„Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. ágúst 2018 09:00 Sara Björk Purkhús, Olga Helena Ólafsdóttir og Eyrún Anna Tryggvadóttir. Vísir/Vilhelm Vinkonurnar Eyrún Anna Tryggvadóttir, Sara Björk Purkhús og Olga Helena Ólafsdóttir standa fyrir haustmarkaði netverslana sem haldin verður helgina 1. til 2. september í Víkingsheimilinu. Um er að ræða stærsta netverslanamarkað sem haldin hefur verið hér á landi. Um 70 netverslanir verða á staðnum og ætla margar þeirra að vera með tilboð í gangi. Þær reka sínar eigin netverslanir og vilja með þessu gefa fólki tækifæri til þess að skoða vörur verslana sem eingöngu eru á netinu. Sara Björk stofnaði netverslunina Purkhús árið 2017 og selur þar fallegar heimils- og gjafavörur. Olga Helena og Eyrún stofnuðu saman netverslunina Von verslun sem selur barnavörur og bókina Minningar, minningabók um fyrsta ár barnsins sem þær hönnuðu sjálfar. Stelpurnar hafa nú þegar staðið fyrir tveimur mörkuðum, jóla- og sumarmarkaði netverslana og er stefnan tekin á langstærsta markað sem haldin hefur verið á Íslandi, haustmarkað netverslana. „Stuttu eftir við opnuðum okkar netverslanir fórum við að skoða í kringum okkur hvort það væru einhverjir markaðir fyrir netverslanir til að kynna sig og sitt vöruútval, hitta viðskiptavini og leyfa þeim að sjá, snerta og prófa vörurnar. Eftir leit án árangurs ákváðum við að slá til sjálfar og halda okkar eigin markað fyrir netverslanir. Við stofnuðum hópinn „Eigendur netverslana á Íslandi“ á Facebook sem fer ört stækkandi og eru þar samankomnir stór hluti eigenda netverslana á Íslandi. Þar fer stór hluti skipulagningarinnar fram,“ segir Eyrún.Vinkonurnar segja að markaðirnir hafi farið fram úr þeirra væntingum. Vísir/VilhelmRöð út fyrir dyr Einnig er hægt að fylgjast með skipulagningu markaðanna hjá POP mörkuðum á Facebook en markaðirnir sem vinkonurnar standa fyrir eru haldnir undir því nafni. „Markaðirnir hafa farið langt fram úr okkar væntingum og hefur eftirspurnin verið mikil. Það hefur fyllst fljótt á alla markaðina og er mikill áhugi meðal fólks. Á síðasta markað mættu rúmlega 3500 manns og var röð út fyrir dyr. Núna eru enn fleiri netverslanir, meiri fjölbreytni og vonandi enn fleiri gestir. Á markaðinum verða yfir 60 netverslanir, þar á meðal eru heimils-, snyrti-, hár-, barna-, gjafavöru-, umhverfis- og íþróttaverslanir og ótal fleiri vörur. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.“Kynnast viðskiptavinum sínum Eyrún segir að vinkonurnar séu ótrúlega ánægðar með viðbrögðin og bíða spenntar eftir stóru markaðshelginni. „Markaður líkt og þessi gefur netverslunum kost á að kynnast öðrum netverslunum, koma sínum vörum á framfæri, kynnast núverandi viðskiptavinum og afla nýrra. Þannig það mætti segja að markaðurinn sé frábær leið til að markaðssetja sig og sína verslun. Margar netverslanir verða með góð tilboð og afslætti yfir helgina. Einnig verða matarvagnar á svæðinu og má áætla að stemningin verði góð bæði hjá eigendum og gestum.“ Markaðurinn er frá 11 til 16 bæði laugardaginn 1. september og sunnudaginn 2. september. Á Facebook-síðu viðburðarins má nálgast upplýsingar um þær netverslanir sem verða á staðnum. Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Vinkonurnar Eyrún Anna Tryggvadóttir, Sara Björk Purkhús og Olga Helena Ólafsdóttir standa fyrir haustmarkaði netverslana sem haldin verður helgina 1. til 2. september í Víkingsheimilinu. Um er að ræða stærsta netverslanamarkað sem haldin hefur verið hér á landi. Um 70 netverslanir verða á staðnum og ætla margar þeirra að vera með tilboð í gangi. Þær reka sínar eigin netverslanir og vilja með þessu gefa fólki tækifæri til þess að skoða vörur verslana sem eingöngu eru á netinu. Sara Björk stofnaði netverslunina Purkhús árið 2017 og selur þar fallegar heimils- og gjafavörur. Olga Helena og Eyrún stofnuðu saman netverslunina Von verslun sem selur barnavörur og bókina Minningar, minningabók um fyrsta ár barnsins sem þær hönnuðu sjálfar. Stelpurnar hafa nú þegar staðið fyrir tveimur mörkuðum, jóla- og sumarmarkaði netverslana og er stefnan tekin á langstærsta markað sem haldin hefur verið á Íslandi, haustmarkað netverslana. „Stuttu eftir við opnuðum okkar netverslanir fórum við að skoða í kringum okkur hvort það væru einhverjir markaðir fyrir netverslanir til að kynna sig og sitt vöruútval, hitta viðskiptavini og leyfa þeim að sjá, snerta og prófa vörurnar. Eftir leit án árangurs ákváðum við að slá til sjálfar og halda okkar eigin markað fyrir netverslanir. Við stofnuðum hópinn „Eigendur netverslana á Íslandi“ á Facebook sem fer ört stækkandi og eru þar samankomnir stór hluti eigenda netverslana á Íslandi. Þar fer stór hluti skipulagningarinnar fram,“ segir Eyrún.Vinkonurnar segja að markaðirnir hafi farið fram úr þeirra væntingum. Vísir/VilhelmRöð út fyrir dyr Einnig er hægt að fylgjast með skipulagningu markaðanna hjá POP mörkuðum á Facebook en markaðirnir sem vinkonurnar standa fyrir eru haldnir undir því nafni. „Markaðirnir hafa farið langt fram úr okkar væntingum og hefur eftirspurnin verið mikil. Það hefur fyllst fljótt á alla markaðina og er mikill áhugi meðal fólks. Á síðasta markað mættu rúmlega 3500 manns og var röð út fyrir dyr. Núna eru enn fleiri netverslanir, meiri fjölbreytni og vonandi enn fleiri gestir. Á markaðinum verða yfir 60 netverslanir, þar á meðal eru heimils-, snyrti-, hár-, barna-, gjafavöru-, umhverfis- og íþróttaverslanir og ótal fleiri vörur. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.“Kynnast viðskiptavinum sínum Eyrún segir að vinkonurnar séu ótrúlega ánægðar með viðbrögðin og bíða spenntar eftir stóru markaðshelginni. „Markaður líkt og þessi gefur netverslunum kost á að kynnast öðrum netverslunum, koma sínum vörum á framfæri, kynnast núverandi viðskiptavinum og afla nýrra. Þannig það mætti segja að markaðurinn sé frábær leið til að markaðssetja sig og sína verslun. Margar netverslanir verða með góð tilboð og afslætti yfir helgina. Einnig verða matarvagnar á svæðinu og má áætla að stemningin verði góð bæði hjá eigendum og gestum.“ Markaðurinn er frá 11 til 16 bæði laugardaginn 1. september og sunnudaginn 2. september. Á Facebook-síðu viðburðarins má nálgast upplýsingar um þær netverslanir sem verða á staðnum.
Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira