Konur eru ekki í einni stærð Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 1. október 2018 13:30 Guðrún Sörtveit er glæsileg. Hún uppsker aðdáun fyrir að vera ófeimin að sýna að hún hefur íturvaxnar mjaðmir og læri. Mynd/antónía Lárusdóttir „Ég er ekkert sérstaklega norsk í mér en ég er afar stolt af norsku ættarnafninu,“ segir Guðrún Helga Sørtveit. Föðurafi hennar er Norðmaður. „Afi kynntist íslenskri föðurömmu minni þegar hún var sautján ára og hún varð fljótt barnshafandi. Síðan skildi leiðir; afi fór til Noregs og bæði eignuðust aðra maka og börn. Pabbi vissi því ekki hver faðir hans var fyrr en um tvítugt að hann leitaði hans og fann að áeggjan mömmu. Þá kom afi til Íslands að hitta son sinn og þau amma hittust aftur og urðu ástfangin á ný,“ segir Guðrún um rómantíska ástarsögu ömmu sinnar og afa sem þá voru skilin við sína fyrri maka og eru nú hjón í Noregi. „Við förum því oft til Noregs til samfunda við föðurfjölskylduna sem tók pabba svo vel og samskiptin eru yndisleg. Mér leiddist þetta ættarnafn mjög á æskuárunum vegna eilífra spurninga en þegar ég eltist tók stoltið yfir og mér þótti æ vænna um nafnið vegna þess að það minnir mig á norska afa minn og fjölskylduna úti,“ segir Guðrún.Hrósað fyrir vöxtinn Guðrún er vinsæl samfélagsmiðlastjarna en hlédræg að eðlisfari. „Upphaflega fór ég á Snapchat með viðskiptahugmynd til að trekkja til mín fleiri viðskiptavini í förðun en fljótlega vatt það upp á sig og varð enn stærra þegar ég byrjaði að blogga á Trendnet. Ég hef gaman af því að kenna sitthvað um tísku, förðun og lífsstíl og hjálpa öðrum með ráðum og dáð,“ segir Guðrún sem er förðunarfræðingur og hóf nýlega að kenna við Make Up Studio Hörpu Kára. Hún er líka á þriðja ári í viðskiptafræði við Háskóla Íslands þaðan sem hún ætlar í meistaranám í markaðsfræði. „Snyrtiáhuginn kviknaði á unglingsárunum. Mig langaði að byrja að blogga miklu fyrr en var feimin og átti erfitt með að opna á líf mitt og leyfa fólki að kynnast mér. Svo einn daginn lét ég slag standa og held að það sé besta ákvörðun sem ég hef tekið. Það hefur opnað margar dyr og auðvitað er engu líkt að geta sinnt því sem manni þykir skemmtilegast á degi hverjum,“ segir Guðrún og fann sjálfstraustið eflast eftir að hún fór að leggja sitt lóð á vogarskálar samfélagsmiðla. „Áður hafði ég enga trú á sjálfri mér en það breyttist smám saman. Ég hætti að velta mér upp úr áliti annarra því það gerir engum gott. Svo sjóaðist ég fyrir framan myndavélina og fann þor til að tala í stað þess að skrifa það sem mér lá á hjarta,“ segir Guðrún sem fær mikil viðbrögð frá fylgjendum sínum. „Mér þykir merkilegt að fólk gefi sér tíma til að senda mér jákvæð og uppbyggjandi skilaboð. Margir virðast tengja við mig og ég fæ hrós fyrir útlitið því ég er ekki dæmigerð í vexti og með stór læri og mjaðmir. Þótt ég leggi ekki meðvitað áherslu á jákvæða líkamsmynd finnst mér gott að fólki líki það vel,“ segir Guðrún og fær líka skilaboð frá stelpum sem hafa þorað að klæðast ákveðnum fötum af því að hún gerði það.„Það er nú eitthvað sem unglingurinn ég hefði haft gagn af á sínum tíma og ég get ekki ímyndað mér hvernig það er að vera unglingsstúlka í dag. Ég held að það sé mjög erfitt því pressan er svo mikil á að vera fullkomin og enginn maður með mönnum nema hann eigi nýjustu Gucci-töskuna, sem er auðvitað fásinna. Kröfurnar byggja á óraunsæi og því geri ég í því að vera líka ómáluð, sem mér þótti óhugsandi á unglingsárunum. Sannleikurinn er þó sá að engin vaknar með upprúlluð augnhár, mótaðar augabrúnir eða silkimatta húð.“Óraunsæjar glansmyndir Guðrún vonast til að hún sé unglingsstúlkum og ungum konum góð fyrirmynd. „Það er ekki markmið í sjálfu sér, en ég hef alltaf á bak við eyrað að ungar stelpur fylgjast með mér og vil hafa góð áhrif á líf þeirra og tilveru.“ Hún telur gott og erfitt að vera ung kona í íslensku nútímasamfélagi. „Ungar konur eru upp til hópa vel til hafðar og flottar, og flestar virðast þær uppfullar af sjálfstrausti. En það er erfitt að horfa upp á glansmyndir á netinu og bera sig saman við konur sem birta af sér myndir sem er búið að eiga við og teknar með bjútífilter til að sýnast sem fullkomnastar. Stelpur sem fylgjast með Kim Kardashian þurfa að gera sér grein fyrir að hún vinnur við að líta vel út og þar er legið yfir flottu myndunum áður en ákveðið er að birta þær.“ Því sé léttir að æ fleiri konur sýni hvernig þær líta út frá náttúrunnar hendi. „Því þótt gaman sé að skoða flottar myndir má ekki sökkva sér í gerviheiminn og halda að lífið sé fullkomið hjá þessum konum. Öllum líður einhvern tímann illa og maður sér ekki hvað er að gerast á bak við tjöldin, hvort þar búi að baki sorg eða erfiðleikar. Þegar ég var unglingur voru samfélagsmiðlar ekki jafn ríkur þáttur í lífi unglinga en þó varð ég heltekin af því að eiga nýjustu tískufötin eða vera ekki svona eða hinsegin. Stelpur nú þurfa að hafa þykkan skráp til að verða ekki vansælar út af slíku og þá er gott að sjá að líf samfélagsstjarna er ekki bara svart og hvítt og að þar sé manneskja sem á sínar vonir og þrár en upplifir líka vonbrigði og verri tíma en myndirnar sýna.“Hamingjan er góðmennska Guðrún var sautján ára þegar hún fann ástina hjá Steinari Gunnarssyni. „Við kynntumst í gegnum sameiginlega vinkonu á Facebook. Ég held að það sé auðveldara að finna lífsförunautinn í dag en áður þegar stelpur urðu að vonast eftir að hitta draumaprinsinn á ballinu. Allt er svo opið og gegnsætt og hægt að fletta öllum upp, fylgjast með hver er með hverjum og hverjir hættir saman, því fólk er svo opið með að pósta myndum af sér saman en svo hættir það að pósta þegar ástin er fyrir bí. Facebook er þó persónulegri miðill en svo að maður bæti á vinalistann ókunnum gæja sem manni líst vel á. Það er bara krípí og miklu frekar að adda honum á Snappinu.“ En þótt Guðrún lifi og hrærist í heimi fegurðar segir hún fegurðina ekki skapa sanna hamingju. „Fegurð er afstæð og það sem mér þykir fagurt hentar ekki öðrum. Það að vera fallegur á samfélagsmiðlum eða að eiga allt í heiminum gerir engan hamingjusaman,“ segir Guðrún og veit upp á hár hvað gerir hana hamingjusama. „Það er að vera góð manneskja, við sjálfa mig og aðra. Kærastinn minn, fjölskyldan og vinkonur gera mig líka hamingjusama. Þegar ég var yngri fannst mér skipta mestu að eiga allt en orðin 25 ára hef ég áttað mig á að veraldlegir hlutir skipta engu ef maður hefur engan að tala við. Það er svo dýrmætt að eiga góða að og hjá unga fólkinu gleymist að ræða mikilvægi þess að rækta vinaböndin. Það er ekki nóg að tala við fólk í gegnum samfélagsmiðla og læka við myndir; við verðum líka að hittast og tala saman, spyrja hvernig okkur líður, knúsast og vera til staðar í raunheimum. Þetta eru fleiri orðnir meðvitaðir um því netið getur einangrað fólk og það vill stíga út fyrir þann ramma á ný.“ Guðrún segist heppin með vinkonur og vera góð vinkona sjálf. „Við hittumst oft og spjöllum, hlustum og erum til staðar í gleði og sorg. Við þurfum ekki í sífellu að pósta myndum af okkur saman til að sanna fyrir heiminum að við séum bestu vinkonur. Við vitum það sjálfar. Sönn vinátta snýst ekki um að sýna myndir af því hvað við erum hamingjusöm heldur að rækta samskiptin í raun og sann. Ég eignaðist vinkonur mínar þegar við vorum sjö ára í Lækjarskóla. Við erum nánar, vitum allt hver um aðra og allt er svo eðlilegt með þeim að þær eru mér sem systur,“ segir Guðrún sem á tvo eldri bræður.Eðlilegt slit olli vanlíðan Guðrún skartar skínandi demanti í efri augntönn. „Mér þykir vænt um þennan demant og hann er orðinn hluti af mér. Mér fannst hann töff þegar ég var sautján ára og varð hissa þegar mamma leyfði mér að fá hann því ég mátti ekki fá göt í eyrun né húðflúr,“ segir hún og brosir. Stíll Guðrúnar er rómantískur og rokkaður í senn. Henni þykir best að klæðast rifnum gallabuxum, krúttlegum og kvenlegum toppi og leðurjakka yfir. Hún er ófeimin að sýna íturvaxinn líkamann og segir það gert af brýnni sjálfsást. „Sem betur fer er komið upp á yfirborðið að konur eru ekki í einni stærð. Þær eru af öllum stærðum og gerðum, stórar, litlar, feitar og mjóar, og allar jafn yndislegar. Sjálfri leið mér illa yfir að vera með slit á unglingsárunum og velti mér upp úr því hvers vegna ég? Eins og ég væri eina stelpan í heiminum með slit. Svo talar maður við aðrar stelpur og þær eru langflestar með ummerki þess að hafa þroskast og fengið stærri mjaðmir, rass, læri og brjóst. Líkami þeirra breytist en því fylgdi feluleikur sem gerir þær óöruggar. Flestar stelpur sem ég þekki eru með slit og mér finnst geggjað að fólk sýni að það sé alls konar. Margar fyrirsætur ytra eru í yfirvigt sem var áður tabú og vonandi er þessi breyting til frambúðar.“ Guðrún segir skipta ungar konur mestu að vera hamingjusamar. „Að vera góðar og sannar manneskjur og njóta velgengni í einkalífi og starfi. Mér þykja ungar, íslenskar konur fádæma duglegar, þær eru metnaðarfullar og hika ekki við að mennta sig sem mest og láta drauma sína rætast. Það er einstaklega hvetjandi og magnað að sjá.“ Á mánudagskvöldi, eins og öll önnur kvöld, ætlar Guðrún að setjast til borðs með Steinari sínum og tala saman yfir kvöldmatnum, sem gæti orðið taco eða ýsusporður. „Við keyptum okkur íbúð í fyrra og höldum fast í hefðir fjölskyldunnar að setjast saman við kvöldverðarborðið. Ég er alin upp við að mega ekki vera í símanum við matarborðið heldur sest fjölskyldan saman og við förum hringinn til að vita hvernig öllum líður og hvernig dagurinn var. Kærastinn fékk áfall þegar honum var fyrst boðið í mat og við sátum í þrjá tíma að borða, spjalla og hlæja. Það skiptir mig miklu að varðveita svo dýrmæta stund í amstri dagsins.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
„Ég er ekkert sérstaklega norsk í mér en ég er afar stolt af norsku ættarnafninu,“ segir Guðrún Helga Sørtveit. Föðurafi hennar er Norðmaður. „Afi kynntist íslenskri föðurömmu minni þegar hún var sautján ára og hún varð fljótt barnshafandi. Síðan skildi leiðir; afi fór til Noregs og bæði eignuðust aðra maka og börn. Pabbi vissi því ekki hver faðir hans var fyrr en um tvítugt að hann leitaði hans og fann að áeggjan mömmu. Þá kom afi til Íslands að hitta son sinn og þau amma hittust aftur og urðu ástfangin á ný,“ segir Guðrún um rómantíska ástarsögu ömmu sinnar og afa sem þá voru skilin við sína fyrri maka og eru nú hjón í Noregi. „Við förum því oft til Noregs til samfunda við föðurfjölskylduna sem tók pabba svo vel og samskiptin eru yndisleg. Mér leiddist þetta ættarnafn mjög á æskuárunum vegna eilífra spurninga en þegar ég eltist tók stoltið yfir og mér þótti æ vænna um nafnið vegna þess að það minnir mig á norska afa minn og fjölskylduna úti,“ segir Guðrún.Hrósað fyrir vöxtinn Guðrún er vinsæl samfélagsmiðlastjarna en hlédræg að eðlisfari. „Upphaflega fór ég á Snapchat með viðskiptahugmynd til að trekkja til mín fleiri viðskiptavini í förðun en fljótlega vatt það upp á sig og varð enn stærra þegar ég byrjaði að blogga á Trendnet. Ég hef gaman af því að kenna sitthvað um tísku, förðun og lífsstíl og hjálpa öðrum með ráðum og dáð,“ segir Guðrún sem er förðunarfræðingur og hóf nýlega að kenna við Make Up Studio Hörpu Kára. Hún er líka á þriðja ári í viðskiptafræði við Háskóla Íslands þaðan sem hún ætlar í meistaranám í markaðsfræði. „Snyrtiáhuginn kviknaði á unglingsárunum. Mig langaði að byrja að blogga miklu fyrr en var feimin og átti erfitt með að opna á líf mitt og leyfa fólki að kynnast mér. Svo einn daginn lét ég slag standa og held að það sé besta ákvörðun sem ég hef tekið. Það hefur opnað margar dyr og auðvitað er engu líkt að geta sinnt því sem manni þykir skemmtilegast á degi hverjum,“ segir Guðrún og fann sjálfstraustið eflast eftir að hún fór að leggja sitt lóð á vogarskálar samfélagsmiðla. „Áður hafði ég enga trú á sjálfri mér en það breyttist smám saman. Ég hætti að velta mér upp úr áliti annarra því það gerir engum gott. Svo sjóaðist ég fyrir framan myndavélina og fann þor til að tala í stað þess að skrifa það sem mér lá á hjarta,“ segir Guðrún sem fær mikil viðbrögð frá fylgjendum sínum. „Mér þykir merkilegt að fólk gefi sér tíma til að senda mér jákvæð og uppbyggjandi skilaboð. Margir virðast tengja við mig og ég fæ hrós fyrir útlitið því ég er ekki dæmigerð í vexti og með stór læri og mjaðmir. Þótt ég leggi ekki meðvitað áherslu á jákvæða líkamsmynd finnst mér gott að fólki líki það vel,“ segir Guðrún og fær líka skilaboð frá stelpum sem hafa þorað að klæðast ákveðnum fötum af því að hún gerði það.„Það er nú eitthvað sem unglingurinn ég hefði haft gagn af á sínum tíma og ég get ekki ímyndað mér hvernig það er að vera unglingsstúlka í dag. Ég held að það sé mjög erfitt því pressan er svo mikil á að vera fullkomin og enginn maður með mönnum nema hann eigi nýjustu Gucci-töskuna, sem er auðvitað fásinna. Kröfurnar byggja á óraunsæi og því geri ég í því að vera líka ómáluð, sem mér þótti óhugsandi á unglingsárunum. Sannleikurinn er þó sá að engin vaknar með upprúlluð augnhár, mótaðar augabrúnir eða silkimatta húð.“Óraunsæjar glansmyndir Guðrún vonast til að hún sé unglingsstúlkum og ungum konum góð fyrirmynd. „Það er ekki markmið í sjálfu sér, en ég hef alltaf á bak við eyrað að ungar stelpur fylgjast með mér og vil hafa góð áhrif á líf þeirra og tilveru.“ Hún telur gott og erfitt að vera ung kona í íslensku nútímasamfélagi. „Ungar konur eru upp til hópa vel til hafðar og flottar, og flestar virðast þær uppfullar af sjálfstrausti. En það er erfitt að horfa upp á glansmyndir á netinu og bera sig saman við konur sem birta af sér myndir sem er búið að eiga við og teknar með bjútífilter til að sýnast sem fullkomnastar. Stelpur sem fylgjast með Kim Kardashian þurfa að gera sér grein fyrir að hún vinnur við að líta vel út og þar er legið yfir flottu myndunum áður en ákveðið er að birta þær.“ Því sé léttir að æ fleiri konur sýni hvernig þær líta út frá náttúrunnar hendi. „Því þótt gaman sé að skoða flottar myndir má ekki sökkva sér í gerviheiminn og halda að lífið sé fullkomið hjá þessum konum. Öllum líður einhvern tímann illa og maður sér ekki hvað er að gerast á bak við tjöldin, hvort þar búi að baki sorg eða erfiðleikar. Þegar ég var unglingur voru samfélagsmiðlar ekki jafn ríkur þáttur í lífi unglinga en þó varð ég heltekin af því að eiga nýjustu tískufötin eða vera ekki svona eða hinsegin. Stelpur nú þurfa að hafa þykkan skráp til að verða ekki vansælar út af slíku og þá er gott að sjá að líf samfélagsstjarna er ekki bara svart og hvítt og að þar sé manneskja sem á sínar vonir og þrár en upplifir líka vonbrigði og verri tíma en myndirnar sýna.“Hamingjan er góðmennska Guðrún var sautján ára þegar hún fann ástina hjá Steinari Gunnarssyni. „Við kynntumst í gegnum sameiginlega vinkonu á Facebook. Ég held að það sé auðveldara að finna lífsförunautinn í dag en áður þegar stelpur urðu að vonast eftir að hitta draumaprinsinn á ballinu. Allt er svo opið og gegnsætt og hægt að fletta öllum upp, fylgjast með hver er með hverjum og hverjir hættir saman, því fólk er svo opið með að pósta myndum af sér saman en svo hættir það að pósta þegar ástin er fyrir bí. Facebook er þó persónulegri miðill en svo að maður bæti á vinalistann ókunnum gæja sem manni líst vel á. Það er bara krípí og miklu frekar að adda honum á Snappinu.“ En þótt Guðrún lifi og hrærist í heimi fegurðar segir hún fegurðina ekki skapa sanna hamingju. „Fegurð er afstæð og það sem mér þykir fagurt hentar ekki öðrum. Það að vera fallegur á samfélagsmiðlum eða að eiga allt í heiminum gerir engan hamingjusaman,“ segir Guðrún og veit upp á hár hvað gerir hana hamingjusama. „Það er að vera góð manneskja, við sjálfa mig og aðra. Kærastinn minn, fjölskyldan og vinkonur gera mig líka hamingjusama. Þegar ég var yngri fannst mér skipta mestu að eiga allt en orðin 25 ára hef ég áttað mig á að veraldlegir hlutir skipta engu ef maður hefur engan að tala við. Það er svo dýrmætt að eiga góða að og hjá unga fólkinu gleymist að ræða mikilvægi þess að rækta vinaböndin. Það er ekki nóg að tala við fólk í gegnum samfélagsmiðla og læka við myndir; við verðum líka að hittast og tala saman, spyrja hvernig okkur líður, knúsast og vera til staðar í raunheimum. Þetta eru fleiri orðnir meðvitaðir um því netið getur einangrað fólk og það vill stíga út fyrir þann ramma á ný.“ Guðrún segist heppin með vinkonur og vera góð vinkona sjálf. „Við hittumst oft og spjöllum, hlustum og erum til staðar í gleði og sorg. Við þurfum ekki í sífellu að pósta myndum af okkur saman til að sanna fyrir heiminum að við séum bestu vinkonur. Við vitum það sjálfar. Sönn vinátta snýst ekki um að sýna myndir af því hvað við erum hamingjusöm heldur að rækta samskiptin í raun og sann. Ég eignaðist vinkonur mínar þegar við vorum sjö ára í Lækjarskóla. Við erum nánar, vitum allt hver um aðra og allt er svo eðlilegt með þeim að þær eru mér sem systur,“ segir Guðrún sem á tvo eldri bræður.Eðlilegt slit olli vanlíðan Guðrún skartar skínandi demanti í efri augntönn. „Mér þykir vænt um þennan demant og hann er orðinn hluti af mér. Mér fannst hann töff þegar ég var sautján ára og varð hissa þegar mamma leyfði mér að fá hann því ég mátti ekki fá göt í eyrun né húðflúr,“ segir hún og brosir. Stíll Guðrúnar er rómantískur og rokkaður í senn. Henni þykir best að klæðast rifnum gallabuxum, krúttlegum og kvenlegum toppi og leðurjakka yfir. Hún er ófeimin að sýna íturvaxinn líkamann og segir það gert af brýnni sjálfsást. „Sem betur fer er komið upp á yfirborðið að konur eru ekki í einni stærð. Þær eru af öllum stærðum og gerðum, stórar, litlar, feitar og mjóar, og allar jafn yndislegar. Sjálfri leið mér illa yfir að vera með slit á unglingsárunum og velti mér upp úr því hvers vegna ég? Eins og ég væri eina stelpan í heiminum með slit. Svo talar maður við aðrar stelpur og þær eru langflestar með ummerki þess að hafa þroskast og fengið stærri mjaðmir, rass, læri og brjóst. Líkami þeirra breytist en því fylgdi feluleikur sem gerir þær óöruggar. Flestar stelpur sem ég þekki eru með slit og mér finnst geggjað að fólk sýni að það sé alls konar. Margar fyrirsætur ytra eru í yfirvigt sem var áður tabú og vonandi er þessi breyting til frambúðar.“ Guðrún segir skipta ungar konur mestu að vera hamingjusamar. „Að vera góðar og sannar manneskjur og njóta velgengni í einkalífi og starfi. Mér þykja ungar, íslenskar konur fádæma duglegar, þær eru metnaðarfullar og hika ekki við að mennta sig sem mest og láta drauma sína rætast. Það er einstaklega hvetjandi og magnað að sjá.“ Á mánudagskvöldi, eins og öll önnur kvöld, ætlar Guðrún að setjast til borðs með Steinari sínum og tala saman yfir kvöldmatnum, sem gæti orðið taco eða ýsusporður. „Við keyptum okkur íbúð í fyrra og höldum fast í hefðir fjölskyldunnar að setjast saman við kvöldverðarborðið. Ég er alin upp við að mega ekki vera í símanum við matarborðið heldur sest fjölskyldan saman og við förum hringinn til að vita hvernig öllum líður og hvernig dagurinn var. Kærastinn fékk áfall þegar honum var fyrst boðið í mat og við sátum í þrjá tíma að borða, spjalla og hlæja. Það skiptir mig miklu að varðveita svo dýrmæta stund í amstri dagsins.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira