Lífið

Fínasta veður­spá fyrir stór­tón­leikana: Svona er best að komast á Guns N' Roses

Stefán Árni Pálsson skrifar
Allt að verða klárt fyrir tónleikana annað  kvöld.
Allt að verða klárt fyrir tónleikana annað kvöld.
Stórtónleikar Guns N’ Roses fara fram á Laugardalsvelli annað kvöld. Búist er við yfir 25 þúsund manns á tónleikana og er spáð fínu veðri á höfuðborgarsvæðinu á meðan tónleiknum stendur. Spáð er um 11-12 stiga hita, 1-3 metrum á sekúndu og gæti sólin hitað upp tónleikagesti.

Skipuleggjendur tónleikanna hvetja fólk eindregið til að fara tímanlega niður á völl til að forðast raðir en í tilkynningu frá forsvarsmönnum tónleikanna segir að völlurinn verði opnaður 16:30. Íslenska rokksveitin Brain Police stígur á sviðið klukkan 17:15 og byrjar þá formleg dagskrá.

Götulokanir:

Reykjavegur verður lokaður fyrir og á meðan tónleikum stendur og þá verður Engjavegur lokaður frá klukkan 16 nema fyrir tónleikagesti. Suðurlandsbraut verður lokuð að hluta eftir að tónleikum lýkur.

Til að komast á völlinn:

Tónleikahaldarar ásamt lögreglu og Reykjavíkurborg mælast til þess að fólk fari tímanlega af stað og nýtist eins og frekast er kostur við almenningssamgöngur, virka ferðamáta (ganga eða hjóla) eða sameinist í bíla. Besti staðurinn til þess að hleypa fólki út úr leigu eða fólksbílum er við Glæsibæ eða á Sundlaugarvegi.

Svona lítur veðurspáin út fyrir morgundaginn.
Bílastæðin í kringum Laugardalshöllina eru opin en til þess að leggja þurfa að vera fjórir eða fleiri miðahafar í bíl.

Boðið verður upp á sérstakar hraðferðir Strætó frá þremur stöðum í borginni og beint niður í Laugardal. Þessar hraðferðir munu fara frá Háskólanum í Reykjavik, Mjóddinni og strætóstoppitöðinni norðanmegin við Kringluna (hjá Orkunni).

Tónleikarhaldarar mælast til þess að fólk leggi á bílastæðinu við Sjóvá og fyrir aftan Verslunarskólann.

Sömu leiðir munu fara frá Laugardalshöll við Suðurlandsbraut og til baka eftir tónleika. Miðahafar á tónleikana fá frítt í þessar ferðir gegn framvísun miða.

Búið er að reisa tuttugu og tveggja metra hátt svið á Laugardalsvelli og er það langstærsta sem komið hefur verið upp hér á landi. Hundruð manna hafa unnið að uppsetningu tónleika Guns´N Roses á vellinum frá því á mánudag og verða þeir að störfum alveg fram á þriðjudag þegar hljómsveitin stígur á svið.

Yfirlitsmynd af svæðinu.

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.