Bandaríska rokksveitin Guns N‘ Roses á sér marga dygga aðdáendur hér á landi líkt og víðast hvar í heiminum. Nú, þegar goðin hafa loks stigið á íslenska grundu, er við hæfi að rifja upp hvernig þetta byrjaði allt saman. Axl Rose, sem óx úr grasi undir nafninu William Bruce Bailey, var rétt orðinn tvítugur þegar hann flutti til stórborgarinnar Los Angeles árið 1982. Hann var fæddur og alinn í bænum Lafayette í Indiana, sem var á þeim tíma um fjörutíu þúsund manna bær, en hafði verið á flakki með hléum frá unglingsárum. Texti lagsins Welcome to the Jungle, sem átti eftir að njóta mikilla vinsælda þegar það kom út fimm árum seinna, var að hluta til innblásinn af þeim mikla mun sem Axl fann á stórborgarlífinu og því sem hann átti að venjast heima í Indiana. Borgar- og götumyndin sem hann lýsir í textanum er samsetning af Los Angeles, New York og Seattle. Inngangsorðin segir Axl að séu tekin beint frá heimilislausum manni sem sat að sumbli í umferðarmiðstöð þegar hann og vinur hans stigu út úr rútu í fátækrahverfi í New York.Axl og vinur hans Paul voru einu hvítu andlitin í augsýn. Síðhærðir, hvítir unglingspiltar úr sveitinni sem vöktu óskipta athygli fólks sem hékk á götuhornum og spilaði háværa rapptónlist úr „ghetto blaster“ hljómflutningstækjum. Hvorugur drengjanna hafði nokkru sinni átt samskipti við blökkumenn. Kúrekastígvélin hans Axls voru heldur ekki til þess að bæta ástandið. Skyndilega vatt sér að þeim eldri maður, klæddur í larfa og hugsanlega undir áhrifum einhverra efna. Hann virti fyrir sér þessa tvo drengi frá Indiana og öskraði síðan hásri röddu: „Do you know where you are?" Þegar þeir hváðu endurtók hann orð sín: „I said… DO YOU KNOW WHERE YOU ARE? You‘re in the jungle, baby. You gonna die!“ Svo mörg voru þau orð. Axl lifði þetta þó af og árið 1983 stofnaði hann hljómsveitina Hollywood Rose ásamt félaga sínum, gítarleikaranum Izzy Stradlin í Los Angeles. Sveitin var skipuð ýmsum kunningjum þeirra í fyrstu en þeir bættu síðan við trommaranum Steven Adler og gítarleikaranum Slash sem áttu eftir að taka þátt í að mynda kjarna Guns N‘ Roses.Hollywood Rose á sviði. Axl syngur, Slash leikur á gítar og Steven Adler er á trommunum. Til vinstri er Steve Darrow sem lék með þeim um tíma.Vísir/GettySlash heitir réttu nafni Saul Hudson og er þremur árum yngri en Axl, fæddur 1965 í Lundúnum. Pabbi hans var hvítur Englendingur en mamma hans blökkukona frá Bandaríkjunum. Fjölskyldan bjó í ensku borginni Stoke þar til Slash var fimm ára en þá lá leiðin til borg englanna í Kaliforníu. Slash hefur grínast með að hann hafi verið öfundaður af vinum sínum beggja megin Atlantshafsins en af öfugum ástæðum. Allir rokkararnir í Bandaríkjunum vildu líkjast breskum frumkvöðlum þess tíma en í Bretlandi þótti ekkert svalara en svartir Bandaríkjamenn. Slash gekk í skóla í Beverly Hills þar sem mikill meirihluti nemenda hvoru hvítir, ein undantekning var þó bekkjarfélagi hans Lenny Kravitz sem einnig átti eftir að gera það gott í tónlistinni. Á sama tíma og Hollywood Rose var að byrja að geta sér gott orð var hljómsveitin L.A. Guns einnig að vekja athygli en forsprakki hennar var Tracii Guns, vinur bæði Axls og Izzy Stradlin. Axl hafði verið sungið með L.A. Guns á nokkrum tilraunatónleikum en sagt skilið við sveitina þegar hann stofnaði Hollywood Rose. Liðsmenn sveitanna tveggja vörðu miklum tíma saman í harðri fíkniefnaneyslu og kynsvalli. Það gat verið dagamunur á því hver var í hvaða hljómsveit.L.A. Guns á sviði f.v. Tracii Guns, Axl Rose, Rob Gardner og Oli Beich VÍSIR/GETTY Sukkið tekur yfir Það var í júní 1985 sem loksins komst einhver festa á skipun hljómsveitarinnar sem við þekkjum í dag sem Guns N‘ Roses og það nafn festist endanlega við hana. Gullöld sveitarinnar er almennt talin vera frá 1985 til 1990 þegar hún var skipuð söngvaranum Axl Rose, bassaleikaranum Duff McKagan, trommaranum Steven Adler og gítarleikurunum Izzy Stradlin og Slash. Flest hin sígildu lög Guns N‘ Roses voru samin á þessum tíma, sem einkenndist af gegndarlausri dópneyslu og almennt óæskilegum lifnaðarháttum. Duff hefur verið sérstaklega opinskár í lýsingum frá þessum tíma. Á tónleikaferðalögum voru þeir félagar almennt kófdrukknir frá morgni til kvölds, sérstaklega Duff sem sagðist geta stútað allt að fjórum lítrum af vodka á sólarhring.Stanslaust stuð. Axl Rose, Izzy Stradlin, Slash, Steven Adler og Duff McKagan á góðri stundu.Vísir/GettyTil að halda sér gangandi var notað kókaín en nasir stíflast á endanum og smám saman var orðið erfitt að koma nógu miklu púðri upp í nefið í einu. Duff var búinn að skemma á sér nefið af kókneyslu þegar hann ákvað að skipta yfir í róandi töflur og heróín ásamt áfenginu. Afleiðingar þessa lífernis þurfa ekki að koma neinum á óvart. Fyrstur til að súpa seyðið af þessum lífstíl var títtnefndur Duff sem var búinn að eyðileggja í sér brisið aðeins þrítugur að aldri, árið 1994. Því fylgir ólýsanlegur sársauki þegar briskirtill springur og byrjar bókstaflega að leysa upp önnur líffæri. Hestaskammtar af morfínu dugðu ekki til að lina þjáningar hans og læknar hugðu honum vart líf. Duff slapp á endanum lifandi og hætti allri neyslu en glímir við veikindi enn í dag eftir tíma sinn með Guns N‘ Roses. Árið 1987, þegar fyrsta breiðskífa sveitarinnar kom út, Appetite for Destruction, voru afleiðingarnar hins vegar enn fjarlægar og gleðin allsráðandi. Þrátt fyrir að GNR væri að gera allt vitlaust á tónleikum í Los Angeles og nágrenni seldist platan illa annarsstaðar. David Geffen, stofnandi Geffen plötufyrirtækisins, hafði samt trú á strákunum og hringdi sjálfur í forstjóra MTV til að krefjast þess að tónlistarmyndbandið við smáskífuna Welcome to the Jungle yrði sett í spilun. Í fyrstu var myndbandið bara sýnt eftir klukkan fjögur að nóttu en það vakti strax athygli í rokkheiminum og margir vöktu fram eftir nóttu til að geta tekið afrit á myndbandsspólu. Tónlistin var á mörkum þess að geta kallast þungarokk en höfðaði bæði til þungarokkara og annarra markhópa sem fylgdu meira ríkjandi straumum. Lagið var spilað í myndinni The Dead Pool, með Clint Eastwood í hlutverki Dirty Harry. Sjá má liðsmönnum GNR bregða fyrir í myndinni.Where do we go, now? Það sem gerði útslagið var hins vegar smáskífan Sweet Child o‘ Mine af sömu plötu. Það rauk upp vinsældarlista og varð fljótt þekktasta lag sveitarinnar, Slash til mikillar gremju. Ástæðan er sú að stef lagsins er í raun ekki frumsmíð heldur útkoma þess að Slash var að reyna að gera gítaræfingar undir áhrifum fíkniefna einn daginn. Hann reyndi að útskýra fyrir hinum liðsmönnum sveitarinnar að þetta væri bara æfing til að bæta fingrasetningu í gítarleik en þeir heimtuðu að úr þessu yrði lag. Slash lét undan en bjóst aldrei við að útkoman yrði áheyrileg, hvað þá vinsæl. Axl settist niður og samdi texta við lagið sem fjallaði um þáverandi kærustu hans, Erin Everly.Hvorki Axl né Slash gátu hins vegar botnað lagið, það var alltaf eins og eitthvað vantaði í endann. Axl gekk um gólf og hugsaði upphátt „OK, where do we go from here? Where do we go? Where do we go now?“ Upptökustjórinn nennti ekki að hlusta á þetta mikið lengur og stakk upp á því að Axl myndi bara syngja þetta raul sitt. Hann tók því bókstaflega og söng: „Where do we go? Where do we go now?“ aftur og aftur. Það var látið standa og úr varð eitt vinsælasta rokklag níunda áratugarins og vinsælasta Guns N‘ Roses lag allra tíma. Frami sveitarinnar var mjög skjótur. Síðla árs 1987, sama ár og fyrsta breiðskífan kom út, voru GNR að hita upp fyrir stórsveitir á borð við Mötley Crüe, Alice Cooper, Iron Maiden og Aerosmith á tónleikaferðalagi. Blaðamaður Rolling Stone slóst með í för og átti að taka forsíðuviðtal við Aerosmith en þegar blaðið kom út voru Guns N‘ Roses á forsíðunni. Upphitunarbandið var skyndilega orðið stærra en allar hljómsveitirnar sem það hitaði upp fyrir. Það var ekki annað að gera en að hamra járnið á meðan það var heitt. Strax næsta ár kom út breiðskífan G N‘ R Lies sem var blanda af fjórum tónleikaupptökum og fjórum nýjum lögum úr hljóðveri. Það var á þessum tíma, síðla árs 1988 og þar eftir, sem stórir fjölmiðlar fóru að fjalla um Guns N‘ Roses og það oftast á neikvæðum nótum.Óþekkir strákar.Vísir/GettyÁ þessum tíma þótti jafnvel eftirsóknarvert fyrir rokkara að fá neikvæða fjölmiðlaathygli sem uppfyllti staðalímynd hinnar útúr-dópuðu rokkstjörnu sem rústar hótelherbergjum og efnir til slagsmála eða hópkynlífs við minnsta tilefni. Fyrirsagnir á borð við „Hættulegasta hljómsveit heims!“ gerðu lítið til að draga úr áhuga yngri kynslóðanna á þessum pörupiltum, þvert á móti. Lagið One in a Million vakti sérstaklega miklar deilur en það var að finna á GNR Lies plötunni. Textinn inniheldur níðyrði um samkynhneigða, blökkumenn, lögreglumenn og innflytjendur. Textann skrifaði Rose frá sjónarhóli sjálfs síns sem hræddur unglingur í stórborginni, kominn um langan veg frá skjannahvítum raunveruleika í Indiana og umkringdur ólíku fólki af mörgum kynþáttum. Þessi boðskapur hitti því miður sérstaklega í mark hjá Ku Klux Klan samtökunum. Liðsmenn KKK spiluðu lengi One in a Million á samkomum sínum og við inntöku nýrra meðlima. Rose reyndi lengi að verja textann og barðist mikið fyrir því að fá lagið á plötuna til að byrja með. Hinir liðsmenn sveitarinnar voru ekki hrifnir af því að gefa það út með þessum texta. Það átti sérstaklega við Slash, sem átti þeldökka móður. Þér létu þó undan og spiluðu lagið meira að segja á tónleikum.Gagnrýni fyrir kvenhatur Það er hins vegar eina lagið sem vantar á endur-útgáfuna sem kom út í ár og GNR hafa ekki spilað það í háa herrans tíð. Hvað varðar samkynhneigð þá sagði Rose seinna í viðtali að hann hataði engan vegna kynhneigðar sinnar. Hann hefði hins vegar orðið fyrir nauðgun og öðrum kynferðisbrotum sem barn og ungur maður, sem hafi skekkt hugmyndir hans um samkynhneigða um tíma. Liðsmenn GNR hafa einnig sætt gagnrýni fyrir kvenhatur sem er sagt birtast í textum, plötuumslögum og einkalífi þeirra. Sjálfur kærði Axl Rose fyrrverandi unnustu sína, fyrirsætuna Stephanie Seymour, fyrir heimilisofbeldi. Seymour kærði hann til baka fyrir ofbeldi og önnur fyrrverandi ástkona Rose bar vitni um að hann hefði einnig beitt hana ofbeldi.Axl Rose og Stephanie Seymour. Axl gekk út af tónleikum Hegðun Axl Rose fór mjög versnandi eftir því sem fíkniefnaneyslan jókst. Hann var ítrekað handtekinn og í einu tilviki var honum haldið niðri af lögreglumönnum baksviðs á meðan rótari var sendur upp á svið til að syngja í stað Axls sem var í sturlunarástandi. Óeirðir brutust út á nokkrum tónleikum og var Axl yfirleitt kennt um. Hann ögraði áhorfendum með því að mæta alltof seint og vera með stæla sem leiddu stundum til þess að hann gekk af sviði eftir eitt eða tvö lög ef honum fannst ekki rétt stemning á tónleikunum. Eitt sinn lauk tónleikum snemma eftir að áhorfandi kastaði kveikjara upp á sviðið sem hæfði Axl í punginn. „I got hit in the dick with a Bic!“ tilkynnti söngvarinn, allt annað en sáttur. Umfjöllun um Bic-atvikið umtalaða. Heróínið fór úr böndunum Í öðru tilviki sá Rose einhvern með myndavél skammt frá sviðinu. Hann stökk af sviðinu, lenti á viðkomandi og þurfti öryggisverði til að aðskilja þá. Rose úthúðaði þá öryggisvörðunum og neitaði að syngja meira þetta kvöld. Axl Rose varð smám saman alræmdur fyrir að mæta seint og aflýsa tónleikum eftir örfá lög fyrir litlar eða engar sakir. Honum samdi illa við umboðsmann GNR og rak hann skyndilega, gegn vilja hinna liðsmanna sveitarinnar. Heróínneysla þeirra félaga var orðin stjórnlaus upp úr 1990. Rokkstjörnur hafa sýnt að það er hægt að halda sér gangandi nokkuð lengi með kókaíni, amfetamíni og áfengi en þegar heróín er komið í spilið verður allt mun erfiðara viðfangs. Þegar Guns N‘ Roses tróðu upp ásamt Rolling Stones fyrir framan 80 þúsund tónleikagesti í L.A. Coliseum var greinilegt að ekki voru allir a sömu blaðsíðu. GNR spiluðu illa og virtust stundum ekki vita hvaða lag kæmi næst. Axl Rose stóð á sviðinu, horfði á félaga sína og hrópaði svo yfir alla viðstadda: „Nú er hljómsveitin búin að vera og við komum aldrei aftur fram ef þessir strákar hætta ekki að dansa við herra Brownstone." Var þetta vísun í lag með sama nafni, Mr. Brownstone, sem fjallar um heróínfíkn. Trommarinn Steven Adler, sem var hvað lengst leiddur í heróínfíkn, var rekinn úr hljómsveitinni (í staðinn kom Matt Sorum) og menn reyndu að taka sig á en það gekk upp og ofan. Strákarnir læra um heilbrigðan lífstíl frá Keith frænda. Heimsfrægð, ósætti og lýðræðið í Kína Frami GNR náði algjöru hámarki þegar sveitin sendi frá sér tvöfalda breiðskífu, Use Your Illusion 1 og 2, og fylgdi henni eftir með 28 mánaða tónleikaferðalagi um allan heim. Alls spiluðu Guns N‘ Roses fyrir meira en sjö milljónir á 192 tónleikum í 27 löndum á þessu ferðalagi. Frægð GNR var ekki lengur bundin við Bandaríkin heldur voru þeir stórstjörnur hvar sem þeir stigu niður fæti í heiminum. Eftir Your Your Illusion tók við langt niðurlægingartímabil fyrir Guns N‘ Roses. Axl Rose hélt réttinum til að nota nafnið og skipti smám saman út öllum nema sjálfum sér. Ósætti og deilur voru nánast það eina sem var að frétta af hljómsveitinni í langan tíma þrátt fyrir nokkur tónleikaferðalög. Breiðskífan The Spaghetti Incident? kom út 1993 en var bara safn af ábreiðum. Það eina eftirminnilega við þá plötu var falið lag í lokin sem var samið af Charles Manson en var ekki merkilegt fyrir neinar aðrar sakir. Í fimmtán ár biðu aðdáendur GNR óþreyjufullir eftir fréttum af breiðskífunni Chinese Democracy sem Axl Rose sagði ítrekað að væri langt komin. Aldrei virtist hann samt geta hætt að krukka í verkinu og það tók miklum breytingum eftir því sem hann varð fyrir áhrifum úr fleiri áttum. Chinese Democracy kom loksins út 2008 en olli mörgum vonbrigðum. Þrátt fyrir ágæta dóma voru flestir sammála um að biðin hafi verið of löng og eftirvæntingin of mikil til að almenningur myndi geta metið plötuna á eigin verðleikum. Tónlistariðnaðurinn hefur líka tekið umtalsverðum breytingum á þeim fimmtán árum sem það tók GNR að senda frá sér nýtt efni. Gamlir liðsmenn Guns N‘ Roses lögðu hins vegar vel við hlustir og Slash lét hafa eftir sér að honum þætti notalegt að heyra Axl syngja aftur. Izzy Stradlin og Duff McKagan tóku í sama streng og hældu plötunni í hástert. Þrátt fyrir þessi fögru orð var Axl Rose ekki á því að sættast við sína gömlu félaga. Árið 2009 sagði hann að upprunalegir liðsmenn sveitarinnar myndu ekki koma saman fyrr en annað hvort hann eða Slash félli frá. Næst þegar Axl var spurður hvort slíkt kæmi til greina sagði hann orðrétt: „Not in this lifetime.“Aldrei segja aldrei Árið 2016 gerðust hins vegar þau undur og stórmerki að sættir náðust og Axl bauð Slash og Duff McKagan aftur velkomna í Guns N‘ Roses. Ákveðið var að leggja í veglega tónleikaferð að þessu tilefni og hlaut hún hið viðeigandi nafn: Not in This Lifetime... Tour sem vísun í fyrrnefnd ummæli söngvarans. Þremenningarnir höfðu þá ekki spilað saman síðan 1993. Meira að segja Steven Adler spilaði með sínum gömlu vinum á nokkrum tónleikum, þrátt fyrir heilsubrest, og var það í fyrsta sinn sem hann kom fram með GNR síðan 1990. Það er óhætt að segja að tónleikaferðalagið hafi gengið vel en sveitin hefur þénað tæplega hálfan milljarð dollara á tveimur árum. Það gerir ferðalagið það fjórða arðbærasta í tónlistarsögunni. Öll umgjörðin er stórbrotin og eins og frægt er orðið fylgja 1300 tonn af búnaði með sveitinni hvert sem hún fer. Evrópuhluta ferðarinnar lýkur með tónleikunum á Íslandi en þá eru enn eftir tíu tónleikar í Asíu í lok ársins. Lagalisti GNR á þessu tónleikaferðalagi hefur vakið mikla lukku en hann samanstendur af blöndu af því besta og þekktasta. Kjarni lagalistans er af fyrstu plötunni sem flestir þekkja, lög á borð við Welcome to the jungle, Mr. Brownstone, Sweet Child o‘ Mine og svo framvegis. Inn á milli eru valin lög af Use Your Illusion plötunum og eitt og eitt lag af Chinese Democracy, sérstaklega titillagið. Takist Íslendingum að klappa Axl og félaga aftur upp á sviðið að tónleikum loknum má búast við kröftugri útfærslu af hinu mjög svo sígilda lagi Paradise City, ef eitthvað er að marka það sem á undan er gengið. Fréttaskýringar Íslandsvinir Tónlist Tengdar fréttir Fínasta veðurspá fyrir stórtónleikana: Svona er best að komast á Guns N' Roses Stórtónleikar Guns N' Roses fara fram á Laugardalsvelli annað kvöld. 23. júlí 2018 10:30 Áhorfendametið nú þegar fallið Annað kvöld kemur rokksveitin Guns N´Roses fram á Laugardalsvelli og hafa tónleikahaldarar leyfi fyrir 26.900 miðum en nú þegar er búið að selja vel yfir 23 þúsund miða. 23. júlí 2018 14:30 Tuttugu og tveggja metra hátt svið risið á Laugardalsvelli Hundruð manna hafa unnið að uppsetningu tónleika Guns´N Roses á vellinum frá því á mánudag og verða þeir að störfum alveg fram á þriðjudag þegar hljómsveitin stígur á svið. 22. júlí 2018 12:47 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið
Bandaríska rokksveitin Guns N‘ Roses á sér marga dygga aðdáendur hér á landi líkt og víðast hvar í heiminum. Nú, þegar goðin hafa loks stigið á íslenska grundu, er við hæfi að rifja upp hvernig þetta byrjaði allt saman. Axl Rose, sem óx úr grasi undir nafninu William Bruce Bailey, var rétt orðinn tvítugur þegar hann flutti til stórborgarinnar Los Angeles árið 1982. Hann var fæddur og alinn í bænum Lafayette í Indiana, sem var á þeim tíma um fjörutíu þúsund manna bær, en hafði verið á flakki með hléum frá unglingsárum. Texti lagsins Welcome to the Jungle, sem átti eftir að njóta mikilla vinsælda þegar það kom út fimm árum seinna, var að hluta til innblásinn af þeim mikla mun sem Axl fann á stórborgarlífinu og því sem hann átti að venjast heima í Indiana. Borgar- og götumyndin sem hann lýsir í textanum er samsetning af Los Angeles, New York og Seattle. Inngangsorðin segir Axl að séu tekin beint frá heimilislausum manni sem sat að sumbli í umferðarmiðstöð þegar hann og vinur hans stigu út úr rútu í fátækrahverfi í New York.Axl og vinur hans Paul voru einu hvítu andlitin í augsýn. Síðhærðir, hvítir unglingspiltar úr sveitinni sem vöktu óskipta athygli fólks sem hékk á götuhornum og spilaði háværa rapptónlist úr „ghetto blaster“ hljómflutningstækjum. Hvorugur drengjanna hafði nokkru sinni átt samskipti við blökkumenn. Kúrekastígvélin hans Axls voru heldur ekki til þess að bæta ástandið. Skyndilega vatt sér að þeim eldri maður, klæddur í larfa og hugsanlega undir áhrifum einhverra efna. Hann virti fyrir sér þessa tvo drengi frá Indiana og öskraði síðan hásri röddu: „Do you know where you are?" Þegar þeir hváðu endurtók hann orð sín: „I said… DO YOU KNOW WHERE YOU ARE? You‘re in the jungle, baby. You gonna die!“ Svo mörg voru þau orð. Axl lifði þetta þó af og árið 1983 stofnaði hann hljómsveitina Hollywood Rose ásamt félaga sínum, gítarleikaranum Izzy Stradlin í Los Angeles. Sveitin var skipuð ýmsum kunningjum þeirra í fyrstu en þeir bættu síðan við trommaranum Steven Adler og gítarleikaranum Slash sem áttu eftir að taka þátt í að mynda kjarna Guns N‘ Roses.Hollywood Rose á sviði. Axl syngur, Slash leikur á gítar og Steven Adler er á trommunum. Til vinstri er Steve Darrow sem lék með þeim um tíma.Vísir/GettySlash heitir réttu nafni Saul Hudson og er þremur árum yngri en Axl, fæddur 1965 í Lundúnum. Pabbi hans var hvítur Englendingur en mamma hans blökkukona frá Bandaríkjunum. Fjölskyldan bjó í ensku borginni Stoke þar til Slash var fimm ára en þá lá leiðin til borg englanna í Kaliforníu. Slash hefur grínast með að hann hafi verið öfundaður af vinum sínum beggja megin Atlantshafsins en af öfugum ástæðum. Allir rokkararnir í Bandaríkjunum vildu líkjast breskum frumkvöðlum þess tíma en í Bretlandi þótti ekkert svalara en svartir Bandaríkjamenn. Slash gekk í skóla í Beverly Hills þar sem mikill meirihluti nemenda hvoru hvítir, ein undantekning var þó bekkjarfélagi hans Lenny Kravitz sem einnig átti eftir að gera það gott í tónlistinni. Á sama tíma og Hollywood Rose var að byrja að geta sér gott orð var hljómsveitin L.A. Guns einnig að vekja athygli en forsprakki hennar var Tracii Guns, vinur bæði Axls og Izzy Stradlin. Axl hafði verið sungið með L.A. Guns á nokkrum tilraunatónleikum en sagt skilið við sveitina þegar hann stofnaði Hollywood Rose. Liðsmenn sveitanna tveggja vörðu miklum tíma saman í harðri fíkniefnaneyslu og kynsvalli. Það gat verið dagamunur á því hver var í hvaða hljómsveit.L.A. Guns á sviði f.v. Tracii Guns, Axl Rose, Rob Gardner og Oli Beich VÍSIR/GETTY Sukkið tekur yfir Það var í júní 1985 sem loksins komst einhver festa á skipun hljómsveitarinnar sem við þekkjum í dag sem Guns N‘ Roses og það nafn festist endanlega við hana. Gullöld sveitarinnar er almennt talin vera frá 1985 til 1990 þegar hún var skipuð söngvaranum Axl Rose, bassaleikaranum Duff McKagan, trommaranum Steven Adler og gítarleikurunum Izzy Stradlin og Slash. Flest hin sígildu lög Guns N‘ Roses voru samin á þessum tíma, sem einkenndist af gegndarlausri dópneyslu og almennt óæskilegum lifnaðarháttum. Duff hefur verið sérstaklega opinskár í lýsingum frá þessum tíma. Á tónleikaferðalögum voru þeir félagar almennt kófdrukknir frá morgni til kvölds, sérstaklega Duff sem sagðist geta stútað allt að fjórum lítrum af vodka á sólarhring.Stanslaust stuð. Axl Rose, Izzy Stradlin, Slash, Steven Adler og Duff McKagan á góðri stundu.Vísir/GettyTil að halda sér gangandi var notað kókaín en nasir stíflast á endanum og smám saman var orðið erfitt að koma nógu miklu púðri upp í nefið í einu. Duff var búinn að skemma á sér nefið af kókneyslu þegar hann ákvað að skipta yfir í róandi töflur og heróín ásamt áfenginu. Afleiðingar þessa lífernis þurfa ekki að koma neinum á óvart. Fyrstur til að súpa seyðið af þessum lífstíl var títtnefndur Duff sem var búinn að eyðileggja í sér brisið aðeins þrítugur að aldri, árið 1994. Því fylgir ólýsanlegur sársauki þegar briskirtill springur og byrjar bókstaflega að leysa upp önnur líffæri. Hestaskammtar af morfínu dugðu ekki til að lina þjáningar hans og læknar hugðu honum vart líf. Duff slapp á endanum lifandi og hætti allri neyslu en glímir við veikindi enn í dag eftir tíma sinn með Guns N‘ Roses. Árið 1987, þegar fyrsta breiðskífa sveitarinnar kom út, Appetite for Destruction, voru afleiðingarnar hins vegar enn fjarlægar og gleðin allsráðandi. Þrátt fyrir að GNR væri að gera allt vitlaust á tónleikum í Los Angeles og nágrenni seldist platan illa annarsstaðar. David Geffen, stofnandi Geffen plötufyrirtækisins, hafði samt trú á strákunum og hringdi sjálfur í forstjóra MTV til að krefjast þess að tónlistarmyndbandið við smáskífuna Welcome to the Jungle yrði sett í spilun. Í fyrstu var myndbandið bara sýnt eftir klukkan fjögur að nóttu en það vakti strax athygli í rokkheiminum og margir vöktu fram eftir nóttu til að geta tekið afrit á myndbandsspólu. Tónlistin var á mörkum þess að geta kallast þungarokk en höfðaði bæði til þungarokkara og annarra markhópa sem fylgdu meira ríkjandi straumum. Lagið var spilað í myndinni The Dead Pool, með Clint Eastwood í hlutverki Dirty Harry. Sjá má liðsmönnum GNR bregða fyrir í myndinni.Where do we go, now? Það sem gerði útslagið var hins vegar smáskífan Sweet Child o‘ Mine af sömu plötu. Það rauk upp vinsældarlista og varð fljótt þekktasta lag sveitarinnar, Slash til mikillar gremju. Ástæðan er sú að stef lagsins er í raun ekki frumsmíð heldur útkoma þess að Slash var að reyna að gera gítaræfingar undir áhrifum fíkniefna einn daginn. Hann reyndi að útskýra fyrir hinum liðsmönnum sveitarinnar að þetta væri bara æfing til að bæta fingrasetningu í gítarleik en þeir heimtuðu að úr þessu yrði lag. Slash lét undan en bjóst aldrei við að útkoman yrði áheyrileg, hvað þá vinsæl. Axl settist niður og samdi texta við lagið sem fjallaði um þáverandi kærustu hans, Erin Everly.Hvorki Axl né Slash gátu hins vegar botnað lagið, það var alltaf eins og eitthvað vantaði í endann. Axl gekk um gólf og hugsaði upphátt „OK, where do we go from here? Where do we go? Where do we go now?“ Upptökustjórinn nennti ekki að hlusta á þetta mikið lengur og stakk upp á því að Axl myndi bara syngja þetta raul sitt. Hann tók því bókstaflega og söng: „Where do we go? Where do we go now?“ aftur og aftur. Það var látið standa og úr varð eitt vinsælasta rokklag níunda áratugarins og vinsælasta Guns N‘ Roses lag allra tíma. Frami sveitarinnar var mjög skjótur. Síðla árs 1987, sama ár og fyrsta breiðskífan kom út, voru GNR að hita upp fyrir stórsveitir á borð við Mötley Crüe, Alice Cooper, Iron Maiden og Aerosmith á tónleikaferðalagi. Blaðamaður Rolling Stone slóst með í för og átti að taka forsíðuviðtal við Aerosmith en þegar blaðið kom út voru Guns N‘ Roses á forsíðunni. Upphitunarbandið var skyndilega orðið stærra en allar hljómsveitirnar sem það hitaði upp fyrir. Það var ekki annað að gera en að hamra járnið á meðan það var heitt. Strax næsta ár kom út breiðskífan G N‘ R Lies sem var blanda af fjórum tónleikaupptökum og fjórum nýjum lögum úr hljóðveri. Það var á þessum tíma, síðla árs 1988 og þar eftir, sem stórir fjölmiðlar fóru að fjalla um Guns N‘ Roses og það oftast á neikvæðum nótum.Óþekkir strákar.Vísir/GettyÁ þessum tíma þótti jafnvel eftirsóknarvert fyrir rokkara að fá neikvæða fjölmiðlaathygli sem uppfyllti staðalímynd hinnar útúr-dópuðu rokkstjörnu sem rústar hótelherbergjum og efnir til slagsmála eða hópkynlífs við minnsta tilefni. Fyrirsagnir á borð við „Hættulegasta hljómsveit heims!“ gerðu lítið til að draga úr áhuga yngri kynslóðanna á þessum pörupiltum, þvert á móti. Lagið One in a Million vakti sérstaklega miklar deilur en það var að finna á GNR Lies plötunni. Textinn inniheldur níðyrði um samkynhneigða, blökkumenn, lögreglumenn og innflytjendur. Textann skrifaði Rose frá sjónarhóli sjálfs síns sem hræddur unglingur í stórborginni, kominn um langan veg frá skjannahvítum raunveruleika í Indiana og umkringdur ólíku fólki af mörgum kynþáttum. Þessi boðskapur hitti því miður sérstaklega í mark hjá Ku Klux Klan samtökunum. Liðsmenn KKK spiluðu lengi One in a Million á samkomum sínum og við inntöku nýrra meðlima. Rose reyndi lengi að verja textann og barðist mikið fyrir því að fá lagið á plötuna til að byrja með. Hinir liðsmenn sveitarinnar voru ekki hrifnir af því að gefa það út með þessum texta. Það átti sérstaklega við Slash, sem átti þeldökka móður. Þér létu þó undan og spiluðu lagið meira að segja á tónleikum.Gagnrýni fyrir kvenhatur Það er hins vegar eina lagið sem vantar á endur-útgáfuna sem kom út í ár og GNR hafa ekki spilað það í háa herrans tíð. Hvað varðar samkynhneigð þá sagði Rose seinna í viðtali að hann hataði engan vegna kynhneigðar sinnar. Hann hefði hins vegar orðið fyrir nauðgun og öðrum kynferðisbrotum sem barn og ungur maður, sem hafi skekkt hugmyndir hans um samkynhneigða um tíma. Liðsmenn GNR hafa einnig sætt gagnrýni fyrir kvenhatur sem er sagt birtast í textum, plötuumslögum og einkalífi þeirra. Sjálfur kærði Axl Rose fyrrverandi unnustu sína, fyrirsætuna Stephanie Seymour, fyrir heimilisofbeldi. Seymour kærði hann til baka fyrir ofbeldi og önnur fyrrverandi ástkona Rose bar vitni um að hann hefði einnig beitt hana ofbeldi.Axl Rose og Stephanie Seymour. Axl gekk út af tónleikum Hegðun Axl Rose fór mjög versnandi eftir því sem fíkniefnaneyslan jókst. Hann var ítrekað handtekinn og í einu tilviki var honum haldið niðri af lögreglumönnum baksviðs á meðan rótari var sendur upp á svið til að syngja í stað Axls sem var í sturlunarástandi. Óeirðir brutust út á nokkrum tónleikum og var Axl yfirleitt kennt um. Hann ögraði áhorfendum með því að mæta alltof seint og vera með stæla sem leiddu stundum til þess að hann gekk af sviði eftir eitt eða tvö lög ef honum fannst ekki rétt stemning á tónleikunum. Eitt sinn lauk tónleikum snemma eftir að áhorfandi kastaði kveikjara upp á sviðið sem hæfði Axl í punginn. „I got hit in the dick with a Bic!“ tilkynnti söngvarinn, allt annað en sáttur. Umfjöllun um Bic-atvikið umtalaða. Heróínið fór úr böndunum Í öðru tilviki sá Rose einhvern með myndavél skammt frá sviðinu. Hann stökk af sviðinu, lenti á viðkomandi og þurfti öryggisverði til að aðskilja þá. Rose úthúðaði þá öryggisvörðunum og neitaði að syngja meira þetta kvöld. Axl Rose varð smám saman alræmdur fyrir að mæta seint og aflýsa tónleikum eftir örfá lög fyrir litlar eða engar sakir. Honum samdi illa við umboðsmann GNR og rak hann skyndilega, gegn vilja hinna liðsmanna sveitarinnar. Heróínneysla þeirra félaga var orðin stjórnlaus upp úr 1990. Rokkstjörnur hafa sýnt að það er hægt að halda sér gangandi nokkuð lengi með kókaíni, amfetamíni og áfengi en þegar heróín er komið í spilið verður allt mun erfiðara viðfangs. Þegar Guns N‘ Roses tróðu upp ásamt Rolling Stones fyrir framan 80 þúsund tónleikagesti í L.A. Coliseum var greinilegt að ekki voru allir a sömu blaðsíðu. GNR spiluðu illa og virtust stundum ekki vita hvaða lag kæmi næst. Axl Rose stóð á sviðinu, horfði á félaga sína og hrópaði svo yfir alla viðstadda: „Nú er hljómsveitin búin að vera og við komum aldrei aftur fram ef þessir strákar hætta ekki að dansa við herra Brownstone." Var þetta vísun í lag með sama nafni, Mr. Brownstone, sem fjallar um heróínfíkn. Trommarinn Steven Adler, sem var hvað lengst leiddur í heróínfíkn, var rekinn úr hljómsveitinni (í staðinn kom Matt Sorum) og menn reyndu að taka sig á en það gekk upp og ofan. Strákarnir læra um heilbrigðan lífstíl frá Keith frænda. Heimsfrægð, ósætti og lýðræðið í Kína Frami GNR náði algjöru hámarki þegar sveitin sendi frá sér tvöfalda breiðskífu, Use Your Illusion 1 og 2, og fylgdi henni eftir með 28 mánaða tónleikaferðalagi um allan heim. Alls spiluðu Guns N‘ Roses fyrir meira en sjö milljónir á 192 tónleikum í 27 löndum á þessu ferðalagi. Frægð GNR var ekki lengur bundin við Bandaríkin heldur voru þeir stórstjörnur hvar sem þeir stigu niður fæti í heiminum. Eftir Your Your Illusion tók við langt niðurlægingartímabil fyrir Guns N‘ Roses. Axl Rose hélt réttinum til að nota nafnið og skipti smám saman út öllum nema sjálfum sér. Ósætti og deilur voru nánast það eina sem var að frétta af hljómsveitinni í langan tíma þrátt fyrir nokkur tónleikaferðalög. Breiðskífan The Spaghetti Incident? kom út 1993 en var bara safn af ábreiðum. Það eina eftirminnilega við þá plötu var falið lag í lokin sem var samið af Charles Manson en var ekki merkilegt fyrir neinar aðrar sakir. Í fimmtán ár biðu aðdáendur GNR óþreyjufullir eftir fréttum af breiðskífunni Chinese Democracy sem Axl Rose sagði ítrekað að væri langt komin. Aldrei virtist hann samt geta hætt að krukka í verkinu og það tók miklum breytingum eftir því sem hann varð fyrir áhrifum úr fleiri áttum. Chinese Democracy kom loksins út 2008 en olli mörgum vonbrigðum. Þrátt fyrir ágæta dóma voru flestir sammála um að biðin hafi verið of löng og eftirvæntingin of mikil til að almenningur myndi geta metið plötuna á eigin verðleikum. Tónlistariðnaðurinn hefur líka tekið umtalsverðum breytingum á þeim fimmtán árum sem það tók GNR að senda frá sér nýtt efni. Gamlir liðsmenn Guns N‘ Roses lögðu hins vegar vel við hlustir og Slash lét hafa eftir sér að honum þætti notalegt að heyra Axl syngja aftur. Izzy Stradlin og Duff McKagan tóku í sama streng og hældu plötunni í hástert. Þrátt fyrir þessi fögru orð var Axl Rose ekki á því að sættast við sína gömlu félaga. Árið 2009 sagði hann að upprunalegir liðsmenn sveitarinnar myndu ekki koma saman fyrr en annað hvort hann eða Slash félli frá. Næst þegar Axl var spurður hvort slíkt kæmi til greina sagði hann orðrétt: „Not in this lifetime.“Aldrei segja aldrei Árið 2016 gerðust hins vegar þau undur og stórmerki að sættir náðust og Axl bauð Slash og Duff McKagan aftur velkomna í Guns N‘ Roses. Ákveðið var að leggja í veglega tónleikaferð að þessu tilefni og hlaut hún hið viðeigandi nafn: Not in This Lifetime... Tour sem vísun í fyrrnefnd ummæli söngvarans. Þremenningarnir höfðu þá ekki spilað saman síðan 1993. Meira að segja Steven Adler spilaði með sínum gömlu vinum á nokkrum tónleikum, þrátt fyrir heilsubrest, og var það í fyrsta sinn sem hann kom fram með GNR síðan 1990. Það er óhætt að segja að tónleikaferðalagið hafi gengið vel en sveitin hefur þénað tæplega hálfan milljarð dollara á tveimur árum. Það gerir ferðalagið það fjórða arðbærasta í tónlistarsögunni. Öll umgjörðin er stórbrotin og eins og frægt er orðið fylgja 1300 tonn af búnaði með sveitinni hvert sem hún fer. Evrópuhluta ferðarinnar lýkur með tónleikunum á Íslandi en þá eru enn eftir tíu tónleikar í Asíu í lok ársins. Lagalisti GNR á þessu tónleikaferðalagi hefur vakið mikla lukku en hann samanstendur af blöndu af því besta og þekktasta. Kjarni lagalistans er af fyrstu plötunni sem flestir þekkja, lög á borð við Welcome to the jungle, Mr. Brownstone, Sweet Child o‘ Mine og svo framvegis. Inn á milli eru valin lög af Use Your Illusion plötunum og eitt og eitt lag af Chinese Democracy, sérstaklega titillagið. Takist Íslendingum að klappa Axl og félaga aftur upp á sviðið að tónleikum loknum má búast við kröftugri útfærslu af hinu mjög svo sígilda lagi Paradise City, ef eitthvað er að marka það sem á undan er gengið.
Fínasta veðurspá fyrir stórtónleikana: Svona er best að komast á Guns N' Roses Stórtónleikar Guns N' Roses fara fram á Laugardalsvelli annað kvöld. 23. júlí 2018 10:30
Áhorfendametið nú þegar fallið Annað kvöld kemur rokksveitin Guns N´Roses fram á Laugardalsvelli og hafa tónleikahaldarar leyfi fyrir 26.900 miðum en nú þegar er búið að selja vel yfir 23 þúsund miða. 23. júlí 2018 14:30
Tuttugu og tveggja metra hátt svið risið á Laugardalsvelli Hundruð manna hafa unnið að uppsetningu tónleika Guns´N Roses á vellinum frá því á mánudag og verða þeir að störfum alveg fram á þriðjudag þegar hljómsveitin stígur á svið. 22. júlí 2018 12:47