Róbert Ísak kom í mark á 2:00:60 mínútum en hann var á undan Finnanum Nader Khalili og Svíanum Tobias Klasson.
Róbert Ísak keppir í S14 flokki en hann vann tvenn silfurverðlaun á Evrópumeistaramótinu fyrr á þessu ári.
Þórey Ísafold Magnúsdóttir fékk silfurveðrlaun í 100 metra bringusundi þegar húj kom í mark á 1:26:22 mínútum. Thelma Björg Björnsdóttir varð fjórða á 1:56:58 mínútum.