Ná Haukar loksins mála bæinn rauðan á eigin heimavelli? Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. september 2018 12:30 Haukamaðurinn Daníel Þór Ingason í átökum við FH-inga á síðustu leiktíð. Fréttablaðið/Anton Fyrstu umferð Olís-deildar karla í handbolta lýkur í kvöld með tveimur leikjum þegar að Selfyssingar heimsækja ÍR í Austurbergið og erkifjendurnir Haukar og FH mætast í Schenker-höllinni að Ásvöllum. Já, Hafnafjarðarslagur í fyrstu umferð til að bæta ofan á Reykjavíkurslag Fram og Vals sem endaði með 25-25 jafntefli og auðvitað Akureyrarslag KA og Akureyrar þar sem að þeir gulu unnu dramatískan eins marks sigur. Fáir leikir bjóða upp á jafnmikla spennu og tilfinningar í íslenskum handbolta eins og leikir Hauka og FH en síðast þegar að liðin mættust rétt fyrir jól í fyrra vann FH á heimavelli sínum með flautumarki Óðins Þórs Ríkharðssonar. FH vann báða leikina á móti Haukum í fyrra og er því svo sannarlega með montréttinn í bænum. FH vann einnig tvo af þremur deildarleikjum liðanna á þar síðustu leiktíð en liðið er með fínt tak á Haukum á Ásvöllum. FH-ingar hafa ekki tapað deildarleik í Schenker-höllinni síðan 8. desember 2015 en eru síðan þá búnir að gera eitt jafntefli og vinna þrjá leiki í röð í greni erkifjenda sinna. Ekki amalegt og vafalítið eitthvað sem að Haukarnir vilja snúa við. Ásgeir Örn Hallgrímsson er mættur til leiks hjá Haukum og hefur endurkomu sína í Olís-deildinni með Hafnafjarðarslag en Haukarnir litu best allra út á undirbúningstímabilinu. Þeir unnu bæði Ragnarsmótið og Hafnafjarðarmótið með fullu húsi stiga. Leikur Hauka og FH verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD í kvöld en upphitun Seinni bylgjunnar frá Ásvöllum hefst klukkan 19.15. Leikurinn verður svo gerður upp í setti frá Ásvöllum að honum loknum og einnig farið yfir svipmyndir úr leik ÍR og Selfoss. Olís-deild karla Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Sjá meira
Fyrstu umferð Olís-deildar karla í handbolta lýkur í kvöld með tveimur leikjum þegar að Selfyssingar heimsækja ÍR í Austurbergið og erkifjendurnir Haukar og FH mætast í Schenker-höllinni að Ásvöllum. Já, Hafnafjarðarslagur í fyrstu umferð til að bæta ofan á Reykjavíkurslag Fram og Vals sem endaði með 25-25 jafntefli og auðvitað Akureyrarslag KA og Akureyrar þar sem að þeir gulu unnu dramatískan eins marks sigur. Fáir leikir bjóða upp á jafnmikla spennu og tilfinningar í íslenskum handbolta eins og leikir Hauka og FH en síðast þegar að liðin mættust rétt fyrir jól í fyrra vann FH á heimavelli sínum með flautumarki Óðins Þórs Ríkharðssonar. FH vann báða leikina á móti Haukum í fyrra og er því svo sannarlega með montréttinn í bænum. FH vann einnig tvo af þremur deildarleikjum liðanna á þar síðustu leiktíð en liðið er með fínt tak á Haukum á Ásvöllum. FH-ingar hafa ekki tapað deildarleik í Schenker-höllinni síðan 8. desember 2015 en eru síðan þá búnir að gera eitt jafntefli og vinna þrjá leiki í röð í greni erkifjenda sinna. Ekki amalegt og vafalítið eitthvað sem að Haukarnir vilja snúa við. Ásgeir Örn Hallgrímsson er mættur til leiks hjá Haukum og hefur endurkomu sína í Olís-deildinni með Hafnafjarðarslag en Haukarnir litu best allra út á undirbúningstímabilinu. Þeir unnu bæði Ragnarsmótið og Hafnafjarðarmótið með fullu húsi stiga. Leikur Hauka og FH verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD í kvöld en upphitun Seinni bylgjunnar frá Ásvöllum hefst klukkan 19.15. Leikurinn verður svo gerður upp í setti frá Ásvöllum að honum loknum og einnig farið yfir svipmyndir úr leik ÍR og Selfoss.
Olís-deild karla Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Sjá meira