Lífið

Greta Salóme á lag í undankeppni Eurovision í Bretlandi

Birgir Olgeirsson skrifar
Greta Salóme hefur tvisvar verið fulltrúi Íslands í Eurovision.
Greta Salóme hefur tvisvar verið fulltrúi Íslands í Eurovision. vísir/getty
Tónlistarkonan Greta Salóme Stefánsdóttir er einn af höfundum lags í undankeppni söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Bretlandi.

Lagið er flutt af söngkonunni RAYA en meðhöfundar lagsins eru Emil Rosendal Lei og Samir Salah Elshafie.

Undankeppni Breta fer fram 7. febrúar næstkomandi en þar munu þeir velja sinn fulltrúa í Eurovision sem verður haldið í Lissabon í Portúgal í maí næstkomandi. Bretar munu velja á milli sex laga í níutíu mínútna langri beinni útsendingu frá Brighton Dome, en Eurovision var haldið í þeirri tónleikahöll árið 1974 þegar ABBA sigraði með lagið Waterloo.

Undankeppnin verður sýnd á BBC 2 en kynnar hennar verða Mel Giedroyc og Svíinn M
åns Zelmerlöw sem vann Eurovision árið 2015.

Greta Salóme hefur tvívegis verið fulltrúi Íslands í Eurovision. Fyrst var það árið 2012 þegar hún flutti lagið Never Forget ásamt Jónsa í Baku í Aserbaídsjan. Lagið fór áfram upp úr undanriðli og hafnaði í 20. sæti í úrslitunum með 46 stig. Hún fór svo aftur í Eurovision árið 2016 í Svíþjóð með lagið Hear Them Calling, en komst ekki upp úr undanriðlinum.

Söngkonan RAYA sem flytur lag Gretu Salóme er sögð hæfileikarík stjarna sem hefur komið fram á stórum viðburðum um víða veröld. Hún er einnig sögð vön sviðs- og sjónvarpsleikkona ásamt því að vera menntaður dansari, söngkennari og plötusnúður. 




Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.