Ein besta hljómsveit heims stóð undir nafni Jónas Sen skrifar 25. janúar 2018 09:30 Iván Fischer stjórnar hátíðahljómsveitinni með tilþrifum. Tónlist Sinfóníutónleikar Hátíðarhljómsveitin í Búdapest flutti verk eftir Bach, Beethoven og Rakhmanínoff. Einleikari: Dénes Várjon. Stjórnandi: Iván Fischer. Eldborg í Hörpu miðvikudaginn 17. janúar „Ef það væri tónlistarháskóli í helvíti og efnilegasti nemandinn þar fengi það verkefni að semja sinfóníu um plágurnar sjö í Egyptalandi, þá kæmist hann samt ekki með tærnar þar sem fyrsta sinfónía Rakhmanínoffs hefur hælana.“ Einhvern veginn svona hljómaði gagnrýni sem aumingja Rakhmanínoff fékk eftir frumflutninginn á fyrstu sinfóníu sinni. Hún misheppnaðist gersamlega, ekki síst vegna þess að stjórnandinn var fullur og hljómsveitin vissi ekki hvað sneri upp né niður. Viðtökurnar voru reiðarslag og tónskáldið lagðist í djúpt þunglyndi. Á endanum var það geðlæknir sem hjálpaði honum, með dáleiðslu fékk hann sjálfstraustið á ný og samdi óslitið í mörg ár eftir það. Sinfónía nr. 2, sem var á dagskránni hjá Hátíðarhljómsveitinni í Búdapest í Hörpu síðasta miðvikudagskvöld, féll miklu betur í kramið hjá áheyrendum og gagnrýnendum þegar hún var frumflutt. Hún er full af ljóðrænu, hunangsfögrum laglínum, safaríkum hljómum og ástríðuþrunginni framvindu. Spilamennskan á tónleikunum í Hörpu var ekkert slor. Hljómsveitin, undir stjórn Iván Fischer, er talin ein sú besta í heiminum og hún var í banastuði. Strengirnir, hvort heldur sem það voru fiðlur, lágfiðlur, selló eða kontrabassar, voru dásamlegir. Heildaráferðin var ótrúlega vel mótuð, breið og tær, allt að því munúðarfull, ef hægt er að nota það orð. Slagverkið var pottþétt, blásararnir hárnákvæmir og fagurhljómandi. Klarinettusólóið í þriðja kaflanum var t.d. svo fallegt að það er ógleymanlegt. Sinfónían var síðust á dagskránni, fyrir utan aukalagið. Þá var flutt hin svokallaða Vókalísa eftir Rakhmanínoff, sönglag án orða. Í þessari útfærslu sungu allar konurnar í hljómsveitinni, karlarnir spiluðu með. Það var hástemmt og seiðandi, þrungið hrífandi rómantík. Tvö önnur verk voru á dagskránni. Hið fyrra var hljómsveitarsvíta nr. 2 í h-moll eftir Bach. Aðeins átta hljóðfæraleikarar spiluðu, þ. á m. hljómsveitarstjórinn, sem lék á lítið pípuorgel. Túlkunin var litrík og spennandi, snörp og lífleg. Tæknilega séð var hún óaðfinnanleg, samspilið í fullkomnu jafnvægi, akkúrat og samtaka. Hin tónsmíðin var þriðji píanókonsertinn eftir Beethoven, en þar var einleikari Dénes Várjon. Skemmst er frá því að segja að þetta er einhver glæsilegasti flutningur á konsertinum sem heyrst hefur. Píanóleikarinn spilaði af yfirgengilegum krafti og fingrafimi, en um leið með næmri tilfinningu fyrir innhverfari hlutum verksins. Konsertinn er í þremur köflum. Miðkaflinn er afar hægur og rólegur og vill því miður detta niður í hálfgerða lognmollu hjá mörgum flytjendum. Hér var hins vegar fádæma vel gert, kaflinn var upphafinn og unaðslega grípandi. Margt í hinum köflunum var líka eftirminnilegt. Lokin á kadensunni (sólóhlutanum) í þeim fyrsta, þar sem píanóleikarinn spilar ofurveikt við hljóðlátan pákuleik, voru svo falleg að það verður lengi í minnum haft. Þetta var mögnuð upplifun.Niðurstaða: Stórfenglegir tónleikar með frábærri hljómsveit og einleikara. Tónlistargagnrýni Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist Sinfóníutónleikar Hátíðarhljómsveitin í Búdapest flutti verk eftir Bach, Beethoven og Rakhmanínoff. Einleikari: Dénes Várjon. Stjórnandi: Iván Fischer. Eldborg í Hörpu miðvikudaginn 17. janúar „Ef það væri tónlistarháskóli í helvíti og efnilegasti nemandinn þar fengi það verkefni að semja sinfóníu um plágurnar sjö í Egyptalandi, þá kæmist hann samt ekki með tærnar þar sem fyrsta sinfónía Rakhmanínoffs hefur hælana.“ Einhvern veginn svona hljómaði gagnrýni sem aumingja Rakhmanínoff fékk eftir frumflutninginn á fyrstu sinfóníu sinni. Hún misheppnaðist gersamlega, ekki síst vegna þess að stjórnandinn var fullur og hljómsveitin vissi ekki hvað sneri upp né niður. Viðtökurnar voru reiðarslag og tónskáldið lagðist í djúpt þunglyndi. Á endanum var það geðlæknir sem hjálpaði honum, með dáleiðslu fékk hann sjálfstraustið á ný og samdi óslitið í mörg ár eftir það. Sinfónía nr. 2, sem var á dagskránni hjá Hátíðarhljómsveitinni í Búdapest í Hörpu síðasta miðvikudagskvöld, féll miklu betur í kramið hjá áheyrendum og gagnrýnendum þegar hún var frumflutt. Hún er full af ljóðrænu, hunangsfögrum laglínum, safaríkum hljómum og ástríðuþrunginni framvindu. Spilamennskan á tónleikunum í Hörpu var ekkert slor. Hljómsveitin, undir stjórn Iván Fischer, er talin ein sú besta í heiminum og hún var í banastuði. Strengirnir, hvort heldur sem það voru fiðlur, lágfiðlur, selló eða kontrabassar, voru dásamlegir. Heildaráferðin var ótrúlega vel mótuð, breið og tær, allt að því munúðarfull, ef hægt er að nota það orð. Slagverkið var pottþétt, blásararnir hárnákvæmir og fagurhljómandi. Klarinettusólóið í þriðja kaflanum var t.d. svo fallegt að það er ógleymanlegt. Sinfónían var síðust á dagskránni, fyrir utan aukalagið. Þá var flutt hin svokallaða Vókalísa eftir Rakhmanínoff, sönglag án orða. Í þessari útfærslu sungu allar konurnar í hljómsveitinni, karlarnir spiluðu með. Það var hástemmt og seiðandi, þrungið hrífandi rómantík. Tvö önnur verk voru á dagskránni. Hið fyrra var hljómsveitarsvíta nr. 2 í h-moll eftir Bach. Aðeins átta hljóðfæraleikarar spiluðu, þ. á m. hljómsveitarstjórinn, sem lék á lítið pípuorgel. Túlkunin var litrík og spennandi, snörp og lífleg. Tæknilega séð var hún óaðfinnanleg, samspilið í fullkomnu jafnvægi, akkúrat og samtaka. Hin tónsmíðin var þriðji píanókonsertinn eftir Beethoven, en þar var einleikari Dénes Várjon. Skemmst er frá því að segja að þetta er einhver glæsilegasti flutningur á konsertinum sem heyrst hefur. Píanóleikarinn spilaði af yfirgengilegum krafti og fingrafimi, en um leið með næmri tilfinningu fyrir innhverfari hlutum verksins. Konsertinn er í þremur köflum. Miðkaflinn er afar hægur og rólegur og vill því miður detta niður í hálfgerða lognmollu hjá mörgum flytjendum. Hér var hins vegar fádæma vel gert, kaflinn var upphafinn og unaðslega grípandi. Margt í hinum köflunum var líka eftirminnilegt. Lokin á kadensunni (sólóhlutanum) í þeim fyrsta, þar sem píanóleikarinn spilar ofurveikt við hljóðlátan pákuleik, voru svo falleg að það verður lengi í minnum haft. Þetta var mögnuð upplifun.Niðurstaða: Stórfenglegir tónleikar með frábærri hljómsveit og einleikara.
Tónlistargagnrýni Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira