Ívar: Kannski óraunhæft að spá heimaleikjarétti en ætlum í úrslitakeppnina Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 2. október 2018 15:00 Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka. Vísir/Bára Haukar urðu deildarmeistarar í Domino's deild karla á síðasta tímabili. Eftir miklar mannabreytingar í sumar er deildarmeisturunum spáð áttunda sæti af þjálfurum, fyrirliðum og formönnum félaganna í deildinni. „Mér finnst þessi spá alveg raunhæf, áttunda sæti. Við ætlum okkur náttúrulega að sína að við erum betri en það og ég tel að við séum með fínan hóp,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, á kynningarfundi KKÍ í dag þar sem spáin var kynnt. „Við erum með þrjá stráka sem voru að spila með landsliðinu núna í sumar og við erum með einn af efnilegustu leikmönnum deildarinnar og fleiri öfluga leikmenn.“ „Ég held að við verðum ofar þrátt fyrir að hafa misst fjóra leikmenn sem eru í landsliðsklassa og eru mikill missir. En ég tel að það sem við búum að í Haukum er nóg af efnivið.“ Haukar urðu fyrir mikilli blóðtöku í sumar. Kári Jónsson fór út til Barcelona, Finnur Atli Magnússon fylgdi Helenu Sverrisdóttur til Ungverjalands, Breki Gylfason fór til Bandaríkjanna í nám og fyrirliði liðsins Emil Barja gekk til liðs við Íslandsmeistara KR. Kristinn Marinósson snéri aftur heim úr ÍR og Daði Lár Jónsson kom úr Keflavík. Marques Oliver og Hilmar Smári Henningsson yfirgáfu Þór Akureyri sem féll í vor og eru komnir á Ásvelli og Slóveninn Matic Macek samdi við deildarmeistarana. „Við vissum að við myndum missa stráka út, en við erum með fullt af ungum strákum. Við höfum verið að spila ágætlega á undirbúningstímabilinu, það mun taka smá tíma að binda liðið saman en ég held að við eigum eftir að verða mun betri en menn halda.“ Hverjar eru væntingar Ívars á tímabilinu? „Við ætlum okkur í úrslitakeppni, það er á hreinu.“ „Við stefnum á að reyna við heimarétt en ég held það verði mjög erfitt og kannski frekar óraunhæft að vera með þá spá fyrir okkur. En ég held það væri ásættanlegt ef við náum að berjast um fimmta, sjötta sætið og það er það sem við erum að stefna að.“ „Það eru háleit markmið en ég held að við getum það alveg og við verðum svo bara tilbúnir þegar það kemur að úrslitakeppninni,“ sagði Ívar Ásgrímsson. Haukar hefja leik í Domino's deildinni á útivelli gegn Val á fimmtudagskvöld. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 og hefst útsending klukkan 19:05. Dominos-deild karla Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira
Haukar urðu deildarmeistarar í Domino's deild karla á síðasta tímabili. Eftir miklar mannabreytingar í sumar er deildarmeisturunum spáð áttunda sæti af þjálfurum, fyrirliðum og formönnum félaganna í deildinni. „Mér finnst þessi spá alveg raunhæf, áttunda sæti. Við ætlum okkur náttúrulega að sína að við erum betri en það og ég tel að við séum með fínan hóp,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, á kynningarfundi KKÍ í dag þar sem spáin var kynnt. „Við erum með þrjá stráka sem voru að spila með landsliðinu núna í sumar og við erum með einn af efnilegustu leikmönnum deildarinnar og fleiri öfluga leikmenn.“ „Ég held að við verðum ofar þrátt fyrir að hafa misst fjóra leikmenn sem eru í landsliðsklassa og eru mikill missir. En ég tel að það sem við búum að í Haukum er nóg af efnivið.“ Haukar urðu fyrir mikilli blóðtöku í sumar. Kári Jónsson fór út til Barcelona, Finnur Atli Magnússon fylgdi Helenu Sverrisdóttur til Ungverjalands, Breki Gylfason fór til Bandaríkjanna í nám og fyrirliði liðsins Emil Barja gekk til liðs við Íslandsmeistara KR. Kristinn Marinósson snéri aftur heim úr ÍR og Daði Lár Jónsson kom úr Keflavík. Marques Oliver og Hilmar Smári Henningsson yfirgáfu Þór Akureyri sem féll í vor og eru komnir á Ásvelli og Slóveninn Matic Macek samdi við deildarmeistarana. „Við vissum að við myndum missa stráka út, en við erum með fullt af ungum strákum. Við höfum verið að spila ágætlega á undirbúningstímabilinu, það mun taka smá tíma að binda liðið saman en ég held að við eigum eftir að verða mun betri en menn halda.“ Hverjar eru væntingar Ívars á tímabilinu? „Við ætlum okkur í úrslitakeppni, það er á hreinu.“ „Við stefnum á að reyna við heimarétt en ég held það verði mjög erfitt og kannski frekar óraunhæft að vera með þá spá fyrir okkur. En ég held það væri ásættanlegt ef við náum að berjast um fimmta, sjötta sætið og það er það sem við erum að stefna að.“ „Það eru háleit markmið en ég held að við getum það alveg og við verðum svo bara tilbúnir þegar það kemur að úrslitakeppninni,“ sagði Ívar Ásgrímsson. Haukar hefja leik í Domino's deildinni á útivelli gegn Val á fimmtudagskvöld. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 og hefst útsending klukkan 19:05.
Dominos-deild karla Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira