„Ég held að þessir strákar frá Íslandi hafi borðað mikið af kjöti í morgunmat frá blautu barnsbeini,“ sagði Mourinho í viðtali við RT Sports í dag þar sem hann ræddi leik Íslands og Argentínu á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í dag. Leiknum lyktaði með jafntefli, 1-1.
Mourhino sagði íslensku leikmennina jafnframt alla gríðarlega sterka og í góðu formi. Ummæli portúgalska knattspyrnustjórans má horfa á hér að neðan.
I think these boys from #Iceland... were eating meat for breakfast since they were babies - Mourinho#ISL #ARG #ARGISL #WorldCuphttps://t.co/29NeLMgb2E pic.twitter.com/yyCbTnxYcx
— RT Sport (@RTSportNews) June 16, 2018