2013-2018 því nema um 131,7 milljörðum króna, að því er segir í tilkynningu frá bankanum. Íslenska ríkið á 98,2% hlutafjár í Landsbankanum og renna því nær allar arðgreiðslurnar til þess. Gjalddagi arðgreiðslunnar fyrir árið 2017 er 28. mars en sérstöku arðgreiðslunnar 19. september. Arðgreiðslurnar eru sagðar í samræmi við arðgreiðslustefnu bankans en þar er gert ráð fyrir að reglulegar arðgreiðslur verði að jafnaði 60-80% af hagnaði fyrra árs og að einnig skuli stefnt að sérstökum arðgreiðslum til þess að auka hagkvæmni í fjármagnsskipan bankans. Við ákvörðun um arðgreiðslur verði tryggt að bankinn uppfylli lögbundnar kröfur á hverjum tíma og viðhaldi sterkri fjárhagsstöðu. Í tilkynningunni er vitnað í ræðu Helgu Bjarkar Eiríksdóttur, formanns bankaráðs Landsbankans, á aðalfundinum í dag. Helga Björk sagði að góður rekstur bankans og traustur efnahagur hefði gert honum kleift að greiða út verulegan arð til hluthafa. Þá ræddi hún um sérstaka skatta sem lagðir eru á stóru bankana þrjá og hvernig skattheimtan skekkti samkeppnisstöðu þeirra, meðal annars gagnvart erlendum bönkum. Helga Björk sagði að einn liður í að bregðast við vaxandi samkeppni, örum breytingum á bankaþjónustu og vaxandi kröfum um hagræðingu í rekstri, væri að sameina alla miðlæga starfsemi bankans í nýjum húsakynnum. Við Austurhöfn í Reykjavík myndi bankinn reisa hagkvæmt hús sem mæti þörfum nútímafjármálafyrirtækis og auðveldi samvinnu milli ólíkra deilda bankans. Á aðalfundinum voru kjörnir aðalmenn í bankaráðið. Helga Björk var endurkjörin formaður en auk hennar eiga þau Berglind Svavarsdóttir, Einar Þór Bjarnason, Hersir Sigurgeirsson, Jón Guðmann Pétursson, Samúel Guðmundsson og Sigríður Benediktsdóttir sæti í ráðinu.
Mest lesið Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira