Kevin Hart hættir sem Óskarskynnir vegna umdeildra ummæla um samkynhneigða Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. desember 2018 07:45 Bandaríski leikarinn og grínistinn Kevin Hart mun ekki kynna Óskarinn á næsta ári eins og til stóð. vísir/getty Bandaríski leikarinn og grínistinn Kevin Hart hefur tilkynnt að hann muni ekki vera kynnir á Óskarsverðlaunum á næsta ári eins og til stóð. Ástæðan eru ummæli um samkynhneigða sem hann lét falla bæði á Twitter og í uppistandi fyrir nokkrum árum en ummælin hafa vakið töluverða reiði eftir að þau voru rifjuð upp í vikunni. Tilkynnt var um það á þriðjudag að Hart myndi verða kynnir. Hann hefur nú beðist afsökunar á því sem hann kallar „ónærgætin orð“ sín og tilkynnti þá um leið að hann myndi ekki kynna Óskarinn þar sem hann vildi ekki ónæði eða truflun á hátíðinni með nærveru sinni.And the Oscar for most homophobic host ever goes to... pic.twitter.com/fw9DTjSrhx — Benjamin Lee (@benfraserlee) December 5, 2018„Ég bið hinsegin samfélagið innilegrar afsökunar á ónærgætnum orðum mínum í fortíðinni. Mér þykir leitt að ég hafi sært fólk. Ég er að þroskast og mun halda áfram að gera það. Markmið mitt er að koma fólki saman en ekki sundra okkur,“ sagði Hart í yfirlýsingu. Áður hafði Hart sett myndband á Instagram-síðu sína þar sem hann sagði að stjórn Akademíunnar, sem heldur Óskarinn, hefði hringt í hann og sagt honum að annað hvort myndi hann biðjast afsökunar eða hann yrði látinn fara sem kynnir. Í myndbandinu sagði Hart að hann ætlaði ekki að biðjast afsökunar vegna þess að hann hefði áður rætt þetta mál og hann vildi ekki halda áfram að rifja upp fortíðina. Það hefur hann nú hins vegar gert en ummælin umdeildu sem rifjuð voru upp voru meðal annars úr uppistandi frá árinu 2010 þar sem Hart grínaðist með það að hann óttaðist að þriggja ára sonur sinn yrði samkynhneigður. Óskarinn Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Bandaríski leikarinn og grínistinn Kevin Hart hefur tilkynnt að hann muni ekki vera kynnir á Óskarsverðlaunum á næsta ári eins og til stóð. Ástæðan eru ummæli um samkynhneigða sem hann lét falla bæði á Twitter og í uppistandi fyrir nokkrum árum en ummælin hafa vakið töluverða reiði eftir að þau voru rifjuð upp í vikunni. Tilkynnt var um það á þriðjudag að Hart myndi verða kynnir. Hann hefur nú beðist afsökunar á því sem hann kallar „ónærgætin orð“ sín og tilkynnti þá um leið að hann myndi ekki kynna Óskarinn þar sem hann vildi ekki ónæði eða truflun á hátíðinni með nærveru sinni.And the Oscar for most homophobic host ever goes to... pic.twitter.com/fw9DTjSrhx — Benjamin Lee (@benfraserlee) December 5, 2018„Ég bið hinsegin samfélagið innilegrar afsökunar á ónærgætnum orðum mínum í fortíðinni. Mér þykir leitt að ég hafi sært fólk. Ég er að þroskast og mun halda áfram að gera það. Markmið mitt er að koma fólki saman en ekki sundra okkur,“ sagði Hart í yfirlýsingu. Áður hafði Hart sett myndband á Instagram-síðu sína þar sem hann sagði að stjórn Akademíunnar, sem heldur Óskarinn, hefði hringt í hann og sagt honum að annað hvort myndi hann biðjast afsökunar eða hann yrði látinn fara sem kynnir. Í myndbandinu sagði Hart að hann ætlaði ekki að biðjast afsökunar vegna þess að hann hefði áður rætt þetta mál og hann vildi ekki halda áfram að rifja upp fortíðina. Það hefur hann nú hins vegar gert en ummælin umdeildu sem rifjuð voru upp voru meðal annars úr uppistandi frá árinu 2010 þar sem Hart grínaðist með það að hann óttaðist að þriggja ára sonur sinn yrði samkynhneigður.
Óskarinn Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein