Segja flugfélög lengja ferðir til að kaupa sér svigrúm Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. ágúst 2018 11:01 British Airways kemur illa út úr úttekt bresku neytendasamtakanna. vísir/getty Flugferðir taka lengri tíma en þær gerðu fyrir áratug, þrátt fyrir stórstígar tækniframfarir í flugiðnaðinum. Það eru þó ekki háloftavindar eða önnur veðrabrigði sem skýra lenginguna að sögn bresku neytendasamtakanna, heldur tregða flugfélaga til að greiða viðskiptavinum sínum skaðabætur. Samtökin báru meðallengd 125 flugferða árið 2009 við lengd sömu flugferða í fyrra og benda niðurstöðurnar til þess að ferðirnar hafi í rúmlega helmingi tilfella lengst um allt að hálfa klukkustund. Samtökin beindu sjónum sínum að stærstu flugfélögum sem flugu til og frá Bretlandseyjum á þessu tímabili. Þeirra á meðal var flugrisinn British Airways en rannsóknin bendir til að alls hafi um 87% allra flugferða félagsins lengst á síðastliðnum áratug. Þannig hafi flug British Airways frá Heathrow til Bangkok, New York og Singapúr öll lengst um 20 mínútur á tímabilinu auk þess sem ferðir félagsins til New Jersey frá Lundúnum hafi að meðaltali lengst um 35 mínútur. Að sögn bresku neytendasamtakanna eru flugvélar þó ekki orðnar hægari en áður eða veðurskilyrðin óhagstæðari. Þvert á móti megi rekja þróunina til meðvitaðra ákvarðana flugfélagana, sem bæta mínútum við áætlaðan flugtíma til að tryggja stundvísi sína. Með því að lengja flugferðirnar búi flugfélögin sér til aukið svigrúm og minnka þannig líkurnar á því að þau lendi eftir áætlaðan komutíma. Fyrir vikið þurfa þau síður að greiða viðskiptavinum sínum skaðabætur vegna seinkunar. Talsmaður neytendasamtakanna segir að þessi þróun bitni á neytendum, sem þurfi í auknum mæli að bíða á flugvöllum eða inni í vélum flugfélaganna „til þess eins að félögin geti klappað sér á bakið fyrir stundvísi“ eins og hann kemst að orði. Flugfélögin sjálf mótmæla þó þessari túlkun neytendasamtakanna. Að þeirra sögn er flugvélum flogið hægar í dag en árið 2009 með það fyrir augum að minnka eldsneytisnotkun. Þannig sé hægt að lækka flugfargjöld til viðskiptavina. Þar að auki hafa flugumferð aukist mikið á síðastliðnum áratug og álagið á flugvelli sömuleiðis. Þegar margar flugvélar berjast um fáar flugbrautir ætti það ekki koma á óvart þó þær fari seinna í loftið - og komist því seinna á áfangastað. Fréttir af flugi Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Flugferðir taka lengri tíma en þær gerðu fyrir áratug, þrátt fyrir stórstígar tækniframfarir í flugiðnaðinum. Það eru þó ekki háloftavindar eða önnur veðrabrigði sem skýra lenginguna að sögn bresku neytendasamtakanna, heldur tregða flugfélaga til að greiða viðskiptavinum sínum skaðabætur. Samtökin báru meðallengd 125 flugferða árið 2009 við lengd sömu flugferða í fyrra og benda niðurstöðurnar til þess að ferðirnar hafi í rúmlega helmingi tilfella lengst um allt að hálfa klukkustund. Samtökin beindu sjónum sínum að stærstu flugfélögum sem flugu til og frá Bretlandseyjum á þessu tímabili. Þeirra á meðal var flugrisinn British Airways en rannsóknin bendir til að alls hafi um 87% allra flugferða félagsins lengst á síðastliðnum áratug. Þannig hafi flug British Airways frá Heathrow til Bangkok, New York og Singapúr öll lengst um 20 mínútur á tímabilinu auk þess sem ferðir félagsins til New Jersey frá Lundúnum hafi að meðaltali lengst um 35 mínútur. Að sögn bresku neytendasamtakanna eru flugvélar þó ekki orðnar hægari en áður eða veðurskilyrðin óhagstæðari. Þvert á móti megi rekja þróunina til meðvitaðra ákvarðana flugfélagana, sem bæta mínútum við áætlaðan flugtíma til að tryggja stundvísi sína. Með því að lengja flugferðirnar búi flugfélögin sér til aukið svigrúm og minnka þannig líkurnar á því að þau lendi eftir áætlaðan komutíma. Fyrir vikið þurfa þau síður að greiða viðskiptavinum sínum skaðabætur vegna seinkunar. Talsmaður neytendasamtakanna segir að þessi þróun bitni á neytendum, sem þurfi í auknum mæli að bíða á flugvöllum eða inni í vélum flugfélaganna „til þess eins að félögin geti klappað sér á bakið fyrir stundvísi“ eins og hann kemst að orði. Flugfélögin sjálf mótmæla þó þessari túlkun neytendasamtakanna. Að þeirra sögn er flugvélum flogið hægar í dag en árið 2009 með það fyrir augum að minnka eldsneytisnotkun. Þannig sé hægt að lækka flugfargjöld til viðskiptavina. Þar að auki hafa flugumferð aukist mikið á síðastliðnum áratug og álagið á flugvelli sömuleiðis. Þegar margar flugvélar berjast um fáar flugbrautir ætti það ekki koma á óvart þó þær fari seinna í loftið - og komist því seinna á áfangastað.
Fréttir af flugi Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira