Skálaði fyrir sinni fyrstu Óskarstilnefningu Ritstjórn skrifar 24. janúar 2018 08:30 Margot Robbie í brúðarkjól á frumsýningunni frá Michael Lo Sordo. Glamour/Getty Leikkonan Margot Robbie var stödd í Ástralíu við frumsýningu á myndinni I, Tonya þegar hún fékk fréttirnar um að hún væri meðal tilnefndra sem besta leikkonan á Óskarnum. Þetta er í fyrsta sinn sem Robbie er tilnefnd til Óskarsverðlauna og því vel skiljanlegt að hún hafi skálað duglega við sitt fólk, skælbrosandi eins og sjá má á þessum myndbandi sem bróðir hennar setti á Twitter. Myndin sem er byggð á ævi skautadrottningarinnar umdeildu Tonyu Harding hefur fengið góðar viðtökur og Robbie góða dóma gagnrýnenda. Hún lagði líka mikið á sig fyrir hlutverkið þar sem hún lá yfir upptökum af skautadansi Harding og viðtölum til að ná hreimnum hennar. Hún var til að mynda í 6 mánuða skautaæfingarbúðum fyrir tökurnar og þannig mætti lengi telja. Það hefur heldur betur borgað sig. Óskarinn fer fram þann 4 mars næstkomandi og meðal tilnefndra í flokki leikkvenna ársins í aðalhlutverki ásamt Robbie eru Frances McDormand, Sally Hawkins, Meryl Streep og Saoirse Ronan. Margot Robbie out celebrating her first ever Oscar nomination! Congrats! #OscarNoms pic.twitter.com/S9cLTPZnQp— best of margot (@bestofmargot) January 23, 2018 Mest lesið Bjútí tips Íslendinga Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Solange Knowles er tískudrottning tónlistarsenunnar Glamour Meðganga er eins og maraþon Glamour „Við sjáum ykkur, við heyrum í ykkur og við munum segja ykkar sögur“ Glamour Óþekkjanleg Blake Lively í nýju hlutverki Glamour Hrein húð er heilbrigð húð Glamour Stórir eyrnalokkar og krumpuð jakkaföt fyrir karlana hjá Gucci Glamour Viðskiptavinir Kylie Cosmetis fengu tómar snyrtivörur Glamour Loðnar kápur fyrir veturinn Glamour
Leikkonan Margot Robbie var stödd í Ástralíu við frumsýningu á myndinni I, Tonya þegar hún fékk fréttirnar um að hún væri meðal tilnefndra sem besta leikkonan á Óskarnum. Þetta er í fyrsta sinn sem Robbie er tilnefnd til Óskarsverðlauna og því vel skiljanlegt að hún hafi skálað duglega við sitt fólk, skælbrosandi eins og sjá má á þessum myndbandi sem bróðir hennar setti á Twitter. Myndin sem er byggð á ævi skautadrottningarinnar umdeildu Tonyu Harding hefur fengið góðar viðtökur og Robbie góða dóma gagnrýnenda. Hún lagði líka mikið á sig fyrir hlutverkið þar sem hún lá yfir upptökum af skautadansi Harding og viðtölum til að ná hreimnum hennar. Hún var til að mynda í 6 mánuða skautaæfingarbúðum fyrir tökurnar og þannig mætti lengi telja. Það hefur heldur betur borgað sig. Óskarinn fer fram þann 4 mars næstkomandi og meðal tilnefndra í flokki leikkvenna ársins í aðalhlutverki ásamt Robbie eru Frances McDormand, Sally Hawkins, Meryl Streep og Saoirse Ronan. Margot Robbie out celebrating her first ever Oscar nomination! Congrats! #OscarNoms pic.twitter.com/S9cLTPZnQp— best of margot (@bestofmargot) January 23, 2018
Mest lesið Bjútí tips Íslendinga Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Solange Knowles er tískudrottning tónlistarsenunnar Glamour Meðganga er eins og maraþon Glamour „Við sjáum ykkur, við heyrum í ykkur og við munum segja ykkar sögur“ Glamour Óþekkjanleg Blake Lively í nýju hlutverki Glamour Hrein húð er heilbrigð húð Glamour Stórir eyrnalokkar og krumpuð jakkaföt fyrir karlana hjá Gucci Glamour Viðskiptavinir Kylie Cosmetis fengu tómar snyrtivörur Glamour Loðnar kápur fyrir veturinn Glamour