Annar hver íþróttamaður missir tökin á lífinu að ferlinum loknum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 5. febrúar 2018 11:30 Það getur verið erfitt að fara úr því að keppa meðal þeirra bestu í blákaldan hversdagsleikann og Kelly Holmes þekkir það manna best Vísir/Getty Helmingur allra íþróttamanna sem lagt hafa skóna, hanskana eða hvaða búnað sem er á hilluna hafa áhyggjur af andlegu ástandi sínu samkvæmt nýrri könnun á Englandi. Íþróttamannasamtökin (e. Professional Players' Federation) þar í landi lögðu könnunina fyrir 800 fyrrum íþróttamenn. Einn af hverjum tveimur sagði að þeim fyndist þeir ekki hafa stjórn á lífi sínu tveimur árum eftir að hafa lokið ferli sínum. „Ég týndi því hver ég var og hver tilgangur minn var,“ sagði tvöfaldur Ólympíumeistari Kelly Holmes sem hefur barist við þunglyndi síðan hún hætti og talað um það opinberlega. Aðeins þrír af hverjum 10 sem tóku þátt í könnunninni réðu því sjálfir hvenær þeir hættu. „Afþví ég þurfti að hætta vegna meiðsla þá leið mér eins og ég hefði verið rændur réttindum mínum og þeim draumi sem ég var að reyna að upplifa,“ sagði fyrrum atvinnumaður í rugby Ollie Phillips. „Þessi tilfinning að skipta máli og vera elskaður er tekinn í burtu og allt í einu ert þú ekki nógu góður. Þá ferðu í að elta vímuna sem getur gefið þér meira sjálfsálit.“ Mark Hunter, sem keppti fyrir Bretland í róðri á Ólympíuleikum, lýsti því hvernig það að lenda í síðasta sæti á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004 hafði áhrif á hann. „Þetta var versti tímapunktur lífs míns. Ég var blankur og átti ekkert. Ég var oft að keyra eftir minna förnum vegum og hugsaði með mér að ef ég myndi lenda í slysi þá myndi það ekki skipta neinu máli, ég hafði farið og keppt á stærsta sviðinu og orðið síðastur.“ Hunter missti alla styrki sem hann hafði verið með frá ríkinu en þakkar þjálfurum íþróttafélagsins hans fyrir það að hafa komið honum í gegnum þennan tíma og aftur á meðal þeirra bestu. Hann vann síðar gull í Beijing 2008 og silfur í London 2012. Yfirmenn íþróttamála í Englandi segja mikið hafa verið gert á undanförnum árum til þess að hjálpa íþróttamönnum að aðlagast lífinu eftir íþróttaferilinn. Crista Cullen, fyrrum verðlaunahafi í hokkí, sagði íþróttamenn ekki hugsa nógu mikið um hvað þeir ætli að gera eftir að ferlinum líkur. Aðrar íþróttir Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjá meira
Helmingur allra íþróttamanna sem lagt hafa skóna, hanskana eða hvaða búnað sem er á hilluna hafa áhyggjur af andlegu ástandi sínu samkvæmt nýrri könnun á Englandi. Íþróttamannasamtökin (e. Professional Players' Federation) þar í landi lögðu könnunina fyrir 800 fyrrum íþróttamenn. Einn af hverjum tveimur sagði að þeim fyndist þeir ekki hafa stjórn á lífi sínu tveimur árum eftir að hafa lokið ferli sínum. „Ég týndi því hver ég var og hver tilgangur minn var,“ sagði tvöfaldur Ólympíumeistari Kelly Holmes sem hefur barist við þunglyndi síðan hún hætti og talað um það opinberlega. Aðeins þrír af hverjum 10 sem tóku þátt í könnunninni réðu því sjálfir hvenær þeir hættu. „Afþví ég þurfti að hætta vegna meiðsla þá leið mér eins og ég hefði verið rændur réttindum mínum og þeim draumi sem ég var að reyna að upplifa,“ sagði fyrrum atvinnumaður í rugby Ollie Phillips. „Þessi tilfinning að skipta máli og vera elskaður er tekinn í burtu og allt í einu ert þú ekki nógu góður. Þá ferðu í að elta vímuna sem getur gefið þér meira sjálfsálit.“ Mark Hunter, sem keppti fyrir Bretland í róðri á Ólympíuleikum, lýsti því hvernig það að lenda í síðasta sæti á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004 hafði áhrif á hann. „Þetta var versti tímapunktur lífs míns. Ég var blankur og átti ekkert. Ég var oft að keyra eftir minna förnum vegum og hugsaði með mér að ef ég myndi lenda í slysi þá myndi það ekki skipta neinu máli, ég hafði farið og keppt á stærsta sviðinu og orðið síðastur.“ Hunter missti alla styrki sem hann hafði verið með frá ríkinu en þakkar þjálfurum íþróttafélagsins hans fyrir það að hafa komið honum í gegnum þennan tíma og aftur á meðal þeirra bestu. Hann vann síðar gull í Beijing 2008 og silfur í London 2012. Yfirmenn íþróttamála í Englandi segja mikið hafa verið gert á undanförnum árum til þess að hjálpa íþróttamönnum að aðlagast lífinu eftir íþróttaferilinn. Crista Cullen, fyrrum verðlaunahafi í hokkí, sagði íþróttamenn ekki hugsa nógu mikið um hvað þeir ætli að gera eftir að ferlinum líkur.
Aðrar íþróttir Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjá meira