Lífið

Sérfræðingur í skrýtnum en flottum jólatrjám

Stefán Árni Pálsson skrifar
Heida er alveg með þetta þegar kemur að jólaskrauti.
Heida er alveg með þetta þegar kemur að jólaskrauti.
Sjónvarpskonan Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og heimsótti listakonu sem býr til líklega óvenjulegustu jólatré landsins og þó víðar væri leitað.

Listamaðurinn Heida Björnsdóttir er óhemju fjölhæf og hugmyndarík. Hún vinnur meðal annars sem ljósmyndari og einnig við skrautskrift og svo grípur hún stundum í að stílisera fyrir ýmis tilefni.

Heida er einnig menntuð í blómaskreytingum og það sést vel á heimili hennar þar sem jólaskreytingarnar eru einstaklega fallegar.

Jólatrén hennar slá allt annað út því þau hafa verið mjög sérkennileg og sum alveg ævintýraleg í gegnum árin. Eitt árið bjó hún til dæmis til jólatré sem var gert úr gínu þar sem hún gerði kjólinn á gínunni úr grenigreinum.

Annað árið strengdi hún upp í glugganum hjá sér grænar jólakúlur þannig að þær mynduðu jólatré og í ár er jólatréð hjá henni gamall stigi sem hún hefur skreytt á skemmtilegan hátt með ýmsu gamaldags jólaskrauti.

Hér að neðan má sjá innslag Völu Matt frá því í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×