Einn mesti nagli sem ég hef þjálfað Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. júní 2018 09:00 McKillop á hliðarlínunni með Davidson. vísir/getty Bob McKillop kannast ágætlega við sig á Íslandi. Hann kom fyrst til landsins fyrir 20 árum og um helgina var hann aðalfyrirlesari á þjálfaranámskeiði KKÍ. Hann hefur fylgst með uppgangi íslenska karlalandsliðsins og síðustu tvö ár hefur hann þjálfað Jón Axel Guðmundsson hjá Davidson, þar sem hann hefur stýrt í 29 ár. Þjálfaraferilinn nær yfir alls 46 ár. „Ég hef notið þessarar reynslu, þetta er yndislegt land og körfuboltinn hérna er mjög góður,“ sagði McKillop þegar blaðamaður Fréttablaðsins hitti hann að máli á dögunum. „Ég hef ágætis sambönd hér á landi og okkur tókst að næla í Jón Axel sem hefur verið frábær fyrir okkur síðustu tvö ár,“ sagði McKillop enn fremur. Hann segist hafa augastað á nokkrum íslenskum leikmönnum en reglur NCAA kveði skýrt á um að hann megi ekki greina frá því opinberlega hverjir það eru. Ljóst er að McKillop hefur miklar mætur á Jóni Axel sem átti afar gott tímabil með Davidson í vetur og átti stóran þátt í að liðið komst í úrslitakeppni háskólaboltans, hið svokallaða Marsfár. Þar mætti Davidson stórliði Kentucky og tapaði naumlega, 78-73. Jón Axel fór mikinn í leiknum, setti niður sex þriggja stiga körfur og var stigahæstur í liði Davidson með 21 stig. „Hann er einn mesti nagli sem ég hef þjálfað. Hann er þrautseigur, óttalaus og fljótur að læra. Hann er frábær liðsfélagi og er að verða leiðtogi,“ sagði McKillop og bætti við Jón Axel hafi bætt sig mikið sem skytta. „Frammistaða hans í leiknum gegn Kentucky er vitnisburður um það. Hann hefur unnið mikið í skotinu sínu og ég veit, með hans vinnuframlagi, að hann á bara eftir að verða betri.“ McKillop segir að það hafi verið frábært að komast í úrslitakeppnina á síðasta tímabili. Leiðin þangað hafi þó ekki verið greið. „Við þurftum að sigrast á miklu mótlæti. Við fórum rólega af stað en enduðum tímabilið vel. Jón Axel átti stóran þátt í því og leyfði okkur aldrei að slaka á eða hengja haus,“ sagði McKillop. Langþekktasti leikmaður sem hann hefur þjálfað, og sá langþekktasti í sögu Davidson, er Stephen Curry, leikmaður NBA-meistara Golden State Warriors. Curry lék með Davidson í þrjú ár. Á síðasta ári sínu hjá Davidson komust Curry og félagar í 8-liða úrslit úrslitakeppninnar. „Hann hefur mikla persónutöfra og gleðin er allsráðandi þegar hann spilar. Hann leggur gríðarlega hart að sér og verður bara betri og betri. Og hann er frábær liðsfélagi. Ég er mjög stoltur af honum og hann heldur því á lofti að hann sé fyrrverandi leikmaður Davidson,“ sagði McKillop um Curry. Þeir eru enn í góðu sambandi og Curry kemur stundum á leiki hjá Davidson. Curry og félagar í Golden State keppa þessa dagana í úrslitum NBA þar sem þeir mæta Cleveland Cavaliers, fjórða árið í röð. Golden State vann titilinn 2015 og 2017 og flestir búast við því að þeir hafi betur í ár. „Ég styð hann að sjálfsögðu en þú getur aldrei gengið að neinu vísu þegar LeBron James er í hinu liðinu. Hann er svo stórkostlegur leikmaður,“ sagði McKillop sem verður viðstaddur fimmta leik Golden State og Cleveland, þ.e. ef einvígið fer í svo marga leiki. Þrátt fyrir að McKillop verði 68 ára í júlí segist hann eiga nóg eftir. „Ég hef engar áætlanir um að hætta að þjálfa. Mér finnst þetta gaman og krakkarnir veita mér innblástur.“ Íslenski körfuboltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Sjá meira
Bob McKillop kannast ágætlega við sig á Íslandi. Hann kom fyrst til landsins fyrir 20 árum og um helgina var hann aðalfyrirlesari á þjálfaranámskeiði KKÍ. Hann hefur fylgst með uppgangi íslenska karlalandsliðsins og síðustu tvö ár hefur hann þjálfað Jón Axel Guðmundsson hjá Davidson, þar sem hann hefur stýrt í 29 ár. Þjálfaraferilinn nær yfir alls 46 ár. „Ég hef notið þessarar reynslu, þetta er yndislegt land og körfuboltinn hérna er mjög góður,“ sagði McKillop þegar blaðamaður Fréttablaðsins hitti hann að máli á dögunum. „Ég hef ágætis sambönd hér á landi og okkur tókst að næla í Jón Axel sem hefur verið frábær fyrir okkur síðustu tvö ár,“ sagði McKillop enn fremur. Hann segist hafa augastað á nokkrum íslenskum leikmönnum en reglur NCAA kveði skýrt á um að hann megi ekki greina frá því opinberlega hverjir það eru. Ljóst er að McKillop hefur miklar mætur á Jóni Axel sem átti afar gott tímabil með Davidson í vetur og átti stóran þátt í að liðið komst í úrslitakeppni háskólaboltans, hið svokallaða Marsfár. Þar mætti Davidson stórliði Kentucky og tapaði naumlega, 78-73. Jón Axel fór mikinn í leiknum, setti niður sex þriggja stiga körfur og var stigahæstur í liði Davidson með 21 stig. „Hann er einn mesti nagli sem ég hef þjálfað. Hann er þrautseigur, óttalaus og fljótur að læra. Hann er frábær liðsfélagi og er að verða leiðtogi,“ sagði McKillop og bætti við Jón Axel hafi bætt sig mikið sem skytta. „Frammistaða hans í leiknum gegn Kentucky er vitnisburður um það. Hann hefur unnið mikið í skotinu sínu og ég veit, með hans vinnuframlagi, að hann á bara eftir að verða betri.“ McKillop segir að það hafi verið frábært að komast í úrslitakeppnina á síðasta tímabili. Leiðin þangað hafi þó ekki verið greið. „Við þurftum að sigrast á miklu mótlæti. Við fórum rólega af stað en enduðum tímabilið vel. Jón Axel átti stóran þátt í því og leyfði okkur aldrei að slaka á eða hengja haus,“ sagði McKillop. Langþekktasti leikmaður sem hann hefur þjálfað, og sá langþekktasti í sögu Davidson, er Stephen Curry, leikmaður NBA-meistara Golden State Warriors. Curry lék með Davidson í þrjú ár. Á síðasta ári sínu hjá Davidson komust Curry og félagar í 8-liða úrslit úrslitakeppninnar. „Hann hefur mikla persónutöfra og gleðin er allsráðandi þegar hann spilar. Hann leggur gríðarlega hart að sér og verður bara betri og betri. Og hann er frábær liðsfélagi. Ég er mjög stoltur af honum og hann heldur því á lofti að hann sé fyrrverandi leikmaður Davidson,“ sagði McKillop um Curry. Þeir eru enn í góðu sambandi og Curry kemur stundum á leiki hjá Davidson. Curry og félagar í Golden State keppa þessa dagana í úrslitum NBA þar sem þeir mæta Cleveland Cavaliers, fjórða árið í röð. Golden State vann titilinn 2015 og 2017 og flestir búast við því að þeir hafi betur í ár. „Ég styð hann að sjálfsögðu en þú getur aldrei gengið að neinu vísu þegar LeBron James er í hinu liðinu. Hann er svo stórkostlegur leikmaður,“ sagði McKillop sem verður viðstaddur fimmta leik Golden State og Cleveland, þ.e. ef einvígið fer í svo marga leiki. Þrátt fyrir að McKillop verði 68 ára í júlí segist hann eiga nóg eftir. „Ég hef engar áætlanir um að hætta að þjálfa. Mér finnst þetta gaman og krakkarnir veita mér innblástur.“
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Sjá meira