
Kjóllinn er dökkgrænn og mjög dramatískur, þar sem mikið efni er notað yfir aðra ermina og svo niður eftir gólfinu. Stíliseringin var sú sama hjá Ciara og á tískupallinum, og verður að segjast að þetta hafi tekist vel til hjá söngkonunni amerísku. Einfaldir skór og skartgripir voru svo hafðir við kjólinn.
Þetta er flík sem mjög erfitt er að bera og láta líta vel út, en það tekst jafn vel hjá þeim báðum.
