Nærmynd af Frey Alexanderssyni: Sáttamiðlarinn í Fellunum Stefán Árni Pálsson skrifar 12. september 2018 10:30 Freyr Alexandersson er aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Freyr Alexandersson er aðstoðarlandsliðsþjálfari íslenska landsliðsins og hætti hann á dögunum sem landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins en í gærkvöldi var nærmynd af Frey í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2. Þar kom í ljós að Freyr er ýktur, alls ekki handlaginn, en mjög góður kokkur. Þetta er meðal þess sem vinir og kona Freys Alexanderssonar segja um hinn nýja aðstoðarþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. „Hann gæti hitt okkur hérna á morgun og sannfært okkur að við gætum klifið Everest án allra græja, hann er það sannfærandi í öllu því sem hann gerir,“ segir Hallbera Guðný Gísladóttir landsliðskona í knattspyrnu. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að Freyr sé góður þjálfari, sterkur í mannlegum samskiptum og nái vel til sinna leikmanna.Vill koma vel fram Freyr Alexandersson er Breiðhyltingur í húð og hár. Hann fæddist 18. nóvember árið 1982 og fönguðu íþróttir huga hans snemma. Freyr lék knattspyrnu og körfubolta á sínum uppvaxtarárum en valdi að lokum fótboltann. „Hann er mjög metnaðargjarn og ástríðufullur. Hann er mikið að lesa bækur um þjálfun eða einhverjar ævisögur og er einhvern veginn alltaf að stúdera þetta. Varðandi samskipti þá skiptir hann miklu máli að koma vel fram og vinna með fólki, það finnst honum svo skemmtilegt,“ segir Erla Súsanna Þórisdóttir, eiginkona Freys, og bætir við að Freyr sé alls ekki handlaginn. „Hann tekur það að vera pirraður á annað level og þegar hann er pirraður er ekki gaman að vera í kringum hann og hann verður rosalega pirraður þegar hann verður svangur og þá breytist hann í hálfgerðan varúlf.“ „Það hefur komið fyrir að hann hafi kannski sagt einhverja hluti á blaðamannafundum þegar hann er að tala frá hjartanu sem kannski mætti orða örlítið öðruvísi og það er í raun og veru enginn galli,“ segir Guðni. „Hann var mjög góður strákur og ekki í slagsmálunum í Fellunum. Hann var meira í því að stíga í sundur. Pabbi hans var í löggunni þá og notaði hann iðulega setninguna pabbi minn er lögga og heppnaðist það reyndar ekkert alltaf hjá honum. Hann var mikið í sáttamiðlum og var að reyna sætta slagsmálin í Fellunum,“ segir Erla Súsanna sem hefur verið í sambandi við Frey frá því í níunda bekk. „Hann er mjög mikill fjölskyldumaður og ofboðslega góður kokkur. Stelpurnar mínar eru mjög spenntar fyrir því að fá hann heim þegar hann er erlendis því þá fá þær loksins eitthvað almennilegt að borða.“ Hér að neðan má sjá þáttinn sjálfan um Frey Alexandersson. Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Sjá meira
Freyr Alexandersson er aðstoðarlandsliðsþjálfari íslenska landsliðsins og hætti hann á dögunum sem landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins en í gærkvöldi var nærmynd af Frey í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2. Þar kom í ljós að Freyr er ýktur, alls ekki handlaginn, en mjög góður kokkur. Þetta er meðal þess sem vinir og kona Freys Alexanderssonar segja um hinn nýja aðstoðarþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. „Hann gæti hitt okkur hérna á morgun og sannfært okkur að við gætum klifið Everest án allra græja, hann er það sannfærandi í öllu því sem hann gerir,“ segir Hallbera Guðný Gísladóttir landsliðskona í knattspyrnu. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að Freyr sé góður þjálfari, sterkur í mannlegum samskiptum og nái vel til sinna leikmanna.Vill koma vel fram Freyr Alexandersson er Breiðhyltingur í húð og hár. Hann fæddist 18. nóvember árið 1982 og fönguðu íþróttir huga hans snemma. Freyr lék knattspyrnu og körfubolta á sínum uppvaxtarárum en valdi að lokum fótboltann. „Hann er mjög metnaðargjarn og ástríðufullur. Hann er mikið að lesa bækur um þjálfun eða einhverjar ævisögur og er einhvern veginn alltaf að stúdera þetta. Varðandi samskipti þá skiptir hann miklu máli að koma vel fram og vinna með fólki, það finnst honum svo skemmtilegt,“ segir Erla Súsanna Þórisdóttir, eiginkona Freys, og bætir við að Freyr sé alls ekki handlaginn. „Hann tekur það að vera pirraður á annað level og þegar hann er pirraður er ekki gaman að vera í kringum hann og hann verður rosalega pirraður þegar hann verður svangur og þá breytist hann í hálfgerðan varúlf.“ „Það hefur komið fyrir að hann hafi kannski sagt einhverja hluti á blaðamannafundum þegar hann er að tala frá hjartanu sem kannski mætti orða örlítið öðruvísi og það er í raun og veru enginn galli,“ segir Guðni. „Hann var mjög góður strákur og ekki í slagsmálunum í Fellunum. Hann var meira í því að stíga í sundur. Pabbi hans var í löggunni þá og notaði hann iðulega setninguna pabbi minn er lögga og heppnaðist það reyndar ekkert alltaf hjá honum. Hann var mikið í sáttamiðlum og var að reyna sætta slagsmálin í Fellunum,“ segir Erla Súsanna sem hefur verið í sambandi við Frey frá því í níunda bekk. „Hann er mjög mikill fjölskyldumaður og ofboðslega góður kokkur. Stelpurnar mínar eru mjög spenntar fyrir því að fá hann heim þegar hann er erlendis því þá fá þær loksins eitthvað almennilegt að borða.“ Hér að neðan má sjá þáttinn sjálfan um Frey Alexandersson.
Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Sjá meira