Tíu starfsmönnum flugfélagsins WOW air var sagt upp nú um mánaðamótin. Þetta staðfestir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, og segir uppsagnirnar tengjast hagræðingaraðgerðum félagsins.
WOW tilkynnti í gær um frekari hagræðingaraðgerðir en hætt verður að fljúga tímabundið til Stokkhólms, Edinborgar og San Francisco frá 5. nóvember til byrjun apríl á næsta ári.
„Þessi ákvörðun var tekin með það að leiðarljósi að ná fram aukinni hagræðingu í rekstri félagsins,“ segir í tilkynningu og borið við seinkun á afhendingu á tveimur glænýjum Airbus A330neo-vélum sem áttu að koma nú í nóvember en verða ekki afgreiddar fyrr en í lok febrúar. Því neyðist WOW til að gera breytingar á leiðakerfi félagsins.
Í síðustu viku sagði Icelandair einnig upp á þriðja tug starfsmanna í hinum ýmsu deildum sínum.
Tíu sagt upp hjá WOW air

Tengdar fréttir

WOW hættir að fljúga til þriggja borga
Frá 5. nóvember næstkomandi mun WOW Air hætta að fljúga til Stokkhólms, Edinborgar og San Francisco.