Misstu fæturna í sama slysinu og berjast nú um gull í Suður-Kóreu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. mars 2018 23:30 Landeros stefnir á sín þriðju gullverðlaun á Paralympics. vísir/getty Bandaríkjamennirnir Nikko Landeros og Tyler Carron eru blóðbræður sem berjast um gull á vetrar-Paralympics í PyeongChang. Þeir voru skólafélagar og glímdu einnig saman í framhaldsskóla. Þeir misstu síðan fæturna er þeir krömdust milli tveggja bíla. Það var í janúar árið 2007 er líf þeirra breyttist. Þá voru þeir 17 ára gamlir. Þá voru á leið heim af dansleik er það sprakk á bílnum. Er þeir voru að leita að varadekkinu í skottinu kom annar bíll og keyrði aftan á þá. „Blóð okkar rann saman og við vitum ekkert hvort sé meira í okkur. Mitt blóð eða hans. Við höfum legið saman inn á herbergi þar sem var búið að skera upp hálfan líkama okkar. Við höfum séð ansi villta hluti,“ sagði Landeros.Carron er hér í átökum á ísnum.vísir/getty„Ég átti aldrei von á því að sjá fjóra fætur liggja á miðri götu og svo vin minn liggja þar við hliðina hljóðlaus. Við höfum gengið í gegnum hrikalega mikið saman og í leiðinni myndað tengsl sem líklega eru sterkari en hjá flestum.“ Félagarnir voru miklir íþróttamenn. Ekki bara í glímu heldur líka í amerískum fótbolta og íshokkí. Það kom því aldrei til greina að hætta í íþróttum. Þeir enduðu í íshokkí þar sem leikmenn renna á sleða. Landeros hefur þegar unnið gull á ÓL í Vancouver 2010 og Sotsjí 2014. Carron var með í gullliðinu 2014. Þeir spila undanúrslitaleik gegn Ítalíu á morgun og ætla sér enn eitt gullið. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Bandaríkjamennirnir Nikko Landeros og Tyler Carron eru blóðbræður sem berjast um gull á vetrar-Paralympics í PyeongChang. Þeir voru skólafélagar og glímdu einnig saman í framhaldsskóla. Þeir misstu síðan fæturna er þeir krömdust milli tveggja bíla. Það var í janúar árið 2007 er líf þeirra breyttist. Þá voru þeir 17 ára gamlir. Þá voru á leið heim af dansleik er það sprakk á bílnum. Er þeir voru að leita að varadekkinu í skottinu kom annar bíll og keyrði aftan á þá. „Blóð okkar rann saman og við vitum ekkert hvort sé meira í okkur. Mitt blóð eða hans. Við höfum legið saman inn á herbergi þar sem var búið að skera upp hálfan líkama okkar. Við höfum séð ansi villta hluti,“ sagði Landeros.Carron er hér í átökum á ísnum.vísir/getty„Ég átti aldrei von á því að sjá fjóra fætur liggja á miðri götu og svo vin minn liggja þar við hliðina hljóðlaus. Við höfum gengið í gegnum hrikalega mikið saman og í leiðinni myndað tengsl sem líklega eru sterkari en hjá flestum.“ Félagarnir voru miklir íþróttamenn. Ekki bara í glímu heldur líka í amerískum fótbolta og íshokkí. Það kom því aldrei til greina að hætta í íþróttum. Þeir enduðu í íshokkí þar sem leikmenn renna á sleða. Landeros hefur þegar unnið gull á ÓL í Vancouver 2010 og Sotsjí 2014. Carron var með í gullliðinu 2014. Þeir spila undanúrslitaleik gegn Ítalíu á morgun og ætla sér enn eitt gullið.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira