Reyndi að tengjast voninni hjá þeim sem komust af Benedikt Bóas skrifar 4. júní 2018 06:00 Birgir Hilmarsson í stúdíóinu sínu þar sem hann samdi verkið fyrir myndina. Vísir/Sigtryggur „Verkið nálgaðist ég þannig að ég reyndi að tengjast viðfangsefninu tilfinningalega en líka voninni hjá þeim sem komust af,“ segir tónskáldið Biggi Hilmars en hann semur tónlistina í heimildarmynd um brunann í Grenfell fjölbýlishúsinu í Kensington hverfinu sem Jonathan Rudd leikstýrir. Bruninn vakti heimsathygli enda fuðraði fjölbýlishúsið upp á undraskömmum tíma. Alls létust 72 í eldhafinu og enn er verið að rétta í málinu. Myndin kallast Grenfell Our Home og er framleidd í sýndarveruleika. Bíógestir fá þannig sýndarveruleikagleraugu og fá að skyggnast inn í bygginguna eins og hún leit út og upplifa stemninguna í húsinu, skelfinguna í kringum brunann, ásamt því að heyra viðtöl við eftirlifendur. Myndin verður frumsýnd á Sheffield Doc Festival í næsta mánuði og fer í framhaldinu á ferðalag um heiminn. Grenfell turninn sem stóð í Kensington hverfinu var 24 hæðir og fóru um 200 slökkviliðsmenn á vettvang til að slökkva eldhafið. Fréttablaðið/EPABiggi segir sköpunarferlið hafa verið athyglisvert, því hann hafi ekki séð mikið af myndinni enda tekur mjög langan tíma að framleiða hana í sýndarveruleika. „Ég fékk tímalínu og pínu bút úr myndinni og viðtölum til að sjá. Sýndarveruleiki er mjög nýtt fyrirbæri og dýrt í framkvæmd, en fyrirtækið sem gerir hana er mjög framarlega í þessu. Þau náðu að gera nokkrar sekúndur á dag með stóru teymi. „Þetta er búið að vera mjög áhugavert verkefni, en jafnframt krefjandi því maður upplifði svo mikla sorg í gegnum sögur og upplifanir þeirra sem eftir lifðu. Ég samdi af fingrum fram undir það sem ég var með í höndunum og út komu verk sem einkennast af einhvers konar tregablandinni fegurð, sorg og von þeirra sem eftir lifðu.” Birtist í Fréttablaðinu Bruni í Grenfell-turni Tengdar fréttir Hylja Grenfell-turninn á meðan rannsókn fer fram Íbúar í 33 íbúðum í Grenfell-turninum eygja von um að endurheimta eigur sínar. Turninn verður hulinn með dúk til að varðveita sönnunargögn fyrir tæknimenn lögreglu. 27. júlí 2017 11:30 Lögregla staðfestir að 71 manns hafi látist í brunanum í Grenfell-turni Lögreglan í London staðfesti endanlega tölu á mannsföllum í kjölfar brunans í Grenfell-turni. 16. nóvember 2017 13:24 Gengu í þögn til minningar um fórnarlömb eldsins í Grenfell turni Gangan var skipulögð af Grenfell United, sem stofnað var í kjölfar eldsins sem stuðningur við þá sem lifðu af. Gangan var erfið fyrir marga og sumir sögðust endurupplifa atvikið í þögninni sem umlukti staðinn. Um það bil fimmtíu manns gengu sa 14. júlí 2017 21:54 Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
„Verkið nálgaðist ég þannig að ég reyndi að tengjast viðfangsefninu tilfinningalega en líka voninni hjá þeim sem komust af,“ segir tónskáldið Biggi Hilmars en hann semur tónlistina í heimildarmynd um brunann í Grenfell fjölbýlishúsinu í Kensington hverfinu sem Jonathan Rudd leikstýrir. Bruninn vakti heimsathygli enda fuðraði fjölbýlishúsið upp á undraskömmum tíma. Alls létust 72 í eldhafinu og enn er verið að rétta í málinu. Myndin kallast Grenfell Our Home og er framleidd í sýndarveruleika. Bíógestir fá þannig sýndarveruleikagleraugu og fá að skyggnast inn í bygginguna eins og hún leit út og upplifa stemninguna í húsinu, skelfinguna í kringum brunann, ásamt því að heyra viðtöl við eftirlifendur. Myndin verður frumsýnd á Sheffield Doc Festival í næsta mánuði og fer í framhaldinu á ferðalag um heiminn. Grenfell turninn sem stóð í Kensington hverfinu var 24 hæðir og fóru um 200 slökkviliðsmenn á vettvang til að slökkva eldhafið. Fréttablaðið/EPABiggi segir sköpunarferlið hafa verið athyglisvert, því hann hafi ekki séð mikið af myndinni enda tekur mjög langan tíma að framleiða hana í sýndarveruleika. „Ég fékk tímalínu og pínu bút úr myndinni og viðtölum til að sjá. Sýndarveruleiki er mjög nýtt fyrirbæri og dýrt í framkvæmd, en fyrirtækið sem gerir hana er mjög framarlega í þessu. Þau náðu að gera nokkrar sekúndur á dag með stóru teymi. „Þetta er búið að vera mjög áhugavert verkefni, en jafnframt krefjandi því maður upplifði svo mikla sorg í gegnum sögur og upplifanir þeirra sem eftir lifðu. Ég samdi af fingrum fram undir það sem ég var með í höndunum og út komu verk sem einkennast af einhvers konar tregablandinni fegurð, sorg og von þeirra sem eftir lifðu.”
Birtist í Fréttablaðinu Bruni í Grenfell-turni Tengdar fréttir Hylja Grenfell-turninn á meðan rannsókn fer fram Íbúar í 33 íbúðum í Grenfell-turninum eygja von um að endurheimta eigur sínar. Turninn verður hulinn með dúk til að varðveita sönnunargögn fyrir tæknimenn lögreglu. 27. júlí 2017 11:30 Lögregla staðfestir að 71 manns hafi látist í brunanum í Grenfell-turni Lögreglan í London staðfesti endanlega tölu á mannsföllum í kjölfar brunans í Grenfell-turni. 16. nóvember 2017 13:24 Gengu í þögn til minningar um fórnarlömb eldsins í Grenfell turni Gangan var skipulögð af Grenfell United, sem stofnað var í kjölfar eldsins sem stuðningur við þá sem lifðu af. Gangan var erfið fyrir marga og sumir sögðust endurupplifa atvikið í þögninni sem umlukti staðinn. Um það bil fimmtíu manns gengu sa 14. júlí 2017 21:54 Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Hylja Grenfell-turninn á meðan rannsókn fer fram Íbúar í 33 íbúðum í Grenfell-turninum eygja von um að endurheimta eigur sínar. Turninn verður hulinn með dúk til að varðveita sönnunargögn fyrir tæknimenn lögreglu. 27. júlí 2017 11:30
Lögregla staðfestir að 71 manns hafi látist í brunanum í Grenfell-turni Lögreglan í London staðfesti endanlega tölu á mannsföllum í kjölfar brunans í Grenfell-turni. 16. nóvember 2017 13:24
Gengu í þögn til minningar um fórnarlömb eldsins í Grenfell turni Gangan var skipulögð af Grenfell United, sem stofnað var í kjölfar eldsins sem stuðningur við þá sem lifðu af. Gangan var erfið fyrir marga og sumir sögðust endurupplifa atvikið í þögninni sem umlukti staðinn. Um það bil fimmtíu manns gengu sa 14. júlí 2017 21:54