Lífið

Trommari Beyoncé segir hana stunda „öfgafulla galdra“ og vill nálgunarbann

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Beyoncé og eiginmaður hennar, Jay-Z
Beyoncé og eiginmaður hennar, Jay-Z Vísir/Getty
Trommarinn Kimberly Thompson, sem starfaði sem trommuleikari í tónleikasveit söngkonunnar Beyoncé, hefur farið fram á nálgunarbann gegn Beyoncé. Thompson segir að Beyoncé stundi „öfgafulla galdra“ til þess að áreita sig.

Þetta kemur fram í dómsskjölum sem vefsíðan The Blast hefur undir höndum. Þá hefur tónlistarvefurinn Pitchfork séð gögnin og rætt við Thompson um ásakanirnar.

Á vef Pitchfork kemur fram að beiðni Thompson um nálgunarbann á Beyoncé hafi verið hafnað af dómara í Los Angeles fyrir helgi. Þó sé á dagskrá önnur beiðni frá Thompson um nálgunarbann sem tekin verði fyrir 11. október næstkomandi.

í gögnunum er því haldið fram að Beyoncé hafi misnotað Thompson með göldrum sínum. Þá hafi hún einnig beitt þeim til þess að hlera síma Thompson, stjórna fjármálum hennar og myrða kettling hennar.

Í frétt Pitchfork segir að ekki hafi náðst í Beyoncé við vinnslu fréttarinnar en að Thompson hafi staðfest það að hún hafi lagt fram beiðni um nálgunarbann.

Thompson var sem fyrr segir hluti af tónleikasveit Beyoncé auk þess sem að hún var trommari húsbandsins í spjallþætti Seth Meyers á NBC sjónvarpstöðinni.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.