Körfubolti

„Mér fannst þetta rangt áður en þetta var gert og finnst þetta rangt núna“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Endurkoma Lewis Clinch í Grindavík í Dominos-deild karla hefur ekki verið upp á marga fiska. Liðið hefur tapað fyrstu tveimur leikjunum með Clinch og hann hefur einnig átt tvo mjög dapra leiki.

Domino’s Körfuboltakvöld ræddi um þá ákvörðun Grindvíkinga að taka Clinch inn í liðið og voru þeir sammála um að það hafi verið rangt.

„Grindavík er í þeirri aðstöðu að það er ekkert “tollerance”. Þeir verða bara að fá manninn inn núna, ekki eftir tvo mánuði,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson og Kristinn Friðriksson tók við boltanum:

„Ég stend við það sem ég sagði í upphafi. Ég hefði viljað sjá þá taka einhverja svona pílu eins og Valur gerði. Mér fannst þetta rangt áður en þetta var gert og finnst þetta rangt núna.“

Innslagið má sjá í heild sinni hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×